Fréttir af starfinu

Skiptinemi í Sviss lýsir ógleymanlegri reynslu sinni

"Í raun er það mér gjörsamlega óskiljanlegt að tíminn minn sé nú þegar rúmlega hálfnaður. Þó hef ég upplifað gríðarlega margt á þessum stutta tíma. Hver dagur hefur verið einstakur og það má vissulega með sanni segja að þessi tími í lífi mínu sé ógleymanlegur." Þetta segir Sindri Engilbertsson, skiptinemi Rótary í Sviss, í upphafi tölvupósts, sem hann sendi Hönnu Maríu Siggeirsdóttur, formanni æskulýðsnefndar umdæmisins og Bjarna Jónassyni, fráfarandi forseta Rkl. Görðum. Klúbburinn veitti umsókn Sindra stuðning þegar hann sótti um. 

Lesa meira

Ungmennaskipti á milli fjölskyldna

Tækifæri í boði

Æskulýðsnefndinni hafa borist tvær beiðnir um „fjölskyldu til fjölskyldu“ skipti. Það eru skipti milli tveggja fjölskyldna í sitt hvoru landinu, þar sem tveir unglingar af sama kyni og svipuðu reyki fá að vera saman í alla vega 6 vikur eða allt að 12 vikur á heimili hvors annars. Þá eru unglingarnir saman og eru helminginn af tímanum í öðru landinu og helminginn af tímanum í hinu landinu.

Á ekki einhver ykkar ungling sem barn eða barnabarn, sem vill taka þátt í svona skiptum?

Lesa meira

Umsóknarfrestur um skiptinemadvöl

Skila þarf umsóknum fyrir 1. desember

Nú er réttur tími til að undirbúa klúbbinn fyrir skiptinemadvöl næsta árs. Umsóknarfrestur er til 1. desember nk.

Lesa meira

Sumarbúðir 2010

Kominn er á vefinn tilboð um sumarbúðir sumarið 2010 sem ætlað er ungmennum 16-24 ára. Aðeins einn frá hverju landi getur tekið þátt í hverjum sumarbúðum og fyrstur kemur fyrstur fær. Sjá nánar hér.

Lesa meira

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning