Greiðslur í sjóðinn
Það er hægt að styrkja Rótarýsjóðinn á margan hátt
Til þess að Rótarýsjóðurinn geti styrkt verkefni víða um heim er mikilvægt að rótarýfélagar leggi sjóðnum lið. Það ætti að vera markmið hvers rótarýklúbbs að leggja í sjóðinn 50-100$ á hvern félaga í klúbbnum árlega.
Þetta má gera með beinum fjárframlögum úr félagssjóði, með söfnun fjár á fundum, t.d. með því að láta sparigrís liggja frammi, fjársöfnunum eða beinum fjárframlögum einstakra rótarýfélaga.
Þú getur lagt sjóðnum lið á vefnum
Rótarýfélagar geta greitt í gegnum sinn rótarýklúbb eða sem er mun einfaldara beint í sjóðinn með skuldfærslu á greiðslukort. Það er gert með því að skrá sig inn á "member access" á heimasíðu http://www.rotary.org/ með því að smella hér.
Ef þú ert ekki búinn að fá aðgang smellir þú á "Register now" og fylgja leiðbeiningum. Hægt er að nálgast leiðbeiningar hér .
Þá er leikur einn að greiða upphæð að eigin vali í Rótarýsjóðinn og fylgjast með framlögum þínum.
Greiðslur klúbba í sjóðinn
Smelltu á þetta Word skjal: CreditCardForm_EN (þú getur hægri smellt og valið save as)