66. Umdæmisþing Rótarý
haldið í Reykjavík 14.-15. október
Umsjón: Rótarýkúbburinn Reykjavík-Austurbær
Þingstaður: Reykjavík Natura (Hótel Loftleiðir)
Sendið fyrirspurnir um þingið á thing@rotary.is
KÆRU RÓTARÝFÉLAGAR
Að þessu sinni kemur það í hlut Rótarýklúbbsins Reykjavík Austurbær að halda umdæmisþing Rótarýumdæmisins á Íslandi. Þingið verður haldið á Hótel Loftleiðum dagana 14. og 15. október næstkomandi.
Það er mér ánægja að gegna embætti forseta Rótarýklúbbsins Reykjavík Austurbær á þessum tímamótum klúbbsins. Flestir klúbbfélagar taka virkan þátt í undirbúningi komandi umdæmisþings og er hann kominn vel á veg. Stefnt er að því að dagskrá þingsins verði bæði fróðleg og hvetjandi og að þinggestir muni njóta jafnt samverunnar sem samvinnunnar.
Rótarýklúbburinn Reykjavík Austurbær var stofnaður árið 1963. Fjöldi félaga er nú ríflega áttatíu. Ásamt því að styðja við bakið á hefðbundnum Rótarýverkefnum hefur verið lögð áhersla á að styrkja innviðina og tengsl klúbbsins út á við. Markmiðið er að verða betur í stakk búin til að huga að og vinna samkvæmt Rótarýhugsjóninni hvort heldur í störfum eða frítíma. Fátt gefur lífinu eins mikið gildi og að fá tækifæri til að styðja þá sem þess þarfnast.
Á síðustu misserum hefur verið lögð áhersla á að auka hlutfall kvenna í klúbbnum. Með hverjum nýjum félaga hefur klúbburinn styrkst og eflst. Sameinaður kraftur beggja kynja sem skarta fjölbreyttri menntun og reynslu getur áorkað miklu í þágu Rótarýhugsjónarinnar.
Á komandi umdæmisþingi gefst tækifæri til að stilla saman strengi í þágu mannúðarverkefna. Tökum höndum saman, leitum fyrirbyggjandi leiða og veltum fyrir okkur með hvaða hætti hægt er að bæta líf og umhverfi þeirra sem búa við bágar aðstæður. Sýnum mannúð í verki.
Með Rótarýkveðju,
Kolbrún Baldursdóttir
fráfarandi forseti Rótarýklúbbsins Reykjavík Austurbær