Rótarýsjóðurinn

Rótarýsjóðurinn - Rotary Foundation

Rótarýsjóðurinn er voldugasta stofnun hreyfingarinnar og veitir styrki til margvíslegra menningar- og mannúðarstarfa. Framlög í Rótarýsjóðinn eru frjáls en umdæmisstjórar hafa óskað eftir að klúbbar greiði í sjóðinn árlega ákveðna upphæð fyrir hvern félaga.

Rótarýsjóðurinn er voldugasta stofnun hreyfingarinnar á alþjóðlegum vettvangi og veitir styrki til menningar- og mannúðarstarfa á mörgum sviðum. Það var á allsherjarþinginu í Minneapolis í Bandaríkjunum 1928 sem samþykkt var að breyta lögum samtakanna á þann hátt að innan þeirra skyldi starfa sjálfstæður sjóður með sérstakri stjórn. Framlög í Rótarýsjóðinn eru frjáls en umdæmisstjórar hafa óskað eftir að klúbbar greiði í sjóðinn árlega ákveðna upphæð fyrir hvern félaga. Rótarýhreyfingin á Íslandi hefur lagt um 550 þúsund dollara til Rótarýsjóðsins. 

Á vegum Rótarýsjóðsins eru verkefni í gangi tengdum baráttunni gegn hungri og sjúkdómum, ásamt verkefnum er tengjast auknum skilningi milli einstaklinga landa á milli.

Af störfum Rótarýsjóðsins þekkja Íslendingar best PolioPlus-átakið sem hófst árið 1985 og stefnir að því að útrýma lömunarveiki og fleiri barnasjúkdómum. Rótarýfélagar hafa lagt yfir 500 milljón dollara í verkefnið auk ómældrar sjálfboðavinnu en verkefnið er unnið í samvinnu við Alþjóða heilbrigðisstofnunina, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna o.fl. Verkefnið er lang stærsta verkefnið sem Rótarýhreyfingin hefur lagt í.

 




Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning