Menntun

Styrkir til menntunar

Rótarýsjóðurinn er einn umsvifamesti námsstyrkjasjóður heims.

Friðarstyrkir

Þetta eru tveggja ára meistaranámsstyrkir Rótarýsjóðsins.

Hvert hinna 530 Rótarýumdæma má senda eina umsókn, en árlega eru veittir 50-70 styrkir. Styrkirnir eru alþjóðlegir samkeppnistyrkir og ekki tengdir framlögum einstakra umdæma í Rótarýsjóðinn. Lokaval styrkþega er alfarið í höndum úthlutunarnefndar í aðalstöðvum Rótarýsjóðsins og þær umsóknir sem hljóta náð hafa farið í gegnum mjög strangt ferli.

Styrkirnir eru mjög veglegir og hluti af s.n. „Rotary Peace Centers for International Studies in Peace and Conflict Resolution Program“. Veittir eru styrkir til tveggja ára meistaranáms, sem standa undir skólagjöldum, húsnæði, fæði, bókum og ferðum. Styrkjunum hefur verið úthlutað frá árin 2002 og hefur vakið athygli hversu vel íslensku umsækjendunum hefur vegnað, en þeir hlutu styrk samfleytt í ellefu skipti. Sjá nánar hér.

Ambassadorial Scholarships

Rótarýsjóðurinn veitir eins árs styrki til  háskólanáms (Ambassadorial Scholarships) og höfðu um 40 íslenskir námsmenn hlotið slíka styrki þegar úthlutunarreglum sjóðsins var breytt 1992 þannig að styrkveitingar eru nú háðar framlögum umdæma í Rótarýsjóðinn. Íslenska umdæmið hefur því flutt áhersluna frá almennum námsstyrkjum yfir á hjálparstarf og hafa almennu námsstyrkirnir ekki verið veittir íslensku námsfólki frá 1997.

Styrkir til háskólakennara

Þá veitir Rótarýsjóðurinn styrki til háskólakennaraskipta (Rotary Grants for University Teachers) er miðast við akademískt ár, venjulega 9 mánuði. Lögð er áhersla á dvöl háskólakennara í þróunarlöndum. Slíkir styrkir hafa ekki verið veittir hér á landi
Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning