Umdæmisþing 2008
62. umdæmisþing og formót Rótarýumdæmisins á Íslandi
haldið á Akureyri 30.-31. maí 2008
Umsjón: Rótarýkúbbur Akureyrar
Sendið fyrirspurnir um þingið á thing@rotary.is
Skráðu þig hér: SKRÁNINGARFORM
Ágætu Rótarýfélagar og makar!
Við bjóðum ykkur velkomin á 62. umdæmisþing Rótarýumdæmisins á Íslandi sem haldið verður á Akureyri dagana 30. og 31. maí nk.
Formótið er sérstaklega ætlað verðandi forsetum og riturum en tilvalið er fyrir alla Rótarýfélaga og maka að mæta á rótarýfundinn sem verður á föstudagskvöldinu.
Umdæmisþingið er opið öllum rótarýfélögum og eru makar hvattir til að mæta á laugardagsmorgninum og taka þátt í þingstörfum til hádegis.
Hátíðarkvöldverður fyrir rótarýfélaga og maka verður svo haldinn á Hótel KEA að kvöldi laugardags.
Athygli er vakin á dagskrá fyrir maka báða dagana.