Handbók Íslensku rótrýklúbbanna 1993
HANDBÓK íslensku rótarýklúbbanna
Stefán Júlíusson tók saman
Íslenska rótarýumdæmið Reykjavík 1993
© Stefán Júlíusson Íslenska rótarýumboðið
EFNISYFIRLIT
Formáli ...................................................................................................................... 7
1. kafli: Rótarýhreyfingin, sögulegt ágrip ............................................................. 9
2. kafli: Rótarýhreyfingin á íslandi, stutt yfirlit ................................................... 19
3. kafli: Paul Harris, æviágrip ............................................................................. 23
4. kafli: Rótarýklúbbur að starfi ........................................................................... 27
5. kafli: Stofnskrá R.I. Þýðing í heild................................................................... 35
6. kafli: Lög R.I. Þýðing, stytt, skýringar ............................................................. 43
7. kafli: Fellt út - Sjá lög og reglur, Grundvallarlög rótarýklúbba.
8. kafli: Lög Rótarýssjóðs, þýðing, nokkuð stytt ............................................... 87
9. kafli: íslensk rótarýmál...................................................................................... 93
10. kafli: Atriðaskrá (lykilorð)............................................................................... 111
FORMÁLI
Fyrir um það bil fimm árum var farið að leggja hart að mér að taka saman nýja handbók fyrir íslensku rótarýklúbbana. Ég var tregur til að takast þetta á hendur en komst í raun ekki undan því og má því segja að ég hafi verið skikkaður til verksins. Voru það aðallega félagar mínir í umdæmis-ráði sem ýttu mér út í þetta og raunar einnig fulltrúar á umdæmisþingi.
Fyrir umdæmisþing sumarið 1991 hafði ég gengið frá drögum að verkinu og afhenti þá fráfarandi umdæmsstjóra, Eiríki H. Sigurðssyni, handritið til bráðabirgða. Þegar umdæmisráð kom saman eftir þingið þótti ráðlegt að bíða með að ganga frá handritinu þar til eftir þing lög-gjafarráðs R.I. í janúar 1992. Þótti rétt að sjá hvort ein-hverjar breytingar yrðu gerðar á lögum og reglum á þessu þingi. Ég var sjálfur fulltrúi á þinginu svo að hæg voru heimatökin varðandi breytingar.
Á haustdögum 1992 vann ég að því að ljúka verkinu. Um handritið gæti ég ritað langt mál en tel þó naumast þörf á því. Leiðarljós mitt að starfi var jafnan að reyna að setja fram skýrt og skorinort þær reglur, lög og starfshætti, sem gilda í rótarý og varpa ljósi á þann anda sem ríkir í hreyfingunni. Mitt er ekki að dæma hvernig til hefur tekist. Tíminn verður að leiða í ljós að hvað góðu gagni bókin kemur. Alltaf má líka bæta um betur þegar frá líður. Von mín er þó sú að bókin verði félögum til gagns eins og til var stofnað.
Eins og verkið ber með sér hef ég ýmist þýtt lög og laga-greinar beint, dregið saman ýmis ákvæði og skýrt í styttra máli frá sumum atriðum. Hef ég þá haft í huga hvað helst varðar íslensku klúbbana, stjórnir og almenna félaga, svo að sækja mætti til bókarinnar styrk í starfi. Ég taldi ráðlegt að bókin yrði ekki of stór enda er jafnan hægast að prjóna við efnið ef þurfa þykir. Suma kaflana hef ég samið og bera þeir það með sér enda heimilda þá getið.
Komi þetta verk mitt að því gagni sem ég vona get ég að lokum sætt mig við að hafa látið tilleiðast að taka það að mér.
Á jólaföstu 1992
Stefán Júlíusson
1. kafli
RÓTARÝHREYFINGIN
Upphaf og markmið
Rótarýhreyfingin er alþjóðafélagsskapur leiðandi manna sem sameinast um þá ósk að þjóna öðrum án tillits til trúarbragða, stjórnmála, kynþátta eða þjóðernis. Þá er viðurkennt að vilji til þjónustu sé frumskilyrði allra starfa sem séu vel af hendi leyst og hæfileikinn að setja sig í spor annarra manna, skilja sjónarmið þeirra og veita þeim aðstoð og ánægju. Rótarý leitast við að ná þessu markmiði með því að stuðla að skilningi og friði meðal allra manna og þjóða, efla frelsi og réttlæti í viðhorfum til mannlegs lífs en taka um leið fullt tillit til hins sérstaka í fjölbreytninni og fjölbreytninni í því sérstaka.x)
Stofnandi fyrsta rótarýklúbbsins var nær fertugur lögfræðingur í Chicagóborg í Bandaríkjunum, Paul Harris að nafni. Hann var oft spurður hvort hann hefði órað fyrir því þegar þeir fjórir félagarnir komu saman í skrifstofuher-bergi í Chicagó á köldu vetrarkvöldi, 27. febrúar 1905, að þessi fundur yrði upphaf voldugrar alheimshreyfingar.
Besta svar Paul Harris er ef til vill að finna í síðasta ávarpinu sem hann sendi á rótarýhátíö stuttu fyrir andlát sitt, 27. janúar 1947:
„Nei, nei, ég sá ekki fyrir mér víðfeðma alheimshreyf-ingu árið 1905. Þegar plantað er veikburða græðlingi að vori, erum við þá viðbúnir að sjá fyrir okkur voldugt tré? Þurfum við ekki að reikna með regni og stormi og brosmildi forsjónarinnar? Þegar fyrsti brumhnappurinn birtist -ja þá getum við fyrst farið að láta okkur dreyma um skjól trésins!"
Á fyrsta fundinum, sem Paul Harris boðaði til, mættu auk hans þrír menn: Silvester Schiele kolakaupmaður, Gustavus E. Loehr námaverkfræðingur og Hiram E. Shorey fatakaupmaður og klæðskeri. Sjálfur var Paul Harris lögfræðingur, svo að segja nýfluttur til stórborgarinnar og honum fannst hann vera helst til einangraður og vinafár.
Þessir fjórir fundarmenn voru af mismunandi bergi brotnir, af sænskum, þýskum, írskum og gyðingaættum komnir og trúarbrögð þeirra voru einnig ólík. Þeir voru því sannir fulltrúar þeirrar þjóðablöndu sem óx og dafnaði í Bandaríkjunum og raunar einnig þeirrar alheimshreyfingar sem spratt upp af þessu framtaki þeirra.
Fljótlega bættist fimmti félaginn við, Harry Ruggles prentari, og þá var fyrsti rótarýklúbburinn formlega stofnaður, Rótarýklúbbur Chicagóborgar. Nafnið er þannig til komið að þeir félagar komu sér saman um að halda fundi á skrifstofum sínum á víxl og breyta þannig til vikulega. (Rotate = snúast, skiptast á. Rotary = það sem snýst eða hverfist).
í lok ársins 1905 voru félagarnir orðnir þrjátíu talsins. Fyrsti forseti var Silvester Schiele. Paul Harris neitaði að vera í fyrstu stjórninni og varð ekki forseti fyrr en eftir tvö ár. Það var Ruggles, fyrsti gjaldkeri klúbbsins, sem innleiddi þá venju að syngja á klúbbfundum. Sú venja hefur síðan viðgengist í mörgum rótarýklúbbum.
Að sjálfsögðu reyndist ekki kleift þegar félögum fjölgaði að halda fundi á skrifstofum þeirra svo að fljótlega var farið að halda fundi vikulega á veitingahúsum og hótelum.
Vöxtur og viðgangur
Það var aldrei ætlun Paul Harris, stofnanda Rótarý-hreyfingarinnar, að klúbburinn sem hann stofnaði til árið 1905 í Chicagó yrði eingöngu vettvangur umræðna um viðskipta- og framkvæmdamál þótt frá öndverðu gilti sú regla að félagar væru fulltrúar úr hinum ýmsu starfsstéttum. Þetta áttu einnig að vera glaðværir samfundir, ánægja og vinarhlýja skyldu sitja í fyrirrúmi.
En meira skyldi að gert. Klúbburinn átti að sinna verkefni sem til bóta og framfara horfði í samfélaginu. Aðeins tveimur árum eftir stofnun fyrsta klúbbsins, eða árið 1907, setti hann á stofn snyrtiaðstöðu fyrir almenning við ráðhús borgarinnar.
Þrjú ár liðu þar til annar rótarýklúbburinn var stofnaður í San Francisco. Síðan fjölgaði klúbbunum og árið 1910 voru þeir orðnir 16 víðs vegar um Bandaríkin.
Árið 1910 var fyrsta rótarýþingið háð í Chicagó. Pá komu saman fulltrúar frá klúbbunum 16 og stofnað var Landssamband rótarýklúbba. Forseti var kosinn Paul Harris. Þá tók við starfi ritara Chesley L. Perry en hann var aðalritari eða framkvæmdastjóri hreyfingarinnar í 32 ár. Paul Harris kallaði hann skipuleggjanda rótarýs eða byggingarmeistara.
Á þessu fyrsta rótarýþingi var leitast við að finna ein-kunnarorð sem hæfðu þjónustuhugsjón hreyfingarinnar. Að lokum sættust menn á þessar tvær setningar: Sá þénar mest sem þjónar best og þjónusta ofar sjálfshyggju.
Fyrsta tilraun Paul Harris til að stofna rótarýklúbb utan Bandaríkjanna var gerð í Winnipeg í Kanada. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir var klúbbur stofnaður þar árið 1911. Síðan voru klúbbar stofnaðir í London og Dublin þetta sama ár. Þannig varð rótarý alþjóðahreyfing. Árið eftir, 1912, var nafni samtakanna breytt og nefndust þau nú Alþjóðasamband rótarýklúbba. Árið 1922 var þetta heiti svo stytt í Alþjóðarótarý eða Rotary International.
Rótarýmerkið
Rótarýmerkið var upprunalega venjulegt vagnhjól í rykmekki sem táknaði að það væri á hreyfingu. Seinna kom tannhjólið til sögunnar og árið 1929 var núverandi merki endanlega samþykkt, tannhjól með 24 tönnum, 6 pílárum og ásgati með kílspori til merkis um að það væri virkt. Sé það í litum skal það vera gullgult og heiðblátt.
Rótarýsjóðurinn
Rótarýsjóðurinn er án efa grundvöllur hins mikla og merka starfs sem Rótarýhreyfingin innir af höndum. Sjóðurinn er voldug stofnun sem veitir styrki til menningar- og mannúðarstarfs á mörgum sviðum.
Þó að sjóðurinn hafi eflst og vaxið að mestu leyti eftir heimsstyrjöldina síðari liggja rætur hans langt til baka. Stofnandi Rótarýhreyfingarinnar, Paul Harris, lét oftsinnis í ljós áhuga á að hreyfingin kæmi á fót sjóði til styrktar námsfólki vítt og breitt um heimsbyggðina. Það yrði hin ákjósanlegasta og nytsamasta alþjóðaþjónusta.
Forseti Rotary International 1916-17, Arch Klumph, sagði í ræðu á allsherjarþinginu í Atlanta í Bandaríkjunum sumarið 1917 að „rótarý ætti að taka við fjárgjöfum til að láta gott af sér leiða í heiminum, á sviði mennta, aðstoðar við þurfandi, og á öðrum þeim vettvangi sem til góðs mætti leiða í samfélaginu". Af þessari stefnumörkun hefur Arch Klumph verið nefndur „faðir Rótarýsjóðsins".
Það var þó ekki fyrr en rúmum áratugi seinna, eða á allsherjarþinginu í Minneapolis í Bandaríkjunum árið 1928, að formlega var samþykkt að breyta lögum hreyfingarinnar þannig að innan hennar skyldi starfa sjálfstæður sjóður með sérstakri fimm manna stjórn. Nú skipa stjórn Rótarýsjóðsins þrettán menn.
Nú er Rótarýsjóðurinn ein öflugasta námsstyrkjastofnun í heiminum. Þegar eftir andlát Paul Harris árið 1947 var skipulagt sérstakt námsstyrkjakerfi til minningar um hann en hann hafði alla tíð borið alþjóöaþjónustuna mjög fyrir brjósti. Byrjunin var að skólaárið 1947-48 var átján námsmönnum veittur styrkur til náms í sjö ólíkum löndum. Frá þessum tíma hefur Rótarýsjóðurinn einungis búið að framlögum sem hann fær beint frá rótarýfélögum og öðrum víðs vegar að úr veröldinni. Umtalsverðar tekjur koma frá útnefningu Paul Harrisfélaga en sú tilhögun gekk í gildi árið 1957. Paul Harrisfélagi verður sá sem klúbbur vill heiðra fyrir mikil og góð störf, annað tveggja félagi eða utan klúbbs maður og greiðir klúbburinn þá 1000 dollara í Rótarýsjóðinn eða þá að einstaklingur greiðir 1000 dollara af sjálfsdáðum og fær Paul Harrisviðurkenningu í stað-inn.
Um 1980 voru árlegar tekjur sjóðsins orðnar um 20 milljónir dollara.
Þá hafði verið veitt í námsstyrki meira en 128 milljónum dollara handa 30.000 manns, dugandi konum og körlum, sem gerðust „sendiherrar vináttu og velvildar" í meira en 130 löndum. Markmiö þessarar starfsemi er að „treysta vináttubönd og auka skilning milli fólks af ólíku þjóðerni". Á níunda áratugnum hefur starfsemin enn aukist að miklum mun.
Námsstyrkir eru veittir námsfólki af 6 námsstigum: kandidötum, stúdentum, tæknimönnum, sérkennurum, blaðamönnum og hjálparliðsmönnum í hungursneyðum. Auk þess styrkir sjóðurinn starfshópaskipti sem felst í því að styrkja hóp ungra framkvæmda- og embættismanna til kynnisferða til annarra landa. Þá veitir Rótarýsjóður svo-kallaða 3H styrki, starfsfólki sem vinnur að framtaki gegn hungri, fyrir heilbrigði og til heilla í þjóðlífi.
Þá ber að nefna mesta framtak Rótarýsjóðsins, svokallað Políóplús-átak. Það hófst sem sérstakt verkefni árið 1985. Takmarkið var að safna 120 milljónum dollara fyrir árslok 1988 til að standa straum af bólusetningu allra barna í þróunarlöndunum gegn lömunarveiki og öðrum smitsjúk-dómum og ljúka verkefninu fyrir 100 ára afmæli Rótarý-hreyfingarinnar árið 2005. Árangur er meiri en menn óraði fyrir.
Allsherjarþing
Allsherjarþing Rotary International er haldið árlega í apríl, maí eða júní. Ákvæði í lögum mælir svo fyrir að allsherjarþing skuli ekki haldið í sama ríki nema tvö ár í röð. Einungis geta stærstu borgir með miklum og góðum húsakosti og aðbúnaði hýst allsherjarþingið, eins og best sést á því að á þinginu í Mlinchen í Þýskalandi í byrjun júní 1987 voru hátt í 27.000 manns. Allsherjarþingið er hvort tveggja í senn árshátíð Rótarýhreyfingarinnar og aðalfundur. Umdæmisþing í hverju rótarýumdæmi eru því smækkuð mynd af allsherjarþinginu.
Allsherjarþingin eru opin öllum rótarýfélögum og mökum þeirra enda eru þau stórkostleg kynningar- og ákvarðanamót. Skemmtiatriði og ýmsir menningarviðburðir eru þar á dagskrá og þarf að vonum að endurtaka þýðingarmestu dagskrárliðina.
Allir klúbbar vítt og breitt um heimsbyggðina eiga rétt á að senda fulltrúa á allsherjarþing enda fer þar fram endanlegt kjör á nýjum stjórnarmönnum, forseta samtakanna að ári liðnu og verðandi umdæmisstjórum. í reynd verður þó lítill munur á fulltrúum og öðrum þátttakendum, þetta er hátíð, gleði- og kynningarmót félaga og maka úr fjölda klúbba í öllum heimsálfum.
Fyrsta allsherjarþing var haldið í Chicagó árið 1910. Það sóttu 60 fulltrúar. Fyrsta allsherjarþing í Evrópu var haldið í Edinborg í Skotlandi árið 1921. Þátttakendur voru 2.523. Svæðismót fyrir ýmis lönd og heimshluta eru einnig haldin árlega.
