Umdæmisþing 2010
64. Umdæmisþing Rótarý 2010
Haldið í Reykjavík 5. júní
Fyrstu upplýsingar:
Ráðstefnugjald:
kr. 4.000,-
Lokahóf á Grand Hótel kl. 19.30
Verð kr. 8.000,-
Bleikja á þrjá vegu, nautalund + hægelduð nautasíða og Pannacotta með skyrfroðu.
Hjörtur Ingvi Jóhannsson úr hljómsveitinni Hjaltalín leikur létta tónlist undir borðhaldi.
Konunglega söngleikjaparið Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Bjarni Snæbjörnsson skemmta með söng og leik.
Veislustjóri: Sveinn Hannesson
Gisting:
Fyrir þá þátttakendur sem þess óska þá býður Grand Hótel gistingu á 2ja manna herbergi á rúmar 16 þúsund kr. pr.nótt.
Pantið beint hjá Grand Hótel og taka fram „Umdæmisþing Rótarý 2010“
Makadagskrá:
Ókeypis leiðsögn með Aðalsteini Ingólfssyni, listfræðingi, um ljósmyndasýningar Péturs Arasonar og Cindy Sherman á lokadegi Listahátíðar í Reykjavík.
Mæting á kaffistofunni á Kjarvalsstöðum kl. 13.30