Umdæmisstjóri 2013-2014

Björn Bjarndal Jónsson 

umdæmisstjóri 2013-2014

Björn Bjarndal Jónsson

Björn er fæddur í Neðri-Dal í Biskupstungum 16. janúar 1952, sonur hjónanna Aðalheiðar Guðmundsdóttur og Jóns Þ. Einarssonar.

Björn er kvæntur Jóhönnu Róbertsdóttur og eiga þau tvo syni og 4 barnabörn.

Menntun:

• Búfræðingur frá Hvanneyri 1971.
• Garðyrkjufræðingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins 1974
• Skógarverkfræðingur frá Ekenäs Forstinstitut 1994
• Stundaði Fil. Kand. nám í umhverfisfræði við Åbo Akademi 1994/1995

Jóhanna Róbertsdóttir og Björn Bjarndal Jónsson

Störf:

• Bóndi í Neðri-Dal og síðan garðyrkjubóndi á Stöllum frá 1975 til 1991
• Skógræktarráðunautur á Suðurlandi 1995 –1997
• Framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga frá 1997, auk þess í hlutastarfi
framkvæmdastjóri Landssamtaka Skógareigenda frá 2008

Nefndarstörf:

• Fulltrúi Íslands í samtökum skógareigenda á norðurlöndum - SNF - frá 2009
• Seta í fagráði Mógilsár frá 2009

Félagsmál, m.a.:

• Formaður GBFUÁ í þrjú ár (Félag garðyrkjubænda í uppsveitum)
• Formaður HSK 1988 til 1990,
• Formaður Lionkl. Geysir,
• Formaður UmfBisk
• Varaformaður UMFÍ frá 1995 til 2001
• Formaður UMFÍ 2001-2007
• Formaður NSU ( Nordisk Samorganisasjon for Ungdomsarbeid) frá 1998 til 2002
og síðan fulltrúi Íslands í stjórn NSU frá 2002 til 2005.
• Forseti Rótarýklúbbs Selfoss 2008 til 2009

Ritskrá:

1997. Samantekt á skógrækt ungmennafélaga frá upphafi,
Lokaverkefni við Ekenäs Forstinstitut.
Skogsplenteringar hos UMFÍ, 7 hefti.

1991.
Almennt um tré - Av trä. Ekenäs Forstinstitut

Gunnar Freysteinsson, Björn B. Jónsson 1997. Skógræktarbæklingur.

Björn B. Jónsson , Hallur Björgvinsson og Gunnar Freysteinsson 1996.

Skjólbeltarækt.

1995. Upptaka ísl. skógar á kolefni. Åbo Akademi 1995.



Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning