Umdæmisþing 2013 – Auður jarðar
Selfossi 11.-12. október
Umdæmisþingið 2013 er í umsjá Rótarýkúbbs Selfoss og verður haldið á Hótel Selfossi 11.-12. október.
Að þessu sinni kemur það í hlut Rótarýklúbbs Selfoss að halda þetta 68. umdæmisþing Rótarýumdæmisins á Íslandi. Þingið verður haldið á Hótel Selfoss dagana 11. og 12. október næstkomandi undir kjörorðunum ,,auður jarðar".
Það er okkur félögum í Rótarýklúbb Selfoss sönn ánægja að bjóða þig og maka þinn velkomin á þingið. Stefnt er að því að dagskrá þingsins verði bæði fróðleg og skemmtileg og að þinggestir muni njóta samverunnar hér á Selfossi.
Á þingið koma forsetar og ritarar allra rótarýklúbba, en einnig er vonast til að gjaldkerar sjá sér fært að mæta, en sú nýbreytni verður á þessu þingi að stutt fræðsla verður fyrir gjaldkera klúbbanna. Allir rótarýfélagar og makar þeirra eru velkomnir og þeir hvattir til að skrá sig.
Skráið ykkur hér. – Munið að skrá gistingu í síðasta lagi 30. júní nk.
Það er mikilsvert fyrir umdæmið okkar að auka kynni Rótarýfélaga, efla tengsl klúbba og styrkja samheldni, velvild og vinarhug þeirra sem vinna að Rótarýhugsjónum víðs vegar um landið.
Bestu kveðjur sendum við þér og klúbbfélögum þínum og vonumst til að sjá sem flest ykkar hér á Selfossi í október.
Þorvarður Hjaltason, formaður undirbúningsnefndar,
thing@rotary.is, sími 898 9184
Garðar Eiríksson, forseti Rótarýklúbbs Selfoss
rettarholt6@simnet.is, sími 892 9069