Aðalstjórn
Aðalstjórn Rotary International er skipuð 18 mönnum, þar á meðal forseta R.I. sem er formaður stjórnarinnar og verðandi forseta. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára samkvæmt sérstökum lagaákvæðum. Þeir eru ólaunaðir en ferðakostnaður greiddur.
Ritari aðalstjórnar er framkvæmdastjórinn og starfsliðið er hátt í 400 manns. Aðsetur aðalskrifstofunnar er í Evanston, Illinois, skammt frá Chicagó, en auk þess eru rótarý-skrifstofur í Brasilíu, Indlandi, Japan, Ástralíu, Ziirich í Sviss og London, en rótarý í Stóra-Bretlandi og írlandi er sérstök deild innan R.I.
Löggjafarráðið
Löggjafarráðið er sú stofnun R.I. sem vald hefur til að breyta lögum samtakanna og setja ný lagaákvæði. Það var sett á laggirnar árið 1934 sem ráðgefandi stofnun sem vísaði tillögum sínum til allsherjarþings. En árið 1970 var það gert að sjálfstæðri löggjafarstofnun sem hefur úrslitavald um lagasetningar fyrir samtökin. Það kemur saman þriðja hvert ár og tekur til meðferðar tillögur til lagabreytinga hvaðanæva að og leggur fram eigin frumvörp.
Löggjafarráðið skipa á fimmta hundrað manns og eru í því fulltrúar frá öllum umdæmum samtakanna, auk stjórnar og starfsmanna.
Tímarit rótarýs
Tímarit Rótarýhreyfingarinnar, The Rotarian, hóf göngu sína árið 1911. Þetta er mánaðarrit sem rótarýfélögum er skylt að kaupa nema umdæmi þeirra kjósi að kaupa annað viðurkennt rótarýrit. The Rotarian kemur út á spænsku annan hvern mánuð, Revista Rotaria. Rótarýtímarit eru einnig gefin út víða annars staðar í heiminum á mál-um sem töluð eru eða skilin í þeim löndum eða heimsálfum. Norðurlöndin gefa í sameiningu út Rotary Norden og er íslenskum rótarýfélögum skylt að kaupa það rit.
Æskulýðsstarf
Það hefur frá upphafi verið í verkahring rótarýs að verða æskulýð til halds og trausts. Samtökin efla kynni með nemendaskiptum milli landa, bæði skiptum í mánuð að sumri til og skiptum heilt skólaár. Venjulegast fara þessi nemendaskipti fram á vegum rótarýumdæma þótt einstakir klúbbar sjái um nemana og komi þeim fyrir á heimilum. Skiptinemar eru yfirleitt á aldrinum 16-18 ára. Fjölmargir skiptinemar á vegum rótarýs dvelja árlega í mörgum löndum um víða veröld.
Æskulýðsklúbbar
Í mörgum löndum hafa rótarýklúbbar eða klúbbfélagar gengist fyrir stofnun æskulýðsklúbba. Þeir skiptast í tvennt, unglingaklúbba (Interact) og ungmennaklúbba (Rotaract). Félagar í unglingaklúbbi eru nemendur á aldrinum 14-18 ára. Félagar í ungmennaklúbbi eru á aldrinum 18-28 ára. Tilgangurinn með stofnun og starfi þessara æskulýðsklúbba er að gera ungu fólki grein fyrir siðgæðishugsjónum rótarýs: betri kynnum manna og þjóða í milli, þjónustuþeli í viðskiptum, friðarvilja og réttlætiskennd. Enn hafa slíkir klúbbar ekki verið stofnaðir hér á landi.
Samfélagsþjónusta
Allt frá fyrstu árum rótarýs, þegar Rótarýklúbbur Chicagóborgar setti upp snyrtiaðstöðuna fyrir almenning við ráðhúsið, hefur samfélagsþjónusta af ýmsu tæi verið snar þáttur í störfum og athafnasemi rótarýklúbba. Þessi samfélagsþjónusta er af margþættum toga spunnin og má þar nefna aðstoð við heilbrigða athafnasemi æskulýðs og ánægjulegra líf aldraðra, átak í heilbrigðis-, hreinlætis- og húsnæðismálum í þróunarlöndum og margháttuð viðfangsefni sem til heilla, menningar og ánægju horfa í samfélagi klúbbanna. Aukin og betri kynni milli einstaklinga, byggðarlaga og þjóða hafa ávallt verið aðal rótarýs, hollvænleg kynni sem stuðluðu að friðarvilja, vinsemd og skilningi á vandamálum samfélags og þjóða.
Í skiptum við samborgarana, hvort sem er í viðskiptum eða mannlegri umgengni almennt, er fjórprófið svokallaða eins konar einkunn rótarýfélagans. Fjórprófið var fyrst sett fram af rótarýfélaganum Herbert J. Taylor í Chicagó árið 1933. R.I. tók það síðan upp sem einkunnarorð í starfsþjónustu. Það hljóðar þannig:
1. Er það satt og rétt?
2. Er það drengilegt?
3. Eykur það velvild og vinarhug?
4.Er það öllum til góðs?
Félagatalan
Í júlí 1992 voru 25.715 klúbbar í Rotary International, í 184 löndum, alls 1.138,918 félagar.
Heimildir:
Rotary Basic Library, einkum Focus on Rotary, Handbók íslensku rótarýklúbbanna 1967 o.fl.
2. kafli
RÓTARÝHREYFINGIN Á ÍSLANDI
Klúbbar
Fyrsti rótarýklúbburinn hér á landi var stofnaður í Reykjavík 13. september árið 1934. Það voru rótarýfélagar í Kaupmannahöfn sem beittu sér fyrir stofnun klúbbsins og komu hingað til lands til skrafs og ráðagerða við líklega forustumenn, einkum þá Ludvig Storr ræðismann og stórkaupmann og Knud Zimsen fyrrverandi borgarstjóra. Hann varð fyrsti forseti hins nýstofnaða klúbbs. Stofnend-ur voru 23.
Á næstu árum beittu rótarýfélagar í Reykjavíkurklúbbnum sér fyrir stofnun klúbba á ísafirði og Siglufirði 1937, á Akureyri 1939, á Húsavík 1940 og í Keflavík 1945. Forseti og aðrir stjórnarmenn klúbbsins voru þar mest að verki og tóku sér ferð á hendur til að vinna að stofnun klúbbanna. Rótarýklúbbarnir hér á landi voru í fyrstu í danska rótarýumdæminu sem þá var aðeins eitt. En þegar sambandið rofnaði við Danmörku á árunum 1939-40 tóku íslensku klúbbarnir upp beint samband við aðalskrifstofuna vestan hafs.
Eftir lýðveldisstofnunina þótti eðlilegt að íslensku klúbbarnir mynduðu sjálfstætt rótarýumdæmi og var það auðsótt mál af hálfu danska umdæmisins og aðalskrifstofu rótarýs í Chicagó. Umdæmið var formlega stofnað 1. júlí 1946. Þá voru klúbbarnir 6.
Á næstu 10 árum voru 8 rótarýklúbbar stofnaðir: í Hafnarfirði 1946, á Akranesi 1947, á Sauðárkróki og Selfossi 1948, í Borgarnesi 1952, í Ólafsfirði og Vestmannaeyjum 1955 og í Stykkishólmi 1956.
Á sjöunda áratugnum voru 7 rótarýklúbbar stofnaðir á landinu, í Kópavogi 1961, í Reykjavík-Austurbæ 1963, í Neskaupstað, á Héraði og í Garðahreppi 1965, í Rangárþingi 1966 og í Ólafsvík 1968.
Á áttunda áratugnum var aðeins 1 klúbbur stofnaður, á Seltjarnarnesi 1971.
Á níunda áratugnum var stofnaður klúbbur í Mosfellssveit 1981 og 2 í Reykjavík, í Breiðholti 1983 og í Árbæ og Grafarvogi 1989.
Yngsti rótarýklúbburinn á landinu er Rótarýklúbbur Eyjafjarðar sem stofnaður var á Akureyri 12. febrúar 1991.
Á íslandi hafa þannig alls verið stofnaðir og starfandi 26 rótarýklúbbar allt í kringum land. Einn þessara klúbba, Siglufjarðarklúbburinn, hefur hætt störfum og var afskráður árið 1989. Rótarýfélagar hér á landi voru alls um 1000 í árslok 1992.
Umdæmið
Eins og fyrr segir var íslenska rótarýumdæmið stofnað á árinu 1946. Fyrsti umdæmisstjóri var dr. Helgi Tómasson og annar í röðinni sr. Óskar J. Þorláksson. Þeir voru báðir mjög ötulir og áhugasamir rótarýforkólfar. Þeir gegndu hvor um sig stöðunni í tvö ár. En síðan 1950 hefur verið skipt um umdæmisstjóra árlega eins og ráð er fyrir gert. Reynt hefur verið að fá alla klúbba til að leggja til um-dæmisstjóra og hefur það tekist að mestu leyti. Sumir klúbbar hafa þó átt auðveldara með að tilnefna umdæmisstjóraefni en aðrir. Á þeim 46 árum sem liðin eru frá stofnun íslenska rótarýumdæmisins hafa því 44 umdæmisstjórar verið þar við stýri. Umdæmisstjóri sér um umdæmisþing í lok starfsárs síns. Umdæmisþing hafa verið haldin víða um land en þó aldrei á Vestfjörðum. Umdæmið er nr. 1360.
Umdæmisráð
Umdæmisstjóri hefur sér við hlið umdæmisráð sem er honum til ráðuneytis við ákvarðanatöku og framkvæmd mála. Ráðið skipa: starfandi umdæmisstjóri, sem er formaður ráðsins, fyrrverandi umdæmisstjóri, tveir verðandi umdæmisstjórar og tveir eða þrír fyrrverandi umdæmisstjórar.
Skrifstofa umdæmisins
Lengi var um það rætt í rótarýklúbbunum að æskilegt væri og raunar nauðsyn að hreyfingin hér á landi ætti sér fast aðsetur, þ.e. skrifstofu með starfsmanni þótt ekki væri nema hluta úr degi. Þar mætti koma fyrir skjala- og munasafni umdæmisins og hafa á hraðbergi rótarýgögn, ýmis upplýsingarit og bækur. Þetta komst þó ekki í framkvæmd fyrr en árið 1966/67 en þá var keypt lítið húsnæði á Baróns-stíg 43 í Reykjavík. Árið 1982 var keypt íbúð á Skólavörðustíg 21 og þar var skrifstofan til ársloka 1991. Um hálfs árs skeið var skrifstofan í Hafnarfirði, í leiguhúsnæði rótarýklúbbsins þar. En 17. júlí 1992 flutti skrifstofan í nýtt skrifstofuhúsnæði að Suðurlandsbraut 54 sem keypt var í stað húsnæðisins á Skólavörðustíg. Rótarýumdæmið á 85% í nýja húsnæðinu en Rótarýklúbbur Reykjavíkur 15%. Svo var einnig í húsnæðinu áður. Skrifstofan er opin 2-3 klukkutíma á dag, skrifstofustjóri er í hálfu starfi og annast tengsl við klúbba, skil við R.I. og fyrirgreiðslu fyrir rótarýfélaga og aðra sem erindi eiga við hreyfinguna.
Helstu heimildir:
Handbók ísl. rótarýklúbbanna 1967 og Rótarýhreyfingin á íslandi 50 ára, Reykjavík 1984. Vísast til síðarnefnda ritsins um sögu ein-stakra klúbba og ýmis atriði varðandi starfsemi rótarýs hér á landi.
3. kafli
PAUL HARRIS
Stofnandi Rótarýhreyfingarinnar
Paul Harris fæddist í Racine í Wisconsin, lítilli borg á bökkum Michiganvatns, árið 1868. Atvikin höguðu því svo að hann fluttist þriggja ára að aldri í lítið sveitaþorp í Vermont sem er eitt af Nýja Englandsríkjunum á austurströnd Bandaríkjanna. Þar ólst hann að mestu leyti upp, hjá föðurafa sínum og ömmu, og hafði alla ævi sterkar taugar til fjalla og dala hins fagra Vermontríkis. Ástæður fyrir því að drengurinn fór í fóstur til afa og ömmu voru einfaldlega þær að föður hans mistókst atvinnurekstur sinn og hann hafði ekki tök á að sjá fjölskyldu sinni farborða.
Paul litla var ekki í kot vísað hjá fósturforeldrum sínum og mat hann afa sinn og ömmu mikils, ekki síst afann sem var kjarnakarl, stefnufastur og ráðdeildarsamur og mátti ekki vamm sitt vita. Hann rak sveitaverslun og nokkurn búskap í litla þorpinu Wallingford og vegnaði vel. Eyðslusemi var ekki fyrir að fara og lærði Paul ungur að meta verðmæti nýtra hluta og fara spart með allt sem notað var til daglegs brúks. Hins vegar var hann frjáls sinna ferða um fjölbreytilegt umhverfi, fjöll, vötn og dali, og varð snemma mikill unnandi útilífs, tápmikill til leikja og ævintýra, uppátektarsamur og til í strákapör í hófi, lék sér með félögum sínum frjáls og kátur og kunni vel að koma af stað kímilegum atvikum. En á bak við var þó alltaf reglusamur afi og siðavönd amma sem aldrei þoldu neitt misjafnt eða ósæmilegt.
Það lá alltaf í loftinu að fósturforeldrar Pauls kostuðu hann til þess náms sem hann kysi. Þótt hann stundaði námið í barnaskóla og framhaldsskóla í þorpinu eins og vera bar var hann langt frá því að vera bókabéus eða lærdómshestur; hann kaus frekar útistörf, ferðalög og frjálsræði. En eftir að hafa lokið prófum í heimabænum stundaði hann nám í Vermontháskóla og tvítugur að aldri innritaðist hann í Princeton. Pá urðu þáttaskil í lífi hans, afi hans dó það ár, 1888. Paul saknaði hans mjög og raunar alla ævi. Í erfðaskrá hafði gamli maðurinn gert ráð fyrir að amman kostaði hann áfram til náms. Hann kaus þó að brjóta í blað, hætti námi í Princeton og fluttist vestur til Iowaríkis. Hann fékk lærlingsstarf á lögfræðiskrifstofu um skeið en settist síðan í lögfræðideild Iowaháskóla í Iowaborg. Þaðan lauk hann lögfræðiprófi árið 1891, tuttugu og þriggja ára að aldri.
Paul Harris var ekki tilbúinn að starfa sem lögfræðingur þótt hann hefði lokið prófi. Hann lagðist í ferðalög næstu fimm árin, vítt og breitt um Bandaríkin og víðar um Ameríku og önnur lönd, vann fyrir sér við ýmis störf og naut reynslu og ævintýra frjálsræðisins. í Florida kynntist hann iðjuhöldi, George Clark að nafni, sem hann vann fyrir annað slagið þegar á milli ferða var. Þeir urðu vinir ævilangt. George Clark bauð honum góða stöðu við fyrirtæki sitt en þá hafði Paul ákveðið að setjast að í Chicagó og stunda þar lögfræðistörf. Clark taldi að hann hefði meira upp úr sér að gerast fulltrúi sinn en sem starfandi lögfræðingur, alls ókunnur í stórborginni. Þá svaraði Paul Harris: „Ég veit að þú hefur rétt fyrir þér en ég fer ekki til Chicagó til að græða peninga heldur til að lifa lífinu". Þetta var árið 1896 og hann var tuttugu og átta ára gamall.
Fyrstu árin í Chicagó urðu Paul Harris enginn uppgripatími. Hart var í ári, hann ókunnur og vinafár, sveitadrengurinn frá Vermont sem alltaf var haldinn heimþrá til átthaganna. En hann þraukaði og festi sig í sessi, oft einmana og lítt mannblendinn, einhleypur og út af fyrir sig. En honum var seigla og stefnufesta í blóð borin og þegar honum hugkvæmdist að stofna fyrsta rótarýklúbbinn árið 1905 má segja að tímamót hafi orðið í lífi hans. Hann varð forvígismaður og hugsuður.
