Makadagskrá

Makadagskrá á umdæmisþingi í Reykjavík

Föstudagur 5. júní, kl. 11. 

Heimsókn í Þjóðminjasafn.

Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, tekur ásamt samstarfsfólki sínu á móti þátttakendum í anddyri Þjóðminjasafnsins og leiðir gesti um sýningar safnsins, sem eru grunnsýningin „Þjóð verður til“ og „Endurfundir - klaustur á Íslandi“. Hægt er að fá keyptar veitingar í kaffistofu safnsins.

 

Laugardagur 6. júní, kl. 13.30. 

Gönguferð  um gömlu Reykjavík.

Þátttakendur hittast í Kaffihúsinu Uppsölum í Hótel Reykjavík Centrum, Aðalstræti 16, kl. 13.30. Hægt er að fá þar keyptan léttan hádegisverð meðan Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, fræðir gesti  um sögu og minjar gömlu Reykjavíkur. Síðan mun hann leiða um klukkustundar gönguferð um miðbæ Reykjavíkur. Þátttakendum er bent á, að aflokinni gönguferðinni er kjörið að heimsækja Landnámssýninguna í kjallara Hótel Centrum, sem er afar áhugaverð og  sýnir landnám í Reykjavík og uppgröft af landnámsbæ Ingólfs Arnarsonar. Aðgangseyrir er 600 kr.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning