Harpa Hafsins
Umdæmisþing á Ísafirði
14. og 15. september
Umdæmisþing íslenska Rótarýumdæmisins verður haldið á Ísafirði dagana 14. og 15. september næstkomandi. Til þess er ætlast að verðandi forseti og ritari sérhverjum klúbbi mæti á þingið í þágu klúbbs og umdæmis
Þingið verður í umsjá Rótarýklúbbs Ísafjarðar og er undirbúningur þess þegar hafin. Í undirbúningsnefnd þingsins eru eftirtaldir klúbbfélagar: Bergmann Ólason, Gísli Jón Hjaltason, Jóhann Ólafson og Viðar Konráðsson. Með nefndinni starfar einnig verðandi umdæmisstjóri Kristján Haraldsson.
Það er mikilsvert fyrir umdæmi okkar að auka kynni Rótarýfélaga, efla tengsl klúbba og styrkja samheldni, velvild og vinarhug þeirra sem vinna að Rótarýhugsjónum víðs vegar um landið.
Umdæmisþingið er vettvangur þar sem tækifæri gefst til alls þessa auk þess að vera hátíð og veisla þeim sem það sækja.
Skráningarsíðan er í valröndinni hér til vinstri. Rótarýfélagar þurfa að skrá sig fyrst inn í félagakerfið til að skrá sig. Á það skal bent að þátttakendur verða sjálfir að bóka gistingu og flug. Til að tryggja gistingu á því verði þarf að ganga frá pöntun fyrir 15. júní næstkomandi.
Bestu kveðjur sendum við þér og klúbbfélögum þínum og vonumst til að sjá sem flesta ykkar hér á Ísafirði í september.
Fyrir hönd undirbúningsnefndar
Gísli Jón Hjaltason
gislijonhjalta@gmail.com, sími 893 4067