Paul Harris kvæntist árið 1910 Jean Thomson, skoskri stúlku sem hann kynntist í gönguferð útivistarfólks í úthverfi Chicagó. Tveimur árum síðar eignuðust þau hús í úthverfi borgarinnar og nefndu það Fagrabakka eftir strætinu í Edinborg þar sem Jean hafði slitið barnsskónum (Comely Bank).
Paul Harris segir á einum stað í ævisögu sinni: „Þar sem okkur Jean varð ekki barna auðið höfum við tekið Rótarýhreyfinguna í fóstur". Brátt varð mjög gestkvæmt hjá þeim á Fagrabakka, rótarýfélagar og nefndir sóttu þau heim víðs vegar að úr heiminum. Eins var þeim boðið að heimsækja rótarýklúbba hvarvetna í veröldinni og var þeim þá tekið með kostum og kynjum. Það var siður hans á þessum ferð-um að gróðursetja tré í hjarta borganna sem þau gistu. Þessir græðlingar voru tákn friðar, góðvildar og vináttu með einstaklingum, samfélögum og þjóðum. Þeir standa nú í fjölda borga í öllum heimsálfum til minningar um mann sem vildi auka frið og eindrægni í veröldinni.
Síðustu æviárin var Paul Harris eins konar heiðursforseti R.I. með skrifstofu í Chicagó á vegum samtakanna. Hann var fyrrverandi forseti með heiðursréttindum (President Emeritus). Hann andaðist árið 1947 nær áttræður að aldri.
Heimildir:
Paul Harris: My Road to Rotary - og fl. rótarýrit.
4. kafli
RÓTARÝKLÚBBUR AÐ STARFI
Rótarýhreyfingin leggur félögum sínum allmiklar skyldur á herðar en um leið njóta þeir ánægju og lífsfyllingar í félagsskapnum. Vikulegir fundir allt árið um kring eru sumum þyrnir í augum fyrst í stað en þegar frá líður verða þeir viðkunnanlegur dagamunur í venjubundnu lífi, uppspretta nýrra ánægjulegra kynna og vinsamlegra samskipta. Og hér er komið að kjarna málsins: Ánægjuleg kynni og vinsamleg samskipti eru eitt höfuðmarkmiðið í starfsemi rótarýs, glaðvær, hlýleg og hollvænleg kynni. Þessi kynni skulu ekki einungis rækt meðal einstaklinga í klúbbnum; þau skulu engu síður rækt milli klúbba, samfé-laga, þjóða, heimshluta. Rótarýhreyfingin á sér engin takmörk eða landamæri. Með auknum kynnum verður skilningur meiri, vinarþel vex af betri skilningi, og aukin kynni, betri skilningur, trúverðugra vinarþel efla vonir um þann alheimsfrið sem mannkynið þráir. Rótarýhreyfingin hefur allar stundir lagt mikla áherslu á það stefnumið sitt að stuðla að alheimsfriði. Þessum tilgangi hyggst hún ná með auknum og betri kynnum, skilningi og vinarþeli. Og klúbbfundirnir eru kjarninn í þessu þýðingarmikla verkefni. Þar fæðast hugmyndir, heit eru unnin, fyrirætlanir fá hljómgrunn.
Rótarýfundir
Mikilvægt er fyrir starfið og félagsandann að fundirnir séu glaðværir og hressilegir. Þó að gert sé ráð fyrir að á fundunum séu flutt erindi um margvísleg efni, oft fræðandi og umhugsunarverð, er samt æskilegt að léttur blær hvíli yfir samskiptum manna og viðræðum. Þeir eru komnir til að gleðjast með góðum félögum og taka á málefnum með opnum huga og jákvæðum viðbrögðum.
Víða er sú venja á rótarýfundum að félagar taki lagið saman. Ýmist er þá sungið í upphafi fundar, um miðbik hans eða í lokin. Víða um heim er þetta fastur liður á fundum og í sumum klúbbum hér á landi tíðkast þessi venja. Söngurinn lyftir jafnan og hressir og hossar mönnum saman. Sums staðar er sérstakur félagi skipaður söngstjóri og hefur það reynst mæta vel. Hann velur lag og leiðir sönginn og er tilbúinn þegar forseti kallar hann til starfa.
Að sjálfsögðu er það að miklu leyti undir forseta komið hvaða andblær ríkir á fundunum. Það er mikils virði að forseti sé léttur í máli, hafi gjarnan á takteinum einhver gamanmál. Þótt þetta kosti nokkurn undirbúning skilar það ánægjulegra andrúmslofti og heimilislegri blæ.
Forsvarsmenn rótarýklúbba reyna jafnan að vanda til erindaflutnings á fundum. Það liggur í hlutarins eðli þar sem félagar eru fulltrúar starfsgreina og markmiðið er að kynnast og fræðast um sem flest viðfangsefni í samfélagi og þjóðlífi. Æskilegt er að erindi séu ekki lengri en svo að tími gefist til fyrirspurna og svara. Það eykur á áhuga manna, skilning og tileinkun. Aðalnefndum klúbbsins er venjulega falið það hlutverk að sjá um fundarefni og þeim þá ætlað að útvega fyrirlesara á vissa fundi starfsársins. Ekki má gleymast að nýir félagar haldi erindi um sína starfsgrein; það er beinlínis höfuðatriði í rótarý. Oft er bæði gagnlegt og skemmtilegt að félagar ræði um starfsgrein sína öðru sinni eða oftar, svo örar sem breytingar eru í starfsháttum og stöðug þróun á mörgum sviðum. Starfs-greinaerindi eru löngum hið besta og fróðlegasta fundarefni.
Það kemur oftast í hlut stallara að taka á móti gestum á fundum. Sums staðar er þetta einnig í verkahring ritara. Æskilegt er og skemmtilegt að forseti komi snemma til fundar, fagni gestum og bjóði þá velkomna. Hann hefur þá sett á sig forsetakeðjuna og heilsar gestum í nafni klúbbsins. Það er ekki síður mikils vert að taka vel á móti rótarýfélögum úr öðrum klúbbum; rótarýfélagi á heima í hvaða klúbbi sem er.
Fjórar þjónustuleiðir
Snemma varð þjónusta í verki inntakið í marki og miði rótarýs, þjónustuhugarfar og tillitssemi við náungann í orðum og gjörðum. Fjórprófið varð eins konar innsigli þessara stefnumiða í störfum, bæði hjá einstökum félögum og hreyfingunni í heild. Af þessum sökum hefur sú stefnumörkun verið sett fram að markmið rótarýs sé að örva og glæða þjónustu á fjórum þjónustusviðum. Þessi svið eru: klúbbþjónusta, starfsþjónusta, þjóðmálaþjónusta og alþjóðaþjónusta. Samkvæmt þessu eru aðalnefndir hvers rótarýklúbbs fjórar, þ.e.: klúbbnefnd, starfsþjónustunefnd, þjóðmálanefnd og alþjódamálanefnd. Ýmsar fleiri nefndir eru kosnar og skipaðar til vissra starfa í klúbbnum og eru sumar þeirra undirnefndir þessara fjögurra. Gert er ráð fyrir að forseti skipi mann úr stjórninni formann hverrar þessara fjögurra nefnda.
Klúbbþjónusta
Klúbbþjónusta er framlag félaga til að halda uppi lifandi starfi innan klúbbsins með því að sækja reglulega fundi, blanda geði við félaga og gesti á fundum, leggja til fundarefni, starfa í nefndum og stjórn og greiða reglulega tilskilin gjöld. Klúbbnefnd hefur náið samstarf við stjórn og hjálpar til við fjölgun félaga og stofnun nýrra klúbba. Tvær þýðingarmiklar nefndir, félaganefnd og starfsgreinanefnd, eru eins konar undirnefndir klúbbnefndar. Báðar hafa þær það hlutverk að meta val á nýjum félögum; starfsgreinanefndin sér um að starfsgreinaskrá klúbbsvæðis sé jafnan í réttu horfi og verðandi félagi sé fullgildur fulltrúi fyrir sína starfsgrein, og félaganefnd kynnir sér og metur verðleika hins nýja félaga. Að lokinni athugun leggja báðar nefndirnar álit sitt fyrir stjórnina.
Hlutverk klúbbnefndar er að vinna með stjórninni að samskiptum við aðra klúbba, undirbúa ferðalög á vegum klúbbsins og efla samvinnu við Inner Wheel, ef sá félagsskapur starfar á svæðinu. Klúbbnefnd undirbýr með stjórninni klúbbráðstefnu eða svokallað klúbbþing þar sem innri mál klúbbsins eru rædd og rakin af áhugamönnum, stjórn, formönnum nefnda o.fl. Eftirlit með fundarsókn félaga er málefni klúbbnefndar og getur hún hvort sem er skipað sérstaka nefnd til að fylgjast með fundarsókn eða ákveðinn eftirlitsmann. Ekki má klúbbnefnd láta undir höfuð leggjast að fylgjast með framlagi félaga til skemmtisamkoma, árshátíða og tyllidaga í sögu klúbbs og hreyfingar. Þar er hollastur heimafenginn baggi.
Þannig er hlutverk klúbbnefndar að efla starfsemi klúbbsins inn á við, og út á við að vissu marki, virkja félaga til átaka og hlúa að og leggja lið hressilegum og heilbrigðum félagsanda. í hennar hlut kemur einnig að sjá til þess að rótarýfræðsla, kynning á skipulagi, starfsemi og stefnumiðum rótarýs, sé jafnan rækt sem skyldi. Oft er einnig skipuð til þess sérstök nefnd, rótarýfræðslunefnd.
Starfsþjónusta
Rótarýfélagar eru fulltrúar starfsgreina og til þess er ætlast að þeir ræki þjónustuhugarfar í öllum störfum sínum og iðki þjónustulund með samborgurum sínum sem ekki eru rótarýfélagar. Starfsþjónustunefnd hefur það hlutverk með höndum að gæta þess að félagar greini frá störfum sín-um og viðfangsefnum og miðli hver öðrum þekkingu um starfssvið sitt og iðju. Þessi fræðsla verður enn markvissari ef forráðamenn fyrirtækja bjóða félögum að skoða og sjá athafnasemi, tæki og framleiðslu í verksmiðjum sínum eða stofnunum. Þetta tíðkast víða í rótarýklúbbum og er bæði vinsælt og haldkvæmt.
Starfsþjónustunefnd getur vel farið út fyrir klúbbinn í kynningu sinni á atvinnuháttum í byggðarlaginu. Hún getur stuðlað að því að rótarýfélagar flytji erindi í öðrum klúbbum og félögum um starfsgrein sína, og þá ekki hvað síst í skólum. Það er heillaríkt starf að kynna nemendum hin ýmsu störf í samfélaginu og engum er það hentara en þeim sem stýra fyrirtækjum og þekkja allar hliðar starfseminnar til hlítar. Slík kynning getur orðið þáttur í starfsvali nemenda. Þannig er starfsfræðsla þáttur í starfsþjónustu því að rótarýfélagar hafa góð tök á að miðla ungu fólki af reynslu í starfsgrein sinni og lýsa tækifærum sem bjóðast kunna.
Þjónusta í störfum er aðal sanns rótarýfélaga.
Þjóðmálaþjónusta
Þjóðmálaþjónusta merkir í raun það sem rótarýfélagi leggur af mörkum fyrir samfélagið annað hvort sem einstaklingur eða í samvinnu við aðra. Vel mætti því kalla þennan þátt samfélagsþjónustu. Þjóðmálanefnd hefur í raun með höndum þann þátt rótarýstarfs sem snýr að samfélaginu, einstaklingum og heild. Ýmsar undirnefndir má kjósa á vegum eða á vettvangi þjóðmálanefndar og ber þar fyrst að nefna æskulýðsnefnd. Rótarýhreyfingin hefur alla tíð gert sér far um að vinna heilt að málefnum æskufólks, annað tveggja á eigin vegum eða í samvinnu við aðra. Má þar nefna námsstyrki og skipti á nemum, ráðgjöf um tómstundaiðju, starfsval og holl viðfangsefni.
Sama má raunar segja um þjónustu og aðstoð við aldraða. Á margan hátt hafa rótarýklúbbar sinnt gömlu fólki, boðið á samkomur, efnt til ferðalaga og rétt þurfandi fólki hjálparhönd í einstökum tilfellum. Þess eru einnig mörg dæmi að rótarýklúbbar veiti sjúkum eða vanheilum einstaklingum aðstoði þótt þeir standi ekki fyrir almennum fjársöfnunum í því skyni.
Með því er eindregið mælt að rótarýklúbbur hafi árlega með höndum verkefni sem til heilla og menningarauka horfir fyrir samfélagið. Á þann hátt sannar hann þann tilgang rótarýs að þjóna samfélaginu og efla aðra til góðra verka.
Íslenskir klúbbar hafa á margan hátt rækt samfélagsþjónustu á menningar- og mannræktarsviði. Þeir hafa safnað örnefnum og merkt sögulega staði, veitt duglegum nemendum viðurkenningu, sett upp útsýnisskífur á góðum sjónarhólum, gefið út leiðsögurit um byggðarlög, beitt sér fyrir samvinnu félaga í sveitarfélögum um varðveislu og endurgerð gamalla húsa og ýmissa minja og haft forgöngu um samtök til átaks í húsnæðis- og heimilismálum aldraðra. Flestir klúbbar vinna að skógrækt og leggja landgræðslu lið á ýmsan hátt. Verkefni eru sífellt fyrir hendi og það styrkir hvern rótarýklúbb að takast á við verðugt viðfangsefni.
Vafalaust má gera ráð fyrir því að liðsinni við umhverfisvernd verði ríkur þáttur í samfélagsþjónustu rótarýklúbba á komandi árum.
Alþjóðaþjónusta
Rótarýhreyfingin er alþjóðafélagsskapur og því er alþjóðaþjónustan mikilsverður þáttur í starfsemi klúbbanna. Alþjóðamálanefnd hefur með höndum þetta verkefni og er stjórn klúbbsins til styrktar og aðstoðar í samskiptum við erlenda rótarýfélaga, klúbba í öðrum löndum og aðalstjórn R.I. Nefndin gerir sér far um að taka vel á móti erlendum gestum sem koma á fundi, greiða götu þeirra ef með þarf og vera þeim innan handar um skipulag ferða hérlendis. Vel hefur gefist að félagi úr sömu starfsgrein og erlendi rótarýgesturinn sé fenginn til að liðsinna honum.
Alþjóðaþjónusta fer fram með bréfaskiptum við erlenda rótarýfélaga, skiptum á upplýsingum um land og þjóð, bæklingum og myndasnældum. Tíðkast hefur að rótarýklúbbar í tveimur eða fleiri ólíkum þjóðlöndum séu vinaklúbbar. Þeir skiptast á kveðjum reglulega, jafnvel fundardagskrám, og frásögnum af starfi og athöfnum. Þessi góðu kynni eru ákjósanleg í starfsemi rótarýklúbba og hin besta alþjóðaþjónusta.
Áður hefur verið nefnt að æskulýðsnefnd klúbbsins starfar í nánum tengslum við klúbbnefnd. En hún starfar engu síður í samvinnu við alþjóðamálanefnd. Nemendaskipti milli landa, sem er gildur þáttur í starfsemi rótarýklúbba, kemur að sjálfsögðu mjög til kasta alþjóðamálanefndar; hún er þar til aðstoðar hvenær sem nauðsyn krefur. Sama máli gegnir þegar starfshópaskipti milli landa eru á döfinni. Alþjóðamálanefnd er þá sérstakri móttökunefnd til aðstoðar við að koma þátttakendum fyrir á heimilum rótarýfélaga og semja dagskrá og ferðaáætlun fyrir erlendu gestina. Þetta er mjög mikilsverð þjónusta í rótarý.
Einn þýðingarmesti þáttur í starfi alþjóðamálanefndar er að vinna með klúbbstjórn að eflingu Rótarýsjóðsins, Rot-ary Foundation. Sjóðurinn er sá grunnur sem alþjóðastarf hreyfingarinnar, og einstakra klúbba, hvílir á. Tekjur hans eru einkum og aðallega framlag hvers og eins rótarýfélaga og það er beinlínis hlutverk alþjóðamálanefndar að gera klúbbfélögum grein fyrir þýðingu hans og hvetja þá til að leggja honum lið.
