Greiðslur í sjóðinn

Greiðslur í sjóðinn

Það er hægt að styrkja Rótarýsjóðinn á margan hátt

Til þess að Rótarýsjóðurinn geti styrkt verkefni víða um heim er mikilvægt að rótarýfélagar leggi sjóðnum lið. Það ætti að vera markmið hvers rótarýklúbbs að leggja í sjóðinn 50-100$ á hvern félaga í klúbbnum árlega.

Þetta má gera með beinum fjárframlögum úr félagssjóði, með söfnun fjár á fundum, t.d. með því að láta sparigrís liggja frammi, fjársöfnunum eða beinum fjárframlögum einstakra rótarýfélaga.

Þú getur lagt sjóðnum lið á vefnum

Rótarýfélagar geta greitt í gegnum sinn rótarýklúbb eða sem er mun einfaldara beint í sjóðinn með skuldfærslu á greiðslukort. Það er gert með því að skrá sig inn á "member access" á heimasíðu http://www.rotary.org/ með því að smella hér.

Ef þú ert ekki búinn að fá aðgang smellir þú á "Register now" og fylgja leiðbeiningum. Hægt er að nálgast leiðbeiningar hér .

Þá er leikur einn að greiða upphæð að eigin vali í Rótarýsjóðinn og fylgjast með framlögum þínum.

Greiðslur klúbba í sjóðinn

Út af gjaldeyrishöftum hefur verði erfitt að koma greiðslum til Rótarýsjóðsins.
RI komist á móts við okkur og útbúið meðfylgjandi eyðublað til að fylla út en er það þá háð því að klúbbar séu með kreditkort, sem er mjög hentugt fyrir klúbbana, t.d. er mun auðveldara að greiða skyldugjöldin á Member Access en að fara með þau í gegnum banka.  Vissulega er líka hægt að greiða í rótarýsjóðinn "online" en þá hefur framlagið bókast á þann sem framkvæmir greiðsluna (sé sem er innskráður á heimasíðu RI), en ekki sem framlag klúbbsins.
 
Fylla þarf út þetta eyðublað, skanna það inn og senda annað hvort á umdæmisskrifstofuna sem sendir það áfram eða senda beint á vanessa.court-payen@rotary.org

Smelltu á þetta Word skjal: CreditCardForm_EN (þú getur hægri smellt og valið save as)


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning