Verkefni klúbbsins
Margvísleg verkefni
Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar hefur stutt fjölmörg verkefni stór og smá. Klúbburinn hefur stutt ötullega við Rótarýsjóðinn og leggur á hverju ári háar upphæðir í þennan öfluga alþjóðlega sjóð sem styrkir verkefni víða um heim.
Þá hefur klúbburinn staðið að eigin verkefnum hér heima og erlendis og kemur framlagið að langmestu leyti úr sjóðum klúbbsins og beint frá klúbbfélögum.