Þannig er hlutverk alþjóðaþjónustunnar margþætt og mikilsvert eins og vænta má þegar haft er í huga að hún er þáttur í alþjóðlegu starfi.
Margs konar starfsemi
Hér hefur verið rakið í stuttu máli hvað starfsemi rótarýklúbbs getur verið margþætt og hvað félagar þurfa að leggja af mörkum til að gera tilveru klúbbsins ánægjulega og gildandi. Hitt er svo engu síður rétt að þótt rótarýklúbbar beri svipmót hver af öðrum, þar sem þeir starfa samkvæmt sömu lögum og reglum í heildardráttum, er það hverjum klúbbi heillavænlegt og haldkvæmt að finna sér sinn eiginn farveg, heyja sér eigið andrúmsloft, siði og venjur. Þannig verður félagsskapurinn heimaklúbbur þeirra sem stofnuðu til hans.
En aldrei skyldu menn missa sjónar á því að rótarý er stofnað og starfrækt til að auka kynni og efla þann anda sátta og vinarþels sem leiðir til mannbóta. Innsti kjarni stefnumiða rótarýhreyfingarinnar felst í hinum gömlu sannindum Hávamála:
Til góðs vinar
liggja gagnvegir
þótt hann sé firr farinn.
(Skírskotun til Rotary Basic Library).
5. kafli
STOFNSKRÁ ROTARY INTERNATIONAL
1. grein
Skýringar
Merking eftirtalinna orða í stofnskrá og lögum Rotary International er sem hér segir nema annað sé tekið fram:
1. Aðalstjórn: stjórn Rotary International.
2. Klúbbur: rótarýklúbbur.
3. Félagi: félagi í rótarýklúbbi, annar en heiðursfélagi.
4. Ár: tólf mánaða tímabil sem byrjar 1. júlí.
5. R.I.: Rotary International.
6. Umdæmisstjóri: stjórnandi rótarýumdæmis.
2. grein
Nafn og skilgreining
Nafn þessara samtaka skal vera Rotary International, Alþjóðahreyfing rótarýs. R.I. er samtök rótarýklúbba um víða veröld.
3. grein
Tilgangur
Tilgangur R.I. er:
1) að örva, efla, útbreiða og annast rótarýstarf um heim allan,
2) að samhæfa og stjórna aðgerðum R.I.
4. grein
Viðfangsefni
Markmið R.I. er að glæða og ala þjónustuhugsjónina svo að hún verði grundvöllur góðra dáða, og sérstaklega að glæða og ala:
1. Viðkynningu svo að hún verði tækifæri til þjónustu.
2. Háleitar siðgæðiskröfur í athöfnum og embættisfærslu, viðurkenningu á gildi allra nytsamra starfa og virðingu hvers félaga fyrir starfi sínu sem tækifæri til að gera mannfélaginu gagn.
3. Fylgi við þjónustuhugsjónina í einkalífi, atvinnu og þjóðfélagsstörfum hvers félaga.
4. Eflingu samkomulags, góðvildar og friðar þjóða í mill- um með heimsfélagsskap framkvæmda- og embættis- manna er þjónustuhugsjónin tengir saman.
5. grein
Félagsaðild
1. liður. - Skipulag. Félagsaðild að R.I. eiga klúbbar sem helga sig þeim skyldum sem fram eru settar í þessari stofn- skrá og aukalögum R.I.
2. liður. - Staðsetning. Ekki skal nema einn klúbbur starfa í sömu borg, byggðarlagi eða héraði nema lög heimili annað.
3. liður. - Félagarnir.
A) Klúbbur er samtök manna með eigindir og verðleika sem taldir eru hér á eftir: Félagi skal vera fulltíða persóna, vel metin í starfi og virt af athöfnum sínum og -
1) starfandi sem eigandi, meðeigandi, forstjóri eða framkvæmdastjóri í virtu fyrirtæki eða stofnun,
2) starfandi í þýðingarmiklu embætti sem framkvæmdastjóri í virtri stofnun eða samtökum,
3) starfandi sem deildarstjóri í byggðarlaginu eða fulltrúi fyrir virta stofnun eða fyrirtæki með framkvæmdavaldi. Félagi skal vera virkur í þeirri starfsgrein sem hann er fulltrúi fyrir í klúbbnum og starfa eða eiga heimili á félagssvæði klúbbsins, í heimaborg klúbbsins eða utan marka félagssvæðis næsta klúbbs.
B) Aðeins skal vera einn félagi fyrir hverja starfsgrein í klúbbi, rekstur eða embætti, nema fyrir fjölmiðlagreinar, trúfélög og utanríkisþjónustu. Gert er þó ráð fyrir meðvirkum félögum eins og lög mæla fyrir.
C) Lög R.I. geta gert ráð fyrir viðbótarfélögum við virka félaga í klúbbum sem skilgreindir eru sem aldvirkir, fyrrvirkir og heiðursfélagar enda sé nánari grein gerð fyrir þeim.
D) Þrátt fyrir ákvæði í þessari stofnskrá, lögum R.I. og grundvallarlögum klúbba sem vísa á annað getur klúbbur takmarkað félagsaðild við annað kynið nema lög landsins þar sem hann starfar banni slíkar takmarkanir.
E) í löndum þar sem orðið klúbbur hefur neikvæða merkingu er rótarýklúbbum heimilt að kalla sig annað með leyfi aðalstjórnar.
4. liður. - Staðfesting á stofnskrá og lögum.
Allir klúbbar sem fá félagsaðild að R.I. og taka við henni, játa, samþykkja og gangast um leið undir aö vera að öllu leyti bundnir stofnskrá R.I. og lögum, nema það brjóti í bága við lög viðkomandi lands, og jafnframt þeim breytingum sem gerðar verða, og gera sér far um að kynna sér ákvæðin gaumgæfilega.
6. grein
Aðalstjórn
1. liður. - Skipulag. Aðalstjórn R.I. skal vera stjórnaraðili samtakanna. í henni eru 19 manns. Forseti R.I. á sæti í að-alstjórn og er formaður hennar. Verðandi forseti skal eiga sæti í stjórninni. Seytján stjórnarmenn skulu tilnefndir og kosnir samkvæmt nánari fyrirmælum í lögum R.I. (Tekur gildi 1995-96, 18 þangað til).
2. liður. - Vald. Aðalstjórnin stjórnar og ræður athöfnum og sjóðum R.I. í samræmi við þessa stofnskrá og lögin. Framkvæmdavald stjórnarinnar heimilar henni að ráðstafa á fjárhagsárinu því fé sem gert er ráð fyrir á fjárhagsáætlun samkvæmt lögum R.I. og sömuleiðis tekjuafgangi ef hún telur það nauösynlegt til að framkvæma stefnu og störf samtakanna. Aðalstjórn skal gefa allsherjarþingi skýrslu um ráðstöfun á tekjuafgangi og þær framkvæmdir sem af henni leiddi. Aðalstjórn má aldrei stofna til skulda sem nema meira en nettóeign R.I.
3. liður. - Framkvæmdastjóri. Framkvæmdastjóri R.I. er ritari aðalstjórnar. Hann hefur ekki atkvæðisrétt.
7. grein
Sýslunarmenn
1. liður. - Starfsheiti. Sýslunarmenn R.I. eru forseti, vara- forseti, aðrir aðalstjórnarmenn, framkvæmdastjóri, féhirðir, umdæmisstjórar, - og forseti, síðasti fyrrverandi forseti, varaforseti og heiðursféhirðir R.I. í Stóra-Bretlandi og írlandi.
2. liður. - Val og kjör. Sýslunarmenn R.I. skulu vera tilnefndir og valdir samkvæmt ákvæðum í lögum R.I.
8. grein
Stjórnarstörf
1. liður. - Rótarýklúbbar í Stóra-Bretlandi, írlandi, á Ermarsundseyjum og Mön mynda sérstaka stjórnarfarslega heild innan R.I. sem á að þekkjast undir nafninu: „Rotary International á Stóra-Bretlandi og írlandi."
2. liður. - Stjórnun og eftirlit með klúbbum heyrir að mestu leyti undir aðalstjórn eftir þeim leiðum sem hér verða taldar, en öll tilsjón skal vera í fyllsta samræmi við þessa stofnskrá og lög R.I.
1) Eftirlit aðalstjórnar með klúbbum.
2) Eftirlit með klúbbum af umdæmisstjóra í viðkomandi umdæmi.
3) Áðurnefnt eftirlit sem aðalstjórn telur ráðlegt og löggjafarráð og allsherjarþing samþykkja.
4) Eftirlit með rótarýklúbbum í Stóra-Bretlandi, írlandi, á Ermarsundseyjum og Mön er á vegum stjórnaraðila R.I. í Stóra-Bretlandi og írlandi.
9. grein
Allsherjarþing
1. liður. - Tími og staður. Allsherjarþing R.I. skal haldið árlega á síðustu þremur mánuðum fjárhagsársins á þeim stað og tíma sem aðalstjórn ákveður; breytingar aðeins ef brýn nauðsyn krefur.
2. liður. - Aukaallsherjarþing. Ef bráð nauðsyn krefur getur forseti kallað saman aukaallsherjarþing með samþykki meiri hluta aðalstjórnar.
3. liður. - Fulltrúar.
a) Á öllum allsherjarþingum á hver rótarýklúbbur rétt á einum fulltrúa hið minnsta. Klúbbar með yfir 50 félaga, að frátöldum heiðursfélögum, mega senda fulltrúa fyrir hverja 50 félaga og brot þar yfir. Fulltrúaval skal fara fram fyrir 31. desember á undan allsherjarþingi. Klúbbur getur látið staðgengil eða annan fulltrúa fara með atkvæði sitt á allsherjarþingi.
b) Það á að vera skylda hvers klúbbs að eiga fulltrúa á allsherjarþingi, annað tveggja eigin félaga eða staðgengil, og greiða atkvæði um tillögur til ályktunar.
4. liður. - Óháðir fulltrúar. Allir aðalstjórnarmenn og fyrrverandi forsetar sem enn eru rótarýfélagar, aðrir en heiðursfélagar, eiga rétt á að vera óháðir fulltrúar á allsherjarþingi.
5. liður. - Atkvæðagreiðsla og atkvæðisréttur. Fullgildir fulltrúar, staðgenglar og óháðir fulltrúar mynda atkvæðabæra einstaklinga á þinginu og kallast kjörmenn. Atkvæðagreiðsla fer fram eins og sagt er fyrir í lögum R.I.
10. grein
Löggjafarráð
1. liður. - Tilgangur. Löggjafarráð skal vera löggjafarsamkunda R.I. nema þegar allsherjarþing ákveður í samráði við lög R.I. að greiða atkvæði um tillögu til lögleiðingar eða álykta í ákveðnu máli.
2. liður. - Tími og staður. Löggjafarráð skal koma saman þriðja hvert ár. Ráðið kemur saman ekki síðar en 120 dögum áður en allsherjarþingi á því ári lýkur. Aðalstjórn ákveður dagsetningar og þingstað; þó þannig að sami staður verði ekki valinn tvisvar nema tvö þing verði í milli.
3. liður. - Framkvæmd. Ráðið ræðir og tekur ákvörðun um allar tillögur til lagabreytinga og ályktanir sem því berast á lögformlegan hátt en tekur aðeins til greina tillögur frá klúbbum sem bera þær fram í samræmi við lög R.I.
4. liður. - Aðild að löggjafarráði. Aðild að löggjafarráði skal vera eins og ákveðið er í lögum R.I.
5. liður. - Sérstakt þing. Aðalstjórn getur ákveðið, með 90% atkvæða fullskipaðrar stjórnar, að svo brýna nauðsyn beri til að breyta lögum R.I. að kalla þurfi saman sérstakt þing löggjafarráðs. Aðalstjórn ákveður stað og stund slíks þings og viðfangsefni. Þingið skal aðeins fjalla um og afgreiða það eina mál sem aðalstjórn hefur ákveðið sem verkefni þess. Tillaga til lagabreytinga sem fjallað er um á þessu þingi sætir ekki sömu tímasetningum um tilkynningaskyldu og venjulegt er, en þó skal fylgt tímasetningum ef þess er kostur. Störf þessa þings skulu þó vera háð ákvæðum 3. liðs þessarar lagagreinar varðandi réttindi klúbba til aðgerða. Rísi nægur meirihluti klúbba gegn samþykkt hins sérstaka þings mega kjörmenn á allsherjarþingi engu þar um breyta, einungis greiða atkvæði með eða á móti.
11. grein
Gjöld
Allir rótarýklúbbar greiða tilskilin gjöld hálfsárslega, eins og lögin gera ráð fyrir.
12. grein
Rótarýsjóðurinn
1. liður. Innan R.I. skal vera sjóður, stofnaður og starf- ræktur samkvæmt ákvæðum í lögum R.I.
2. liður. Allar gjafir og arfafé, hvort sem um peninga eða eignir er að ræða, tekjur af þeim svo og allur tekjuafgangur R.I. sem allsherjarþing samþykkir, skulu verða eign Rótarýsjóðs.
13. grein
Félagsaðild, heiti, merki
Félagi í rótarýklúbbi kallast rótarýfélagi og hefur rétt til að bera merki, barmspjald eða annað tákn R.I.
14. grein
Lög
Lög, sem ekki stangast á við þessa stofnskrá og gera nánari grein fyrir starfsreglum yfirstjórnar R.I., skulu sam-tökunum sett. Þeim má breyta með ályktun löggjafarráðs eða allsherjarþings R.I.
15. grein
Skilgreining
Alls staðar þar sem fornöfn koma fyrir í karlkyni í þessari stofnskrá, lögum R.I. og grundvallarlögum rótarýklúbba, eru þau jafngild í kvenkyni. (Samþykkt 1989)
16. grein Breytingar
1. liður - Aðstæður. Þessari stofnskrá verður aðeins breytt með 1) atkvæðum tveim þriðju hluta viðstaddra fulltrúa á þingi löggjafarráðs eða 2) með tveim þriðju hlutum viðstaddra kjörmanna á allsherjarþingi enda hafi lögskilin ummæli klúbba borist þinginu.
2. liður - Réttur til breytingartillagna. Breytingartillögur við þessa stofnskrá geta aðeins eftirtaldir aðilar flutt: klúbbar, umdæmisþing, aðalstjórn eða allsherjarþing R.I. í Stóra-Bretlandi og frlandi, löggjafarráð og aðalstjórn R.I.
3. liður - Framkvæmd.
1) Allar breytingartillögur við þessa stofnskrá skulu berast framkvæmdastjóra R.I. fyrir 1. maí á rótarýárinu á undan þinghaldsári löggjafarráðs.
2) Framkvæmdastjóri skal senda eintak af öllum gildum breytingatillögum til allra fulltrúa í löggjafarráði og til allra ritara klúbba a.m.k. 120 dögum áður en löggjafarráð kemur saman.
3) Löggjafarráð skal taka til meðferðar allar rétt fram bornar breytingatillögur og breytingatillögur við þær.
6. kafli
LÖG ROTARY INTERNATIONAL
1. grein
Félagsaðild í R.I.
