Skyldur embættismanna

Skyldur embættismanna klúbbanna

Forseti skal:

 • Undirbúa skýrslu um áætlanir klúbbs á starfsárinu og hafa hana tilbúna þegar umdæmisstjóri heimsækir klúbbinn.
 • Sjá um að umdæmisgjöld séu greidd skv. reikningi sem forseti fær sendan frá umdæmisskrifstofu. Gjalddagar eru 1. júlí og 1. janúar.
 • Yfirfara og undirrita ásamt ritara hálfsársskýrslu (Semiannual Report) sem ritari fær senda frá Rótarý International.  Gjalddagar eru 1. júlí og 1. janúar.
 • THE CLUB PRESIDENT'S MANUAL

Ritari skal:

 • Skrá mætingu á fundum klúbbsins og aðstoða formenn nefnda við að skrá fundi og mætingu á þá í Félagakerfið á www.rotary.is.
 • Skrá breytingar sem verða á félagaskrá í félagakerfi umdæmisins og á Member Access á www.rotary.org.
 • Skrá fyrir 1. janúar upplýsingar um viðtakandi forseta og ritara í félagakerfi umdæmisins og á Memer Access á www.rotary.org.
 • Yfirfara og undirrita ásamt forseta hálfsársskýrslu (Semiannual Report) og koma henni til gjaldkera til greiðslu.  Greiðsla fer gegnum umdæmisskrifstofu. Ath. einnig má greiða með greiðslukorti á Mermber Access á rotart.org
 • THE CLUB SECRETARY'S MANUAL

Gjaldkeri skal:

 • Greiða skyldugjöld til umdæmisins og Rotary International.  Gjalddagar eru 1. júlí og 1. janúar.  Umdæmisgjöld eru greidd skv. reikningi sem sendur er til forseta, en gjöld Rotary International eru greidd samkvæmt Semiannual Report sem ritari fær og undirritar ásamt forseta.  Greiðslur til Rotary International fara að jafnaði í gegnum umdæmisskrifstofu. 
 • Greiða 1. október og 1. apríl 50% af hálfsársgjaldi til Rotary International fyrir þá sem gengið hafa í klúbbinn síðustu þrjá mánuði.  Ritari fær sérstök eyðublöð frá Zürich.
 • Greiða í Rótarýsjóðinn þau framlög sem klúbbur hefur ákveðið.
 • THE CLUB TREASURER'S MANUAL

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning