Vísur frá 1986-1987

Vísur rótarýfélaga 1986-197

 

Þann 21.01.87 bauð Níels Árnason Inner Wheel konum heim til sín. Á rótarýfundi daginn eftir kvað Sigurður H. Guðmunds­son:

Rótarýmönnum gerði grikk
gott er ekki að vakt'ann.
Því undan þeim í einum rykk
öllum saman stakk hann.

Þann 24.11.88 var fyrirlesari dagsins hjá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, kynfræðingur. Forseti, Sigurður H. Guðmundsson var þá forfallaður en á næsta fundi kvað hann:

Færist þögn um bekki og borð
í buxum hnyklast vöðvar.
Mælti af vörum ekki orð
öðlingurinn Böðvar.

Þann 05.01.89 flutti Bjarni Jónsson fyrirlestur um knerri og eftirbáta. Eftir fyrirlesturinn kvað forseti, Sigurður H. Guðmundsson, eftirfarandi:

Hvorki brestur þrek né þor
þaðan af síður hlátur.
Því er Böðvar vinur vor
varla eftirbátur.

Þann 12.01.89 kvað forseti, Sigurður H. Guðmundsson:

Böðvar sínu kvæði í kross
kristilega vendi.
Sendi álfakonu koss
og kreisti með vinstri hendi.

Á þorrafundi Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar þann 26.01.89 kvað forsetinn, Sigurður H. Guðmundsson:

Hljóð bið ég alla
heiðurskarla
rótarýbræður
og röska gesti.
Lýsi ég friði
á fundi þessum
og eindregni
með ýta sonum.

Helga ég full
í horni þessu
drekki þar af
drengir góðir.
ósleitilega
án undanbragða
en vesalmennska
skal víðs fjarri.

Hef ég svo horn
til heilla ykkur.
Getur þar hver
látið grön sýja.
Beri það ykkur
bestu kveðjur
og blessunaróskir
í byrjun þorra.

Þann 16.02.89 hélt Bragi Guðmundsson erindi í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar og fjallaði m. a. um slysatryggingar og dag­peninga. Kom hann m.a. inn á að menn gætu fengið gerfilim ef á þyrfti að halda. Rétt væri þó að geta þess að menn væru aðeins tryggðir í vinnu sinni og á leið í vinnu svo og heim. En ef menn t.d. væru búnir að hengja upp frakkann sinn og færu síðan aftur út og slösuðust, þá væru þeir ekki tryggðir. Bjarni Þórðarson spurði hvort þetta með gerfilim­inn gilti fyrir alla limi. Forseti klúbbsins, Sigurður H. Guðmundsson, svaraði fyrir hönd Braga með eftirfarandi vísum:

En sjáir þú eina og ætlar af list
eitthvað í fatnað' að laga,
tekur af hattinn og hengir fyrst
á hentugan fatasnaga,
en slasast því her var svo fótafim
þú færð ekki' úr tryggingum gerfilim.

Þann 6. apríl 1989 hélt Þorgeir Ibsen erindi og fjallaði um "Ljóðspor" og mengun henni samfara. Í tilefni erindisins orti Sigurður H. Guðmundsson:

Mengunina mangi stöðvar
mörg þó gefist tilefni
en allvel leysir ætíð Böðvar
öll sín heimaverkefni.

Í framhaldi kvað Stefán Júlíusson:

Í nýja kveri er mengun mörg
mikið er lagt á Þorgeir.
Kvæðin eru ýmist örg
eða full af gorgeir.


Hfj_haus_01