1. liður. - Stofnun klúbba - félagsaðild
a) Umsókn um félagsaðild klúbbs að R.I. skal stíluð til aðalstjórnar. Umsókninni skal fylgja gjald sem hver klúbbur greiðir í Bandaríkjadollurum eða jafnvirði í gjaldeyri heimalands klúbbsins. Aðalstjórn ákveður þetta gjald á hverjum tíma. Aðalstjórn hefur vald til að taka umsókn gilda eða hafna henni. Félagsaðild tekur gildi þann dag sem hún er samþykkt.
b) Stofna má einn eða fleiri klúbba í borg, bæ, byggðarlagi eða héraði þar sem byggðarkjarni hefur myndast enda séu í þeirri byggð a.m.k. þær starfsgreinar hið fæsta sem nægja til stofnunar klúbbs og nýi klúbburinn þrengi ekki kosti klúbbs eða klúbba sem fyrir kunna að vera í byggðarlaginu.
c) Stofna má fleiri en einn klúbb í sömu byggð en með því skilyrði þó að meirihluti þeirra klúbba sem fyrir eru séu því samþykkir. Séu klúbbarnir sem fyrir eru aðeins tveir ræður afl atkvæða rótarýfélaga í báðum klúbbum úrslitum.
d) Stofna má fleiri en einn klúbb á svæði þar sem aðrir eru fyrir ef þeir láta af hendi hluta af klúbbsvæðinu við nýja klúbbinn. Klúbbur sem lætur hluta af klúbbsvæði sínu af hendi við nýjan klúbb getur kosið að hafa félaga af afhenta svæðinu innan sinna vébanda ef störf þeirra, embætti eða rekstur eru á hans klúbbsvæði. Nýstofnaður klúbbur hlítir þessum ákvæðum.
e) Samþykki klúbbs fyrir að afsala sér hluta af klúbbsvæði sínu, eða deila því öllu með einum eða fleiri nýjum eða eldri klúbbum, verður að hafa hlotið samþykki meirihluta félaga á venjulegum klúbbfundi enda hafi bréfleg tilkynning um málið og atkvæðagreiðsluna verið send félögum a.m.k. tíu dögum fyrir fundinn.
f) í því tilfelli að stofnun nýs klúbbs á klúbbsvæði annars eða annarra, eða með afsali á hluta klúbbsvæðis, hafi verið hafnað af einum eða fleiri klúbbum á svæðinu þar sem setja átti á fót nýja klúbbinn, getur umdæmisstjóri eða aðalstjórn R.I. óskað eftir því að málið verði endurskoðað af klúbbfélögum. Hafi umdæmisstjóri eða aðalstjórn ekki fengið staðfestingu á afsvarinu innan sex mánaða er það á valdi aðalstjórnar að leyfa nýja klúbbnum að deila svæðinu með eldri klúbbunum - eða samþykkja afsal á hluta svæðisins.
g) Þrátt fyrir ákvæði undirliða e) og f) í þessum lið getur aðalstjórn samþykkt afsal á hluta klúbbsvæðis eða að klúbbar deili svæði með öðrum án samþykkis viðkomandi klúbba ef að dómi umdæmisstjóra eru skilyrði fyrir stofnun nýs klúbbs. Þegar umdæmisstjóri leggur umsögn sína fyrir aðalstjórn lætur hann í té viðhlítandi lýsingu af svæðinu.
h) Þar sem fleiri en einn klúbbur eru starfandi í sama umhverfi, hver á sínu svæði, getur aðalstjórn samþykkt að takmörk svæðisins séu þau sömu fyrir þá alla ef þeir hafa allir sótt um það sameiginlega.
2. liður. - Grundvallarlög rótarýklúbba
a) Grundvallarlög klúbba, eins og þau hafa verið viðtekin af R.I., með áorðnum breytingum í tímans rás, skulu gilda fyrir alla klúbba sem fengið hafa félagsaðild eftir 6. júní 1922.
b) Grundvallarlögum klúbba má breyta á sama hátt og lýst er breytingum á þessum lögum. Slíkar breytingar skulu sjálfkrafa verða breytingar á lögum klúbba sem starfa samkvæmt grundvallarlögunum.
Í undirlið c og d er gerð grein fyrir sérstökum undantekningum.
2. grein
Slit á félagsaðild
1. liður. - Vanræksla á greiðslum. Aðalstjórn getur vísað þeim klúbbi úr samtökunum sem ekki greiðir tilskilin gjöld til R.I. og umdæmis.
2. liður. - Agi. Aðalstjórn getur, að gefnu tilefni og eftir yfirheyrslu, með meirihluta atkvæða allra fulltrúa agað klúbb með brottvísun um stundarsakir úr samtökunum, og með samdóma atkvæðum vísað klúbbi alveg úr samtökunum, að því tilskildu að eintak af ákærum og tilkynning um yfirheyrslu þar að lútandi hafi verið send forseta og ritara viðkomandi klúbbs a.m.k. 30 dögum fyrir yfirheyrsluna. Þessari ákvörðun aðalstjórnar verður aðeins áfrýjað til allsherjarþings eins og ákveðið er í 4. grein,2. lið þessara laga.
3. liður. - Úrsögn. Klúbbur getur sagt sig úr R.I. svo fremi hann hafi greitt gjöld og rækt aðrar skyldur við samtökin. Þegar aðalstjórn berst beiðnin um úrsögn tekur hún hana þegar gilda enda sé fullgildingarbréf klúbbsins sent framkvæmdarstjóra R.I.
4. liður. - Starfsemin vanrækt. Ef klúbbur sundrast af einhverjum ástæðum, heldur ekki fundi reglulega eða vanrækir á annan hátt störfin, getur aðalstjórn slitið félagsaðild hans.
5. liður. - Endurskipulagning. Ef klúbbur sem hætt hefur störfum er endurreistur eða nýr klúbbur er stofnaður á sama klúbbsvæði er það á valdi aðalstjórnar þegar hún fullgildir endurreista eða nýja klúbbinn hvort hún krefur hann um inntökugjald eða greiðslu á skuldum fyrri klúbbs.
6. liður. - Lok.
1) Þegar félagsaðild klúbbs í R.I. lýkur á hann engan rétt til eigna samtakanna. Samt má hann nota nafn, merki og önnur tákn R.I. meðan hann heldur félagsaðild. Þessum réttindum lýkur með lokum á félagsaðild.
2) Það er skylda framkvæmdastjóra R.I. að endurheimta aðildarskilríki þessa klúbbs.
3. grein
Félagsaðild að klúbbum
1. liður. - Félagar. Rótarýfélagar skiptast í 4 hópa, þ.e. virka félaga, aldvirka, fyrrvirka og heiðursfélaga.
2. liður. - Virkir félagar. Einstaklingur, búinn þeim verðleikum sem nefndir eru í 4. grein, 3. lið, stofnskrár R.I. hefur rétt til að vera kosinn félagi í klúbbi.
3. liður. - Meðvirkur félagi.
a) Virkur félagi í klúbbi má leggja til, og klúbburinn getur samþykkt, að annar félagi til viðbótar verði fulltrúi fyrir starfsgrein hans í klúbbnum. Verðleikar þessa meðvirka félaga skulu vera þeir sömu og nefndir eru í 4. grein 3. lið, stofnskrár R.I. fyrir virka félaga. Þessi meðvirki félagi er fullgildur virkur félagi á allan hátt nema hann má ekki gera tillögu um nýjan félaga samkvæmt þessari grein.
b) Klúbbur getur með samþykki viðkomandi félaga í starfsgreininni kosið meðvirkan félaga sem áður var virkur félagi í öðrum rótarýklúbbi ef starfsrekstur hans eða heimili er á klúbbsvæðinu enda uppfylli hann að öðru leyti verðleika til aðildar, - þó með þessum skil- yrðum:
1) að aldrei séu kosnir fleiri en einn meðvirkir félagar í sömu starfsgrein samkvæmt þessum lið,
2) að þessi félagi sem þannig er kosinn hafi hætt að vera félagi í hinum klúbbnum vegna þess að starfsrekstur hans eða embætti leið undir lok á klúbbsvæðinu,
3) að þótt þessi meðvirki félagi sé á allan hátt fullgildur félagi hefur hann ekki rétt til að gera tillögu um meðvirkan félaga samkvæmt 3. lið þessarar greinar.
c) í því tilfelli að félagsaðild virks félaga falli úr gildi vegna loka starfsgreinar eða að hann verði fyrrvirkur félagi eða hann hætti að vera fulltrúi fyrir starfsgrein sína á einhvern annan hátt skal fara með félagsaðild meðvirks félaga eða félaga kosna samkvæmt 3. lið a og b eins og hér segir:
1) Sé meðvirki félaginn aðeins einn verður hann sjálfkrafa virkur félagi og fulltrúi fyrir starfsgreinina.
2) Séu tveir meðvirkir félagar í greininni kýs klúbburinn á milli og sá sem verður fyrir valinu verður virkur fulltrúi fyrir starfsgreinina.
3) Þegar meðvirkur félagi hefur verið kosinn virkur félagi eins og lýst hefur verið í 2. lið hér að framan skal staða meðvirka fulltrúans sem eftir er verða óbreytt.
4. liður. - Aldvirkir félagar.
a) Allir rótarýfélagar sem verið hafa virkir eða aldvirkir félagar í einum klúbbi eða fleiri verða sjálfkrafa og fyrirhafnarlaust aldvirkir að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
1) hafi hann verið félagi í einum eða fleiri klúbbum í 15 ár samtals eða lengur.
2) hafi hann verið 10 ár eða lengur í einum eða fleiri klúbbum og sé orðinn 60 ára eða eldri.
3) hafi hann verið 5 ár eða fleiri í einum eða fleiri klúbbum og sé orðinn 65 ára eða eldri.
4) hafi hann verið eða sé sýslunarmaður R.I.
b) Klúbbur má veita aldvirkum félaga úr öðrum klúbbi, eða félaga sem átti rétt á að verða aldvirkur þegar hann hætti í öðrum klúbbi, inngöngu í klúbbinn sem aldvirkum félaga.
c) Aldvirkur félagi hefur öll sömu réttindi og skyldur og virkur félagi - nema 1) hann er ekki fulltrúi neinnar starfsgreinar eða embættis, 2) hann hefur ekki rétt til að tilnefna meðvirkan félaga, samkvæmt 3. lið þessarar greinar. Klúbbur getur tekið inn félaga sem fulltrúa fyrir starfsgrein þótt aldvirkur félagi sé starfandi í greininni.
5. liður. - Fyrrvirkir félagar.
a) Félagi sem verið hefur félagi en hættir að vera það vegna þess að hann hefur lokið störfum verður sjálfkrafa fyrrvirkur félagi í sínum klúbbi eða öðrum ef hann hefur verið virkur félagi í einum eða fleiri klúbbum í 3 ár eða fleiri eða sé orðinn 55 ára án tillits til ára hans í rótarý. Kjósa má þennan félaga fyrrvirkan um leið og hann lætur af starfi og hættir sem fulltrúi þeirrar starfsgreinar eða seinna enda hafi hann öll réttindi til að verða fyrrvirkur félagi. Láti hann af störfum eftir að hann lauk félagsaðild í rótarýklúbbi getur hann ekki orðið fyrrvirkur félagi. Fyrrvirkur félagi greiðir inntökugjald sitt ef hann gengur í nýjan klúbb. Gangi hann hins vegar í sinn gamla klúbb aftur greiðir hann ekki inntökugjald öðru sinni.
b) Virkur félagi sem án allra saka af hans hálfu getur ekki lengur verið fulltrúi fyrir starfsgrein sína getur orðið fyrrvirkur félagi ef klúbbstjórnin beitir sér fyrir að fá hann kosinn.
c) Fyrrvirkur félagi hefur sömu réttindi og skyldur og virkur félagi nema hann er ekki fulltrúi neinnar starfsgreinar og hann getur ekki orðið aldvirkur félagi (nema samkvæmt ákvæðum 4. liðar, a, hér að framan) og ekki má hann gera tillögu um meðvirkan félaga (sam-kvæmt 3a hér að framan).
6. liður. - Tvöföld félagsaðild. Enginn félagi getur verið í fleiri en einum klúbbi samtímis, hvorki virkur, aldvirkur né fyrrvirkur félagi. Enginn félagi getur verið virkur, aldvirkur eða fyrrvirkur félagi og heiðursfélagi samtímis í sama klúbbnum.
7. liður. - Heiðursfélagar.
1) Rótarýklúbbur getur kosið sem heiðursfélaga hvern þann mann sem sýnt hefur frábæra atorku í útbreiðslu þeirra stefnumiða og starfshátta sem rótarý tileinkar sér.
2) Heiðursfélagi greiðir ekki inntökugjald, hefur ekki atkvæðisrétt, verður ekki kosinn til neinnar stöðu í klúbbnum, er ekki fulltrúi neinnar starfsgreinar en á rétt á að sækja alla fundi og njóta alls þess sem klúbburinn stendur fyrir. Heiðursfélagi í klúbbi hefur engin forréttindi eða fyrirgreiðslurétt í öðrum klúbbum.
8. liður. - Trúfélög, fjölmiðlar, utanríkisþjónusta. Fulltrúar fleiri en einna trúarbragðasamtaka, blaða og annarra fjölmiðla og utanríkisþjónustu frá fleiri en einu ríki geta orðið fullgildir félagar fyrir þær starfsgreinar - enda uppfylli þeir önnur skilyrði í stofnskrá R.I. og í samræmi við þessi lög.
9. liður. - Opinber störf.
1) Maður sem kosinn er til opinberra starfa ákveðið tímabil er ekki hlutgengur félagi sem fulltrúi þeirrar starfsgreinar. Þetta tekur þó ekki til fólks sem gegnir stöðum í skólum, háskólum eða kennslustofnunum yfirleitt eða fólks í dómkerfinu.
2) Virkur félagi sem kosinn er eða skipaður til opinberra starfa í vissan tíma þarf ekki að ganga úr klúbbnum. Hann verður þá áfram fulltrúi þeirrar starfsgreinar sem var síðasti starfsvettvangur hans á undan kjöri hans eða skipun.
10. liður - Skerðing á félagsaðild. Þrátt fyrir ákvæði í 1. grein, 2. lið, þessara laga má enginn klúbbur, hvenær sem hann hefur fengið aðild að R.I., útiloka með ákvæðum í sínum lögum nokkra persónu frá því að verða félagi vegna kynþáttar, litar eða trúarskoðana eða setja að skilyrðum fyrir félagsaðild nein ákvæði sem stangast á við stofnskrá R.I. eða þessi lög. Öll ákvæði í lögum klúbbs eða skilyrði sem brjóta í bág við þessa grein eru ómerk og hafa enga stoð.
11. liður. - Starfsfólk R.I. Klúbbur getur haft að félaga hvaða starfsmann R.I. sem er meðan hann gegnir því starfi.
4. grein
Í 4. gr. er gerð nánari grein fyrir aðalstjórn R.I., skyldum hennar, störfum og starfsháttum. Jafnframt er þar fjallað um fundi aðalstjórnar, afgreiðslu mála og ýmsar undirnefndir. Einnig er þar greint frá kosningu varamanna ef aðalmenn forfallast.
5. grein
Starfsmenn R.I.
1. liður. - Kosning
a) Forseti og aðalstjórnarmenn skulu kosnir á árlegu allsherjarþingi samkvæmt fyrirmælum tilgreindum hér á eftir.
b) 1. Á árlegum skyndifundi viðtakandi aðalstjórnar skal viðtakandi forseti velja varaforseta. 2. Viðtakandi aðalstjórn skal á skyndifundi í byrjum starfsárs kjósa úr sínum hópi gjaldkera til eins árs frá 1. júlí og sé hann á öðru ári sínu í stjórninni.
c) Framkvæmdastjóri skal kosinn af aðalstjórn til ekki lengri tíma en 5 ára og hefur hann störf 1. júlí eftir að hann hefur verið kosinn. Aðalstjórn kýs nýjan framkvæmdastjóra eigi síðar er 31. mars á síðasta starfsári fráfarandi framkvæmdastjóra og tekur hann við starfi 1. júlí. Endurkjósa má framkvæmdastjóra.
d) Aðalstjórnarmann sem setið hefur kjörtímabil sitt má ekki endurkjósa nema sem forseta eða forsetaefni.
2. liður. - Verðleikar.
a) Allir sýslunarmenn R.I. verða að vera vel metnir félagar í klúbbi.
b) Forsetaefni skal hafa verið í aðalstjórn R.I. tilskilið kjörtímabil áður en hann er tilnefndur til stöðunnar nema aðalstjórn samþykki styttri tíma sem fullnægi tilgangi þessa ákvæðis.
c) Forsetaefni skal hafa verið umdæmisstjóri í tilskilinn tíma áður en hann er tilnefndur til stöðunnar nema aðalstjórn R.I. samþykki styttri tíma sem fullnægi tilgangi þessa ákvæðis.
3. liður. - Kjörtímabil.
