Vísur um rótarýfélagana
Á gamlársdag 1964 flutti Magnús Jónsson bókavörður vísur um rótarýfélagana í klúbbnum en byrjaði á prologus:
Veit mér rúm í vizkukór
vísnagyðjan slynga. Langar
mig að lýsa stórlöxum
Hafnfirðinga.
Albert Kristinsson.
Rafveitu hvar lýsa log
lífs veg Albert hreppti.
Strenging víra stjórnar og
stauraholu grefti.
Beinteinn Bjarnason.
Selur Beinteinn síld með glans,
sómakær að vonum.
Prestablóð og "bissnis"manns
blandast vel í honum.
Bessi B. Gislason.
Sessinn hlaut á hrannarslóð.
hress en aldrei stúrinn,
Bessi þá í brúnni stóð
blessaðist allur túrinn.
Bjarni Jónsson.
Málar Bjarni mikið vel.
Maistararnir fornir
Rembrandt þar og Rafael
reika endurbornir.
Bjarni Snæbjörnsson.
Bjarna lækni líta má
í ljúfum aftanblænum.
Gerir mörgum greiða sá
„grand old man“ í bænum.
Bragi Friðriksson.
Lagar Bragi leiðina
lýðsins ungs um Frónið.
Yfir Hafnaheiðina
hljómar fagurt tónið.
Böðvar Sigurðsson.
Bóksala er höfð um hönd
hér, og gleði vekur.
Böðvar selur Andrés önd
og í nefið tekur.
Einar Halldórsson.
Búskapur er bjargarvon,
börnum Íslands hollur.
Hefur Einar Halldórsson
hesta, kýr og rollur.
Eiríkur Pálsson.
Þegar sé ég þennan mann
þríf ég ofan hattinn.
Æði snar í öllu hann
Eiríkur með skattinn.
Garðar Þorsteinsson.
Skógræktin er sumra svið,
söngurinn og skólinn.
Aðalstarfið er þó við
altarið og stólinn.
Gísli Guðmundsson.
Garpur býr í glöðum rann.
Gísli líkams þétti.
Vitra forstiórn veitir hann
vélsmiðjunni Kletti.
Gísli Jónsson.
Gísli Jónsson grafa kann
gull úr jarðIífsbrunni.
Stuf af bílnum strýkur hann,
stjórnar rafveitunni.
Guðjón Steingrímsson.
Guðjón er við alla dús.
Útbýr skjöl til varnar,
semur kærur, selur hús,
sættir kerIingarnar.
Hafsteinn Baldvinsson.
Hafsteinn kvabbið hlustar á
- heiður verður byrði
stælist þó við starfið sá
stjórnar Hafnarfirði.
Hallsteinn Hinriksson.
Með íþróttunum vel að von
viðhelzt æskubiossinn.
Þeir á Hallstein Hinriksson
hengdu Fálkakrossinn.
Hans Christiansen.
Æ við Hans ég verzla vil.
Velja má úr nógu:
allt frá húsatimbri til
tannstönglanna mjóu.
Ingólfur Flygenring.
Hraðfryst loft og hita-þing
hvort mót öðru vega.
Við það sambland undi Ing
-ólfur prýðilega.
Jóhann Jónasson.
Jóhann laus víð hík og humm,
hlynntur gróðurríki,
mikið veit sá maður um
myglu' og stöngulsýki.
Jóhann Þorsteinsson.
Finn ég Sólvangs forstjórann,
fær sá þakkarkliðinn.
Gömlum konum klappar hann
kringur axlarliðinn.
Jón Bergsson.
Verkfræði - þá vanda grein
valdi Jón að sóma.
Standa þurfa sterk með bein
steðjar sleggjudóma.
Jón Mathiesen.
Menn hjá Jóni Matt fá stórt,
- matarkaup er vandi.
Hvort tveggja hjá honum stórt:
holdbygging og andi.
Kristinn J. Magnússon.
Meðhjálpari félagsfús,
frægð og sóma vafinn,
Kristinn málar háreist hús,
hann er önnum kafinn.
Loftur Bjarnason.
Kirkjumálum Loftur ljær
lið og brautargengi.
Um hann leikur blíður blær.
- Borðar spik og rengi.
Magnús Guðlaugsson.
Magnús úrsmið sé ég senn.
Sá gekk oft um hraunin.
Græðir hann á glingri en
gefur vinnulaunin.
Níels Árnason.
Níelsi skal greiða gjald,
góðu sætin prófa,
líða myndir létt um tjald:
löggan eltir bófa.
Ólafur G. Einarsson.
Ólafur á dýnum dúns
dvelur aldrei lengi.
Sér hann vel um Silfurtúns
sveitamálagengi.
Ólafur Tr. Einarson.
Ef að þú í aura von
útgerð vildir byrja,
Ólaf Tryggva Einarsson
um það skaltu spyrja.
Oliver Steinn.
Bóklaus maður blindur er,
bættri menning skæður.
Út því gefur Oliver
allra handa skræður.
Ragnar Biornsson.
Þar sem fyrr úr feitri kú
flæddi mjólk um krana
bólstrar Ragnar Björnsson nú
breiðu dívanana.
Ragnar Pétursson.
Kaupfélagið vinsælt víst,
varan sem það hefur (- gagnar).
Forstjóranum fatast sízt,
fátæklingum gefur (- Ragnar).
Sigurður Kristinsson.
Sigurður um ritvöll rann.
raunsær, orkufullur,
líka stundum leikur hann
langar ástarrullur.
Stefán Jónsson.
Stefán Jónsson fundið fæ,
fær á sviðum öllum.
Vélsmiðjuna ver hann æ
víxla- og skakkaföllum.
Stefán Júlíusson.
Rithöfund ég vísan veit,
vanan skrifum fínum.
Á Eyrarhrauni upp hann sleit
unglingsskónum sínum.
Stefán G. Sigurðsson.
Stefán upp á vöru vog
vippar mörgum stranga,
selur þykkar síður og
svera bjúgnalanga.
Sveinn Magnússon.
Sveini Magnússyni hjá
sé ég menn í önnum.
Kemur fé í kassann frá
klaufskum ökumönnum.
Sveinn Torfi Sveinsson.
Sveini Torfa sagt er frá.
Seðla hækkar bunkinn.
Æfðum höndum þegninn þá
þuldar hitadunkinn.
Sverrir Magnússon.
Einn við heilsu bezta bjó,
bæði nú og áður,
mun hann Sverrir mikið þó
meðulunurn háður.
Trausti Ó. Lárusson.
Fellur spónn í Trausta trog
tók við Dverg sá kappi.
Hér fást gluggar, hurðir og
hænsnakofapappi.
Valgarð Thoroddsen.
Valgarð ráð þér veitir hollt
- vina þróast fundir. -
Þekkir jafnstraurn, víxlstraum. volt.
wött og amperstundir.
Vigfús Friðriksson.
Vigfús aldrei virðist mér
vonzkast eða rausa.
Fína mynd þú færð af þér.
fílapensalausa.
Þórður B. Þórðarson.
Að láta' út benzín lon og don
líka þykir vandi.
Þórður Björgvin Þórðarson
þótti "sjarmerandi".
Þóroddur Hreinsson.
Þórodd Hreinsson finna fer.
Fjarðar kunnan lýði.
Vinsæll hann og auðsæll er
út af skápasmíði.
Þorkell Jóhannesson.
Svarta listin siðmennt jók,sat við lestur þjóðin.
Þorkell prentar þykka bók. -
Þar með enda ljóðin.