Umdæmisþing og formót 2009
63. umdæmisþing og formót Rótarýumdæmisins á Íslandi
Haldið í Reykjavík 5.-6. júní 2009
Umsjón: Rótarýkúbburinn Reykjavík-Miðborg
Þingstaður: Icelandair Hótel Loftleiðir
Sendið fyrirspurnir um þingið á thing@rotary.is
Skráðu þig hér.
Ágætu Rótarýfélagar og makar um land allt
Framundan er 63. Umdæmisþing Rótarý, sem í ár verður haldið í Reykjavík á Icelandair Hótel Loftleiðum dagana 5.-6.júní n.k.
Fyrir hönd Rótarýklúbbsins Reykjavík Miðborg vil ég bjóða þig og maka þinn velkomin á þingið og vonast til að sem flestir geti mætt og að við styrkjum þannig Rótarýhugsjónina í verki þrátt fyrir erfiðar efnahagsaðstæður. Rótarý Reykjavík Miðborg er umsjónaraðili þingsins í ár enda klúbbur umdæmisstjórans Ellenar Ingvadóttur.
Föstudaginn 5.júní verður að venju formót fyrir viðtakandi forseta og ritara. Fundarstörf hefjast þá strax að morgni og standa fram eftir degi. Boðið verður uppá skemmtilega heimsókn fyrir maka í Þjóðminjasafnið. Um kvöldið verður í boði einstök upplifun á Rótarýfundi Miðborgarklúbbsins sem haldinn verður á Sjóminjasafninu.
Laugardaginn 6.júní er Umdæmisþingið haldið. Mökum býðst að sitja fundinn fyrir hádegið og síðan að fara í fróðlega og skemmtilega gönguferð um söguslóðir Reykjavíkur með Guðjóni Friðrikssyni félaga okkar eftir hádegið. Þinglok verða um kvöldið og lýkur með fínum kvöldverði á Hótel Loftleiðum þar sem bæði verða í boði góð skemmtiatriði og umdæmisstjóraskipti.
Bestu rótarýkveðjur
Brynjólfur Helgason, forseti RRM