A) Starfstímabil allra sýslunarmanna R.I. sem kosnir eru á allsherjarþingi, nema forseta og aðalstjórnarmanna, skal hefjast 1. júlí eftir lok þess allsherjarþings sem kaus þá, nema aðalstjórn hafi samþykkt að starfstímabil umdæmisstjóra hefjist síðar en 1. júlí ef alveg sérstakar ástæður eru fyrir hendi, en aldrei þó síðar en 1. október. Allir sýslunarmenn, nema aðalstjórnarmenn, skulu starfa eitt ár eða þar til eftirmenn þeirra hafa verið kosnir og viðurkenndir. Allir aðalstjórnarmenn skulu starfa í tvö ár eða þar til eftirmenn þeirra hafa verið kosnir og viðurkenndir nema ákvæði stofnskrár og þessara laga segi til um annað.
B) Starfstímabil forseta R.I. hefst 1. júlí á næsta ári eftir að hann er kjörinn verðandi forseti, enda tekur hann sæti í aðalstjórn sem verðandi forseti 1. júlí árið áður. Hann er ekki kjörgengur sem varaforseti.
C) Starfstímabil aðalstjórnarmanna sem kosnir eru á allsherjarþingi hefst 1. júlí á næsta ári eftir kosningu þeirra.
4. liður. - Forföll.
A) Forfallist forseti R.I. á starfsárinu tekur varaforseti við starfi og tilnefnir einn af aðalstjórnarmönnum sem varaforseta í sinn stað.
B) Forfallist verðandi forseti skal farið með það forfall samkvæmt 9. grein, 2. lið g þessara laga.
C) Forfallist féhirðir eða framkvæmdastjóri R.I. skal aðalstjórn velja klúbbfélaga í þeirra stað.
5. liður. - Launagreiðslur. Allir sýslunarmenn R.I. nema framkvæmdastjóri starfa launalaust. Aðalstjórn ákveður laun framkvæmdastjóra.
6. liður. - Skyldur.
A) Forseti stýrir allsherjarþingi og fundum aðalstjórnar. Hann er aðalstjórnandi samtakanna og samkvæmt því lítur hann eftir og rannsakar starfsemi og framkvæmdir R.I. og rækir aðrar skyldur sem stöðu hans fylgja.
B) Verðandi forseti hefur aðeins skyldur sem aðalstjórnarmaður en forseti eða aðalstjórn getur falið honum þau skyldustörf sem hann eða hún ákveður.
C) Framkvæmdastjórinn er virkur forstjóri samtakanna undir eftirliti forsetans og yfirstjórnar aðalstjórnar. Hann undirritar öll skjöl og plögg fyrir R.I. sem þörf krefur, sér um reikningshald, tekur á móti og ávaxtar sjóði eins og aðalstjórn segir fyrir um. Hann gefur aðalstjórn árlega skýrslu sem eftir meðmæli aðalstjórnar er lögð fyrir allsherjarþing. Hann lætur í té tryggingu í fjármunum fyrir trúverðugum vinnubrögðum eins og aðalstjórn ákveður.
D) Féhirðir greiðir úr sjóðum samtakanna samkvæmt ákvörðun aðalstjórnar og annast önnur peningastörf eins og aðalstjórnin ákveður. Hann gefur aðalstjórn skýrslu hvenær sem hún óskar og leggur fjárhagsyfirlit fyrir allsherjarþing. Hann afhendir peningatryggingu og heit um trúverðug störf sem aðalstjórn tekur gilda.
6. grein
Lagasetning
1. liður. - Breytingartillögur.
1. Tillögur til breytinga á stofnskrá eða lögum R.I. eða á grundvallarlögum klúbba kallast lögleiðingatillögur. Tillögur sem ekki miða að breytingum á þessum lögum kallast ályktunartillögur.
2. Tillaga til lagabreytinga er því aðeins tekin til greina að hún komi fram í tæka tíð ásamt greinargerð frá tillöguaðila um: 1) hvers vegna lagt er til að breyta laga- bókstafnum, 2) hvernig breytingin nái tilgangi sínum og 3) hvaða áhrif hún hefur ef að lögum verður.
3. Lögleiðingatillögu á að leggja fram og fara með samkvæmt 16. grein stofnskrár R.I. 7. og 20. grein laga R.I. og 17. grein grundvallarlaga rótarýklúbba - nema annað sé tekið fram í þessum liðum.
4. Ályktunartillögur geta eftirtaldir aðilar borið fram: klúbbar, umdæmisþing, stjórn eða þing R.I.; í Stóra- Bretlandi og írlandi, löggjafarráð og aðalstjórn R.I. Aðalstjórn má ekki leggja fram ályktunartillögur varðandi Rótarýsjóðinn nema stjórn hans hafi áður samþykkt hana.
Í 6. gr. er gerð nánari grein fyrir meðferð mála, hvernig leggja skuli fram breytingartillögur við lög og stofnskrá, hvernig löggjafarráð og allsherjarþing skuli taka á þeim málum o.s.frv. Pá er þar vikið að undantekningartilvikum og afgreiðslu mála í bráðanauðsyn.
7. grein.
Allsherjarþing
1. liður. - Tími og staður. Samkvæmt ákvæðum 9. greinar, 1. liðar stofnskrár R.I. ákveður aðalstjórn ár hvert stað og tíma allsherjarþings. Þinghaldið skal jafnan fara fram 54 mánuðum eftir lok þess árs þegar þinghaldið er ákveðið. Þá skal undirbúningur hafinn og allt gert til að þinghaldið megi verða sem mest og best. Stjórnin skal sjá til þess að staðarval hindri engan rótarýfélaga frá þátttöku vegna þjóðernis.
2. liður. - Boðun. 1) Forseti tekur saman boð á allsherjarþingið og framkvæmdastjóri dreifir því til allra klúbba ekki síðar en 6 mánuðum fyrir þinghaldið. 2) Boðun á aukaallsherjarþing skal pósta ekki síðar en 60 dögum fyrir þingið.
3. liður. - Starfsmenn allsherjarþings. Forsvarsmenn á allsherjarþingi eru: forseti, varaforseti, framkvæmdastjóri, féhirðir R.I. og formaður undirbúningsnefndar, svo og stallari sem forseti skipar sérstaklega.
4. liður. - Fulltrúar. A) Hlutgengi. Allir fulltrúar á allsherjarþingi, staðgenglar og varamenn, skulu vera virkir, aldvirkir eða fyrrvirkir félagar þess klúbbs sem þeir eru fulltrúar fyrir, nema frjálsir fulltrúar.
Í 7. gr. er ennfremur skýrt og kveðið á um hvernig kjósa má varamenn og staðgengla til að fara með umboð aðalfulltrúa og klúbba á allsherjarþingi, hvernig þeir fá réttindi og hvaða skilríki gilda á þinginu. Frjálsir eða óháðir fulltrúar kallast fyrirmenn R.I. sem hafa tillögu- og atkvæðisrétt á allsherjarþingi. Í greininni er einnig kveðið á um skráningargjald, fjölda á fundum svo ályktunarhæfir séu, dagskrárgerð og aðbúnað á þingstað.
8. grein
Löggjafarráðið
1. liður. - Hvernig samsett.
1) Löggjafarráðið skal vera samsett eins og hér segir:
I. Einn fulltrúi skal kosinn fyrir klúbba í hverju um- dæmi, kosinn eins og fyrir er mælt í 6. lið, a og b, þessarar greinar og fer hann með atkvæði. Þessi fulltrúi skal vera fyrrverandi sýslunarmaður R.I. Sé hann ekki til staðar samkvæmt yfirlýsingu umdæmisstjóra má tilnefna verðandi umdæmisstjóra. Fulltrúinn skal vera virkur, aldvirkur eða fyrrvirkur félagi í umdæminu sem hann er fulltrúi fyrir.
II. Fundarstjóri ráðsins og varafundarstjóri eru tilnefndir af forseta R.I. Hvor þeirra sem er má greiða atkvæði þegar hann stjórnar fundi ef atkvæði eru jöfn. Að öðrum kosti hafa þeir ekki atkvæðisrétt.
III. Yfirstjórnarmenn samtakanna og fulltrúar í stjórnarnefndum eru fulltrúar án atkvæðisréttar eins og segir hér á eftir:
IV. Forseti R.I., aðalstjórnarmenn aðrir og framkvæmdastjóri eru fulltrúar án atkvæðisréttar.
Í 2. - 5. liðum 8. gr. er nánari skilgreining á störfum for-svarsmanna löggjafarráðsins og hvernig þeir eru valdir.
6. liður. - Kjör fulltrúa klúbbanna.
A.l. Fulltrúar klúbbanna í löggjafarráð og varafulltrúar skulu kosnir á þingi viðkomandi umdæmis á árinu á undan þinghaldsári ráðsins.
2. Til að vera hlutgengur fulltrúi klúbba í löggjafarráði verður félaginn að kynna sér hvers er til ætlast af honum og hvaða eiginleika hann þarf að hafa til að bera og senda framkvæmdastjóra R.I. yfirlýsingu um:
I. að hann skilji fyllilega hvaða kröfur, skyldur og ábyrgð hann tekst á hendur sem fulltrúi klúbbanna í ráðinu.
II. að hann sé reiðubúinn að taka á sig þessar skyldur og ábyrgð og rækja þær trúlega.
III. að hann ætli að taka þátt í þinghaldi ráðsins allan tímann.
3. Allir klúbbar í umdæminu geta tilnefnt fulltrúa í löggjafarráð enda sé hann búinn þeim kostum sem til þarf og sé viljugur að takast starfið á hendur. Hann sendir umdæmisstjóra undirritaða umsókn um starfið sem forseti og ritari klúbbsins undirrita einnig. Umdæmisstjóri ber frambjóðanda upp á umdæmisþingi. Fulltrúar á þinginu greiða hver um sig aðeins einum frambjóðanda atkvæði.
Framhald 6. liðar 8. gr. er nánari skýring á kjöri fulltrúa í löggjafarráð, um undantekningar frá reglunni o.s.frv. í 7.-10. liðum 8. gr. eru ákvæði um vinnubrögð og starfshætti, gildistöku samþykkta o.s.frv. Þar er áréttað að velja skuli þingstað þannig að enginn rótarýfélagi verði af þátttöku vegna þjóðernis (þ.e. ríkisborgararéttar). Þá var samþykktur nýr liður á löggjafarþingi 1992 um sérstakt löggjafarþing í bráðatilfellum, sbr. 10. gr. stofnskrár R.I., 5. lið. Fulltrúi á síðasta löggjafarþingi skal sitja á þessu þingi, í forföllum hans varafulltrúi og til varavara umdæmisstjóri - eða annar hlutgengur. í þessum lið eru nánari ákvæði um þetta sérstaka löggjafarþing.
9. grein
Tilnefningar og kosningar.
Tilnefning forseta.
1. liður. - Tilnefning forseta R.I. Tilnefning til forsetaefnis R.I. skal gerð af sérstakri tilnefningarnefnd, af klúbbi eða báðum þessum aðilum. Nefndarmaður í tilnefningarnefnd eða varamenn, fyrrverandi forseti eða aðalstjórnarmenn eru ekki hlutgengir við tilnefningu forsetaefnis.
2. liður. - Tilnefningarnefndin.
A.l. Hvernig samsett. Nefndin sem tilnefnir forsetaefni R.I. eru 15 menn sem tilnefndir eru og kosnir af vissum rótarýsvæðum og heimshlutum.
Tilnefningarsvæði og landshlutar, sem vitnað er til íþessum lið skulu vera þau sömu og ákveðin eru af aðalstjórn við til-nefningu fulltrúa íhana. (Sjá 3. lið 9.gr.). í 2. lið 9. gr. sem er mjög langur og ítarlegur er kveðið nánar á um tilnefningarsvæði og heimshluta sem kjósa fulltrúa til að undirbúa kosningu forseta R.I. Þá er kveðið á um kjörtímabil fulltrúanna og hvernig kjósa skuli og hvað marga af hverju svæði. Þá er ákvæði um að klúbbar geti tilnefnt eða gert tillögu um forsetaefni og hvernig það skuli gera. Eins er lýst kjöri forseta á allsherjarþingi og ýmsum afbrigðum sem orðið geta.
Val aðalstjórnarmanna
3. liður. - Kjör aðalstjórnarmanna. Tilnefning aðalstjórn- armanna fer fram á rótarýsvæðum, í heimshlutum og ríkjum sem hér segir:
I. Bandaríki Norður-Ameríku, Kanada, Bermúda, Púertó Rícó og eyjar í Karíbahafi.
1. Þessi lönd og ríki skiptast í 12 kjörsvæði sem tilnefna stjórnarmenn eftir vissum reglum, eitt þeirra er í Kanada en 11 í hinum ríkjunum.
2. Aðalstjórn ákveður hvaða umdæmi eru á tilteknu kjörsvæði og sendir klúbbunum tilkynningu um þá ákvörðun. Hvert kjörsvæði skal hafa tilnefnt fulltrúa í aðalstjórn í tæka tíð svo að unnt sé að kjósa hann á allsherjarþingi. Kjörsvæðin hafa hver sitt númer. Tilnefningin er þannig framkvæmd að á ári sem endar á jafnri tölu skulu 3 kjörsvæði merkt oddatölu, 1,3 og 5 hvert um sig tilnefna 1 fulltrúa og skiptast á við kjörsvæði 7,9 og 11 á næsta ári sem endar á jafnri tölu. Á sama hátt skiptist kjörsvæði 2,4 og 6 á við kjörsvæði 8,10 og 12 að tilnefna fulltrúa á árunum sem enda á oddatölu.
3. Sérstakar reglur gilda um kjörsvæði í Kanada og viðbótar klúbba. Aðalstjórn setur um tilnefningu á fulltrúa þaðan sérstakar reglur.
4. Aðalstjórn sendir öllum klúbbum í Kanada þessar regl- ur á því ári sem þeir tilnefna fulltrúa í aðalstjórn til kjörs á allsherjarþingi.
II. Stóra-Bretland og írland. Á því árinu sem endar á jafnri tölu tilnefnir rótarýþing þessara landa einn fulltrúa í aðalstjórn R.I. sem kjósa skal um á allsherjarþingi.
III. Evrópa, lönd við Miðjarðarhaf austanvert og Afríku- svæði (CEEMA).
1. Þessi lönd og ríki skiptast í 6 kjörsvæði sem tilnefna fulltrúa í aðalstjórn R.I. og eru þau merkt tölunum 1-6.
2. Kjörsvæði nr. 1-5 eru samsett af klúbbum í Evrópu, Austurlöndum nær (við Austur-Miðjarðarhaf) og Afríku norðan Sahara. Klúbbar í umdæmum sunnan Sahara mynda kjörsvæði nr.6.
3. Aðalstjórn semur lista yfir þessi kjörsvæði og sendir klúbbunum svo að hann sé tiltækur þegar kjörsvæðin tilnefna aðalstjórnarfulltrúa sem kosinn skal á næsta allsherjarþingi.
4. Kjörsvæði nr. 1-5 tilnefnir árlega 1 fulltrúa fyrir klúbb- ana á því svæði en kjörsvæði nr. 6 tilnefnir fulltrúa árið 1987 og síðan á því ári sem endar á oddatölu.
IV. Asía (að undanskildum umdæmum í Austurlöndum nær - við austanvert Miðjarðarhaf).
1. Asía skiptist í 4 kjörsvæði, merkt tölustöfunum 1-4. Rótarýumdæmi í Japan eru á kjörsvæðum 1 til 3. Klúbbar í Kóreu og á Filipseyjum mynda 4. kjörsvæði.
2. Tilnefning fulltrúa af 4. kjörsvæði skal fara fram eftir skiptareglu og því er svæðinu skipt í 3 undirsvæði, nr. 1,2 og 3. Klúbbar í Kóreu eru á 1. svæði, klúbbar á Filipseyjum á 2. svæði og klúbbar annars staðar á 4. kjör- svæði á 3. undirsvæði.
3. Aðalstjórn ákveður skiptingu í kjörsvæði og gætir þess að jafnvægi ríki í tilnefningum til fulltrúa í aðal- stjórn.
V. Suður-Ameríka, Mið-Ameríka, Vestur-Indíur (utan Púertó Rícó) og Mexikó (SACMA).
1. Þessi ríki skiptast í 5 kjörsvæði og eru tölusett sam- kvæmt því.
2. Klúbbar í Brasilíu skulu annað tveggja vera í kjörsvæði 2 eða 4.
3. Aðalstjórn semur lista yfir umdæmi og klúbba á hverju kjörsvæði og gætir þess að jafnvægi sé milli svæðanna í vali fulltrúa.
4. Listinn skal berast öllum klúbbum í tæka tíð svo að þeir séu viðbúnir tilnefningu fulltrúa.
5. Árlega skal 1 fulltrúi tilnefndur af þessum kjörsvæðum til aðalstjórnar R.I. og skiptast kjörsvæðin á um tilnefn- ingu eftir númeratölu.
VI. Ástralía, Nýja-Sjáland og klúbbar utan annarra svæða.
1. Þessi lönd skiptast í 2 kjörsvæði, nr. 1 og 2. Klúbbar í Astralíu skulu vera á kjörsvæði nr. 1 en klúbbar í Nýja- Sjálandi á kjörsvæði nr. 2.
2. Aðalstjórn semur árlega lista yfir klúbba á þessum kjörkvæðum og sendir þeim í tæka tíð svo að þau geti tilnefnt fulltrúa í aðalstjórn sem kosinn skal á allsherjarþingi,
3. Á hverju ári sem endar á oddatölu, nema áttunda hvert ár (talið frá 1987), kjósa þessi kjörsvæði 1 fulltrúa til skiptis, fyrst frá kjörsvæði nr.l.
VII. Viðbótarfulltrúi í aðalstjórn.
1. Til viðbótar þeim aðalstjórnarmönnum frá kjörsvæðum sem þegar hafa verið greind tilnefnir aðalstjórnin annað hvort ár 1 fulltrúa frá einhverju landsvæðanna. Hún gerir þetta í fyllsta samræmi við þær reglur sem gilda um val fulltrúa og lýst hefur verið.
2. Aðalstjórnin skal ekki sjaldnar en á 5 ára fresti athuga breytingar á fjölda klúbba og félaga á þeim landsvæðum og heimshlutum sem tilnefna fulltrúana í stjórnina og nota tilnefningu viðbótarfulltrúans til að jafna hluttöku svæðanna í stjórn samtakanna.
Þessi 3. liður 9. gr. er miklu lengri og fjallar nánar um kjör aðalstjórnarmanna, tilnefningamefnd og kjör hennar, um fyrirkomulag tilnefningar, þátt einstakra klúbba í tilnefningu o.s.frv. í 4. lið 9. gr. er ákvæði um forsvarsmenn í Stóra-Bretlandi og írlandi en um þá gilda sérstakar reglur og í 5. lið er sagt frá kynningu á tilnefningum þeirra á allsherjarþingi.
6. liður. - Kjósendur. Fullgildir kjósendur á allsherjarþingi eru kjörnir fulltrúar, staðgenglar og óháðir fulltrúar. Peir hafa atkvæðisrétt á þinginu.
Í 7. lið 9. gr. er skýrt frá framkvæmd kosninga á allsherjarþingi sem er í höndum sérstakrar kjörnefndar.
8. liður. - Kosning fyrirsvarsmanna.
A) Fullgildir fulltrúar á allsherjarþingi fara hver um sig með eitt atkvæði í kosningu á forseta R.I., aðalstjórnarmönnum sem kjósa ber í það sinn, umdæmisstjóra fyrir hvert rótarýumdæmi, og forseta, varaforseta og heiðursgjaldkera R.I. í Stóra-Bretlandi og írlandi.
B) Atkvæðagreiðsla um þessa fyrirsvarsmenn skal vera leynileg og ef tveir eða fleiri eru í kjöri er sá kjörinn sem flest atkvæði fær. Sé aðeins einn í kjöri í einhverja stöðu geta fulltrúar lýst yfir við framkvæmdastjóra þingsins munnlega stuðningi sínum við hann.
C) Að talningu lokinni og athugun á öllum aðstæðum skal tilkynnt að sá sem flest fékk atkvæði sé rétt kjörinn.
9. liður. - Allir frambjóðendur til þeirra starfa sem hér hefur verið um rætt (í 9. grein) skulu vera virtir félagar í rótarýklúbbi, þó ekki heiðursfélagar, og umdæmisstjóraefni í öllum umdæmum skal vera vel metinn, virkur, aldvirkur eða fyrrvirkur rótarýfélagi.
í 10. og 11. lið 9. gr. eru ákvæði um skilgreiningu á landsvæðum og um körgengi launaðra starfsmanna R.L
12. liður. - Áróður, kosningabarátta og kjör.
1. Rótarýfélagi hefur aldrei í frammi áróður fyrir eigin kjöri í stöðu innan R.I., hvorki í rituðu máli né á nokkurn annan hátt. Hann leyfir heldur ekki slíkan áróður af hálfu félaga sinna og komist hann á snoðir um slík vinnubrögð tekur hann í taumana og kveður allt slíkt niður.
Framhald 12. liðar sem er alls í 5 þáttum er um brot á ákvæðinu hér að ofan, hvernig með skuli fara, kærumál og ýmis framkvæmdaákvæði.
10. grein
Tilsjónarhópar
1. liður. - Þegar klúbbar í ákveðnu umdæmi eru undir beinu eftirliti umdæmisstjóra getur aðalstjórn sett á laggirnar nefnd eða hvatt til ráðgjafa til stuðnings umdæmisstjóra ef hún telur þörf á því.
2. liður. - Allt slíkt eftirlit skal gert í samráði við klúbba í umdæminu og með samþykkt allsherjarþings.
Í 11. gr. laganna er greint frá R.L í Stóra-Bretlandi og ír-landi sem „er sérstök stjórnarfarsleg deild innan R.l."
12. grein
Umdæmi
1. liður. - Skipun umdæma. í þeim tilgangi að koma betri skipan á stjórnun hreyfingarinnar hefur aðalstjórn vald til að skipa rótarýsvæðum niður í umdæmi. Forseti R.I. tekur öðru hverju saman lista yfir umdæmi, takmörk þeirra og fjölda klúbba, eftir nánari samþykktum aðalstjórnar. Engar breytingar eru þó gerðar á umdæmum í óþökk meirihluta klúbba í umdæmunum.
2. liður. - Formót. Samkoma verðandi forseta og ritara og annarra æskilegra þátttakenda skal haldin árlega á tímabilinu 1. mars til 1. júlí. Verðandi umdæmisstjóri undirbýr og sér um formótið í samráði við fráfarandi umdæmisstjóra. Ef sérstaklega stendur á má halda mótið á öðrum tíma en hér er áskilinn.
3. liður. - Námskeið fyrir forseta. Námskeið fyrir forseta skal haldið innan mánaðar eftir að umdæmisstjóraefni kemur af alþjóðafræðslumóti R.I.(Ath. Á íslandi er þetta námskeið sameinað formóti sökum dreifbýlis og kostnaðar við fundahöld).
4. liður. - Umdæmisþing.
A) Staður og stund. Þing rótarýfélaga í hverju umdæmi skal haldið árlega á þeim stað og tíma sem heppilegastur er talinn og umdæmisstjóri og meirihluti forseta í rótarýumdæminu eru sammála um. Þingtíminn má þó ekki rekast á við samkomutíma alþjóðafræðslumótsins, allsherjarþings eða annarra merkisfunda R.I.
B) 1. Þegar viðtakandi umdæmisstjóri hefur verið valinn af klúbbum í umdæminu og viðurkenndur af framkvæmdastjóra R.I. má ákveða hvar og hvenær umdæmisþing á stjórnarári hans verður haldið.
2. Með samþykki aðalstjórnar R.I. og verðandi umdæmisstjóra má velja umdæmisþingi stað og tíma eins og best þykir henta enda sé meirihluti verðandi klúbbforseta í umdæminu samþykkur.
C) Gerðir umdæmisþings. Umdæmisþing getur gert samþykktir varðandi þýðingarmikil mál í umdæminu enda séu allar slíkar samþykktir í samræmi við stofnskrá R.I. og þessi lög og í anda rótarýstarfsins. Þá tekur umdæmisþing afstöðu til allra mála sem aðalstjórn R.I. kann að beina til umdæmisins.
D) Framkvæmdastjóri. Að höfðu samráði við forseta gestgjafaklúbbsins skipar umdæmisstjóri framkvæmdastjóra umdæmisþings sem vinnur með honum að undirbúningi þingsins og þinghaldinu.(Ath.: Á íslandi er komin sú hefð á að sérstök nefnd gegni þessu hlutverki).
E) Þingtíðindi. Innan 30 daga frá lokum umdæmisþings skal umdæmisstjóri og þingritari hafa gengið frá skýrslu um gerðir þingsins. Þessi skýrsla skal send framkvæmdastjóra R.I. í 3 eintökum, undirrituð af umdæmisstjóra og þingritara, og 1 eintak riturum allra klúbba í umdæminu.
5. liður. -
A) Atkvæðagreiðsla. Þingfulltrúar klúbbanna hafa einir atkvæðisrétt þegar kjósa skal í þýðingarmiklar nefndir, t.d. tilnefningarnefnd fyrir umdæmisstjóra eða fulltrúa á þing löggjafarráðs R.I. Annars hafa allir rótarýfélagar á þinginu atkvæðisrétt um venjuleg mál. Þó getur valinn fulltrúi alltaf farið fram á sérstaka atkvæðagreiðslu um mál og hafa þá fulltrúarnir einir atkvæðisrétt.
B) Fulltrúar með atkvæðisrétti. Allir klúbbar í umdæminu eiga rétt á 1 fulltrúa á umdæmisþing á hverja 25 félaga og brot. Allir klúbbar eiga rétt á a.m.k. 1 fulltrúa svo fremi þeir séu ekki í skuld við R.I. lengur en 6 mánuði. Þessir fulltrúar skulu vera virkir, aldvirkir eða fyrrvirkir rótarýfélagar. Þeir hafa atkvæðisrétt þegar máli skiptir, t.d. í vali á umdæmisstjóra (einnig í kjöri á sérstakri tilnefningarnefnd) og í kjöri á fulltrúa á þing löggjafarráðs R.I.
6. liður. - Fjármál umdæmis.
A) Umdæmisþing getur samþykkt að stofna „umdæmissjóð" til að standa straum af nauðsynlegum útgjöldum og stjórn umdæmisins.
B) Tekjur umdæmissjóðs skulu vera framlög allra klúbba í umdæminu með álögðu gjaldi á hvern félaga. Gjaldið skal ákveðið á umdæmisþingi með a.m.k. þremur fjórðu hlutum atkvæða viðstaddra forseta klúbba í umdæminu.
C) Þetta nefgjald er skylduframlag allra klúbba í umdæminu og aðalstjórnin sviptir klúbb, sem ekki hefur greitt gjöldin samkvæmt upplýsingum frá umdæmisstjóra í 6 mánuði, réttindum meðan gjöldin eru ógreidd.
D) Umdæmisstjóri afhendir öllum klúbbum í umdæminu endurskoðað reikningsyfirlit yfir sjóði umdæmisins, þrem mánuðum áður en hann lýkur störfum. Yfirlitið ræðist á umdæmisþingi.
7. liður - Umdæmisstjóri.
A) Val á umdæmisstjóraefni. Val á umdæmisstjóraefni skal fara fram á árinu áður en sá tilnefndi á að taka þátt í alþjóðafræðslumóti umdæmisstjóraefna og kjöri hans á allsherjarþingi. Sé um sérstakar ástæður að ræða má valið fara fram árið áður en umdæmisstjóraefni tekur við.
B) 1. Verðleikar umdæmisstjóra. Allir sem tilnefndir eru til stöðu umdæmisstjóra skulu vera þessum verðleikum búnir þegar þeir eru valdir - nema aðalstjórn geri á þeim undantekningar:
I. Virtur félagi, annar en heiðursfélagi, í klúbbi í viðkomandi umdæmi.
II. Félagsaðild hans sé samkvæmt ströngustu reglum og starfsgrein hans í fullu gildi.
III. Klúbbur hans sé skuldlaus við R.I. og hafi verið í lok fjárhagsársins er hann var valinn.
IV. Hafi verið forseti rótarýklúbbs í heilt ár.
V. Hafi líkamlega og aðra hæfni til að rækja þær skyldur umdæmisstjóra sem hér eru nefndar.
VI. Hæfni og trúverðugleika til að gangast undir þær kvaðir sem nefndar eru í C-undirlið þessa liðar.
2. Félagi sem játast hefur að gerast umdæmisstjóri undirritar skuldbindingu um að inna starfið trúverðuglega af höndum, samkvæmt þeim skyldum og framtaki sem þessi lög gera ráð fyrir, og sendir hana undirritaða til R.I. um hendur framkvæmdastjóra.
3. Uppfylli tilnefndur umdæmisstjóri ekki þau skilyrði sem sett er í lögunum skal honum hafnað og framkvæmdastjóri ber hann ekki upp til samþykktar á allsherjarþingi.
4. Berist aðalstjórn undirrituð skuldbinding frá umdæmisstjóraefni, eins og hér er ráð fyrir gert en hún hefur efasemdir um hæfni umdæmisstjóraefnis að takast á hendur starfið, getur hún frestað viðurkenningu. Aðalstjórn tilkynnir þá umdæmisstjóra og umdæmisstjórsefni þessa frestun og gefur þeim kost á að senda um hendur umdæmisstjóra og framnkvæmdastjóra viðbótarupplýsingar um hæfni umdæmisstjóraefnis og trúmennsku í tilvonandi starfi. Að þessum upplýsingum fengnum gerir aðalstjórn annað tveggja að hafna umdæmisstjóraefninu alveg, og þá með tveimur þriðju hlutum atkvæða, eða draga frestun og höfnun til baka.
5. Hafni aðalstjórn umdæmisstjóraefni samkvæmt framangreindum ástæðum tilkynnir framkvæmda-stjóri umdæmisstjóra viðkomandi umdæmis um höfnun umdæmisstjóraefnisins og ástæður fyrir henni og hann tilkynnir það hlutaðeigandi. Ef tími vinnst til skal þá fara fram í umdæminu bréfleg at-kvæðagreiðsla um umdæmisstjóraefni með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í lögum þessum. Láti um-dæmi undir höfuð leggjast að velja umdæmisstjóraefni skal það gert eins og fyrir er mælt í undirlið G þessa liðar laganna.
C) Verðleikar umdæmisstjóra. Umdæmisstjóri skal hafa sótt atþjóðafræðslumót R.I. fyrir umdæmisstjóraefni nema sérstakar ástæður, viðurkenndar af aðalstjórn, hafi hamlað. Hann skal hafa verið félagi í einum eða fleiri klúbbum í sjö ár eða lengur og vera það áfram og uppfylla öll skilyrði sem rakin eru í B-undirlið hér að ofan,
D) Skyldur. 1. Umdæmisstjóri er sýslunarmaður R.I. í umdæminu og starfar undir stjórn og umsjón aðalstjórnar. í störfum hans við ráðgjöf og eftirlit með klúbbum umdæmisins er það staðföst skylda hans að rækja og efla mark og mið rótarýs. Hann ber persónulega ábyrgð á:
I. að stofnsetja nýja klúbba í umdæminu,
II. að efla og styrkja þá klúbba sem fyrir eru í umdæminu,
III. að auka og rækta samstarf og tengsl milli klúbbanna í umdæminu og milli klúbbanna og R.I.
IV. að undirbúa og stýra umdæmisþingi og aðstoða verðandi umdæmisstjóra við að undirbúa og sjá um formót,
V. að heimsækja persónulega alla klúbba í umdæminu eins fljótt og tími vinnst til og æskilega á fyrri 6 mánuðunum,
VI. að senda forsetum og riturum klúbbanna fréttabréf mánaðarlega,
VII. að gefa forseta R.I. og aðalstjórn skýrslu þegar þess er óskað,
VIII. að gefa verðandi umdæmisstjóra skýrslu um ástandið í öllum klúbbum umdæmisins ásamt ráðgjöf um eflingu þeirra,
IX. að afhenda eftirmanni sínum skýrslur og plögg umdæmisins,
X. að rækja á allan hátt þær skyldur sem á herðum hans hvíla sem forsvarsmanni R.I. í umdæminu.
Þessi 12. grein er allmiklu lengri og kveður á um ýmis undantekningaratriði, forföll o.s.frv. Jafnframt eru þar ákvæði um reglur sem gilda í Stóra-Bretlandi og írlandi.
13. grein Nefndir og ráð
1. liður. - Fastanefndir.
1. Forseti skipar eftirtaldar fastanefndir: Stofnskrár- og laganefnd, allsherjarþingsnefnd, umdæmisráð, útbreiðsluráð, fjármálaráð, ráðgjafarnefnd um ávöxtun fjár, félagafjölgunarnefnd, áætlana- og rannsóknarráð, almannatengslaráð, útgáfustjórn og æskulýðsþjónustunefnd. Forseti skipar sérstaka allsherjarþingsnefnd til að sjá um þingið á næsta ári.
2. Allar þessar nefndir hefja störf 1. júlí í upphafi þess árs sem þær eiga að starfa.
Þessi lagagrein, nr. 13, er miklu lengri og gerir í smáat-riðum grein fyrir skipun nefnda, störfum þeirra, valdi og viðfangsefn um.
14. grein Fjármál
1. liður. - Fjárhagsár. Fjárhagsár R.I. hefst 1. júlí og end- ar 30. júní.
2. liður. - Skýrslur klúbba. Hinn 1. júlí og 1. janúar ár hvert skulu allir rótarýklúbbar gera aðalstjórn grein fyrir félagatölunni á þessum dögum. Skýrslan skal vera undirrituð af forseta og ritara klúbbsins og sendast framkvæmdastjóra R.I.
3. liður. - Gjöld.
A) Rótarýklúbbur skal greiða til R.I. af hverjum virkum, aldvirkum og fyrrvirkum félaga fjórtán og hálfan dollar hálfsárslega ($14.50, þ.e. $29) á árinu 1992-1993, fimmtán og hálfan dollar hálfsárslega á árinu 1993-94, sextán og hálfan dollar hálfsárslega á árinu 1994-95 ($33) og seytján og hálfan dollar hálfsárslega á árinu 1995-96 ($35) - og þar til löggjafarráð ákveður annað.
B) Á því ári sem þing löggjafarráðs er haldið skulu rótarýklúbbar greiða eins dollars ($1.00) aukagjald fyrir hvern virkan, aldvirkan og fyrrvirkan félaga til að standa straum af ferðakostnaði fulltrúa á þing löggjafarráðsins. Aðalstjórn ákveður greiðslumáta á þessu gjaldi hverju sinni.
C) Aðalstjórn getur endurgreitt klúbbum hluta af nefndum gjöldum ef henni virðist það vera sanngjarnt.
Undirliður D, 1 og 2, gerir grein fyrir greiðslum og greiðslufyrirkomulagi fyrir klúbba í Stóra-Bretlandi og Írlandi, hinni sérstöku R.I.-deild.
E) Ef gengi gjaldmiðils í einhverju landi fellur mjög mikið samanborið við dollar, svo að gjöldin verða óeðlilega há í gjaldeyri landsins, getur aðalstjórn hagað greiðslukröfum sínum í samræmi við það.
4. liður. - Skildagi.
A) Hinn 1. júlí og 1. janúar er gjalddagi þeirra gjalda sem nefnd eru í 3. lið hér að framan nema gjöldin sem nefnd eru í 3. lið - B skulu greidd 1. júlí. Fyrir félaga sem gengur í klúbbinn eftir 1. júlí skal greiða $7.25 1. október og sömu upphæð 1. apríl fyrir félaga sem geng-ur í klúbbinn eftir 1. janúar á árinu 1992-93, $7.25 doll-ara á árinu 1993-94, $8.25 á árinu 1994-95 og $8.75 á árinu 1995-96 - og þar til löggjafarráð breytir þessu. Gjöld skulu greidd R.I. í Bandaríkjadollurum. Sé hins vegar óhægt eða ógerlegt að greiða gjaldið í dollurum getur aðalstjórn leyft greiðslur í öðrum gjaldmiðli. Aðalstjórn getur einnig veitt frest á greiðslu gjalda ef þörf krefur.
5. liður. - Fjárhagsáætlun. Aðalstjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Gjöld skulu ekki fara fram úr áætlun.
6. liður. - Fimm ára áætlun.
6. liður er í 3 undirliðum. Þar er kveðið á um að aðalstjórn skuli ræða og gera áætlun um störf og útgjöld samtakanna 5 ár fram í tímann. Aðalstjórn skal kynna löggjafarráði þessa áætlun svo að hún komi að gagni við umræður og ályktun ráðsins. Fjárhagsákvæði fyrsta árs þessarar 5 ára áætlunar skulu gilda fyrir þinghaldsár löggjafarráðs.
7. liður. - Endurskoðun. Aðalstjórn ákveður og lætur fara fram endurskoðun á bókhaldi R.I. árlega af löggildum viðurkenndum endurskoðendum og opinberum í því landi sem endurskoðunin er gerð. Framkvæmdastjóri og féhirðir skulu leggja bókhald og fjárhag fram til endurskoðunar hvenær sem aðalstjórn óskar þess.
8. liður.
Innan 60 daga frá því að lokið er ársuppgjöri R.I. skal framkvæmdastjóri birta yfirlit um útgjöld R.I. þar sem eftirfarandi atriði komi skýrt fram: Útgjöld forsetaskrifstofu, útgjöld aðalskrifstofu, útgjöld vegna aðalstjórnar, útgjöld vegna allsherjarþings. Sérstök grein skal gerð fyrir þeim liðum sem fara meira en 10% fram úr áætlun. Aðalstjórnarmenn, fyrrverandi sýslunarmenn R.I. skulu fá þetta uppgjör - og klúbbar ef þeir óska þess.
15. grein
Nafn og merki
1. liður. - Friðhelgun. Aðalstjórn helgar rótarýhreyfingunni merki, spjöld og önnur kennitákn sem eingöngu skulu notuð af rótarýfélögum.
2. liður. - Einkanot. Nafn R.I., merki eða önnur kennitákn má enginn félagi eða klúbbur nota sem vörumerki eða á nokkurn hátt í viðskiptaskyni. R.I. viðurkennir ekki samsetningu eða tengingu merkja samtakanna við önnur merki eða nöfn samtaka eða fyrirtækja.
16. grein
Önnur stjórnunaratriði
1. liður. - Fundarsóknarskýrslur. Rótarýklúbbar skulu gefa mánaðarlega skýrslu um fundarsókn félaga eftir síðasta fund mánaðarins.
3. liður. - Alþjóðafræðslumótið.
A) Tilgangur. Árlega skal haldið alþjóðafræðslumót fyrir verðandi umdæmisstjóra til að gera þá og aðra þátttakendur betur hæfa í stjórnarháttum, eflingu rótarýstarfs og framkvæmd rótarýmálefna.
B) Aðalstjórn ákveður stað alþjóðafræðslumótsins og skipuleggur dagskrá þess. Aðalstjórn ákveður einnig hvenær fræðslumótið er haldið og skal það vera á tímabilinu 15. febrúar - marsloka.
C) Þátttakendur. Þátttakendur á alþjóðafræðslumótinu skulu vera: Forseti R.I. og aðrir aðalstjórnarmenn, forsetaefni og tilnefndir fulltrúar í aðalstjórn, framkvæmdastjóri, féhirðir, öll umdæmisstjóraefni og verðandi stjórnendur í Stóra-Bretlandi og Írlandi, formenn fastanefnda R.I. og aðrir rótarýfélagar sem aðalstjórn kann að tilnefna.
D) Aukafræðslumót. Ef nauðsyn krefur getur aðalstjórn ákveðið að halda tvö eða fleiri fræðslumót og eins svæðismót á þeim stöðum og tíma sem hún ákveður.
17. grein
Tímarit
1. liður. - Vald.
Aðalstjórn skal gefa út eða láta gefa út undir sinni stjórn og eftirliti opinbert tímarit R.I. og bera ábyrgð á öllu sem útgáfu þess snertir. Tímaritið skal gefið út í þeim eintakafjölda sem aðalstjórn fyrirskipar, aðalútgáfa þess sé á ensku og nefnist The Rotarian. Tilgangurinn með útgáfu þessa opinbera tímarits er sá að það sé miðill aðalstjórnar til að útbreiða, efla og styrkja rótarýmálefni og mark og mið R.I.
2. liður. - Áskrift.
A) 1. Áskriftargjald tímaritsins er ákveðið af aðalstjórn.
2. Klúbbar í Bandaríkjunum og Kanada skulu gera það að skilyrði fyrir félagsaðild í klúbbi að allir virkir, aldvirkir og fyrrvirkir félagar séu áskrifendur að tímaritinu meðan þeir eru í klúbbnum. Áskriftar gjaldið skal innheimt ásamt venjulegum félagsgjöldum. Klúbburinn heldur sérstaka skrá yfir áskrifend-ur og sendir áskriftargjaldið til R.I. Hann er því útsöluaðili fyrir tímaritið.
B) Tekjum af útgáfu tímaritsins árlega skal eingöngu varið til .útgáfunnar og endurbóta á henni nema aðalstjórn ákveði annað. Verði ágóði á útgáfunni skal hann lagður í almennan tekjuafgangssjóð R.I. við lok fjárhagsárs.
3. liður -
A) Klúbbar utan Bandaríkjanna og Kanada skulu gera virkum, aldvirkum og fyrrvirkum rótarýfélögum að skyldu að kaupa hið opinbera tímarit R.I. eða að öðrum kosti svæðistímarit rótarýklúbba sem viðurkennt er af aðalstjórn R.I.
B) Undanskilja má klúbb þessu ákvæði ef hin viðurkenndu rótarýtímarit eru prentuð á máli sem félagar hans ekki skilja.
18. grein
Rótarýsjóðurinn
1. liður. Rótarýsjóður R.I. skal eingöngu starfa í þágu mannúðar- og menningarmála. Stjórn hans rekur hann í þessum tilgangi samkvæmt lagalegum reglum og stofnákvæðum sem hún má aðeins breyta með leyfi aðalstjórnar.
2. liður. Forseti R.I. skipar 13 manna sjóðsstjórn með samþykki aðalstjórnar. Sex þessara stjórnarmanna skulu vera fyrr-verandi forsetar R.I. Allir stjórnarmenn skulu uppfylla skilyrði sem sett eru í lögum fyrir Rótarýsjóð.
4. liður. Allir sjóðsstjórnarmenn skulu starfa launalaust.
5. liður. Sjóðsstjórnarmenn þurfa leyfi aðalstjórnar fyrir allri eyðslu úr sjóðnum nema:
I. vegna nauðsynlegra stjórnunarútgjalda - og
II. ráðstöfunar á sérstökum gjöfum til sjóðsins sem háðar eru fyrirmælum gefenda eða óskum. Þessi útgjöld ákvarðast af sjóðsstjórninni.
6. liður. Sjóðsstjórn skal gefa aðalstjórn skýrslu um framkvæmdir og fjármál sjóðsins, a.m.k. einu sinni á ári.
19. grein
Tryggingar
Aðalstjórn R.I. getur á hverjum tíma tryggt stjórnarmenn, forsvarsmenn, starfsfólk og umboðsmenn samtakanna.
20. grein
Lagabreytingar
1. liður. - Tímasetning breytinga. Þessum lögum má aðeins breyta með meirihluta atkvæða viðstaddra fulltrúa á þingi löggjafarráðs - nema í bráðatilvikum eins og lýst er í 6. grein, 2. lið. Klúbbar geta sent framkvæmdastjóra mótmæli gegn lagabreytingum löggjafarráðs og þarf þá að koma til kasta allsherjarþings eins og fram er tekið í 8. grein, 10. lið - H. Allsherjarþing getur breytt þessum lögum með meirihluta atkvæða fulltrúa á þinginu enda séu breytingartillögur teknar fyrir um leið og þær berast eftir að löggjafarráð hefur fjallað um þær.
2. liður. - Hver má flytja breytingartillögur. Tillögur um breytingar á lögum þessum mega einungis koma frá klúbbum, frá umdæmisþingum, frá stjórn R.I. í Stóra-Bretlandi og Írlandi, frá löggjafarráði og frá aðalstjórn. Aðalstjórn skal ekki bera fram neinar breytingar við 18. grein laganna nema að fengnu samþykki stjórnar Rótarýsjóðs.
3. liður. - Framkvæmd.
1. Allar breytingartillögur við þessi lög skulu sendar framkvæmdastjóra R.I. eigi síðar en 1. maí á árinu næstu á undan þingári löggjafarráðs.
2. Framkvæmdastjóri skal senda afrit af öllum breytingartillögum við lögin til allra fulltrúa í löggjafarráði og riturum allra klúbba ekki síðar en 120 dögum fyrir þann tíma sem ákveðinn hefur verið fyrir þinghald löggjafarráðs.
4. liður. Löggjafarráð skal taka til meðferðar allar rétt fram lagð-ar breytingartillögur við lögin, svo og breytingartillögur við þær.
5. liður. Fjármálabreytingar. Breytingar á gjöldum klúbba skulu ekki taka gildi fyrr en 1. janúar næstan á eftir að breyting var samþykkt.
7. kafli
8. kafli
LÖG RÓTARÝSJÓÐSINS
1. grein
Tilgangur stofnunar
1. liður. - Tilgangur. Tilgangur stofnunar skal vera sá sem lýst er í stofnskrá hennar.
2. grein
1. liður. - Aðilar.
Lögaðili stofnunarinnar er aöeins einn og kallast hann „stofnaðili." Stofnaðilinn frá upphafi er Rotary International, löghelguð félagsstofnun í Illinois, án allra viðskiptahagsmuna, eða arftaki hennar vegna samruna, samskipta eða nafnbreytingar. Leggist þessi stofnaðili niður skulu stjórnarmenn stofnunarinnar, Rótarýsjóðsins, velja nýjan í hans stað.
2. liður. - Kosningar og skipanir.
Árlega skal stofnaðili (þ.e. R.I.) tilnefna stjórnarmenn í stað þeirra sem hætta samkvæmt reglum og fylla í eyður sem komið hafa í sjóösstjórn. Þessi gerð stofnaðila fer fram á árlegum fundi hans.
3. liður. - Starfshættir.
Stofnaðili tekur ákvöröun með meirihlutasamþykkt alþjóðlegra stjórnarmanna, nema annað sé fram tekið í lögum þessum, og tilkynnir hana formanni eða ritara sjóðsstjórnar í bréfi, undirrituðu af forsvarsmanni stofnaðila.
4. liður. - Samþykki stofnaðila.
Stofnaðili verður að samþykkja eftirtaldar gerðir sjóðsstjórnar:
A) Greiðslur af öllum eignum Rótarýsjóðs nema:
I. vegna nauðsynlegra útgjalda af stjórn sjóðsins og
II. greiðslur af tekjum eða gjöfum til sjóösins þar sem skilyrði eru sett um hvernig verja skuli. (Sjóðsstjórn ræður þessum greiðslum).
B) Breytingar eða endurskoðun á stofnskrá og lögum Rótarýsjóðs,
C) Samruna, samsteypu, slit, eða sölu, lán, skipti, tryggingu á öllum eignum eða verðmætum sjóðsins,
D) Allar framkvæmdaáætlanir, tillögur um gerðir og athafnir sem fram eru bornar til að efla tilgang sjóösins samkvæmt stofnskrá.
3. grein
Sjóðsstjórn
1. liður. - Aðalvald.
Stjórnendur stofnunarinnar, Rótarýsjóðsins, kallast sjóðsstjórnarmenn. Öllum gerðum stofnunarinnar skal stjórnað af sjóðsstjórnarmönnum en viss málefni þurfa einnig samþykki stofnaðila eins og fram er tekið í 2. grein, 4. lið. í stjórnarstörfum skulu sjóðsstjórnarmenn hafa eftirtaldar skyldur og völd:
A. að varðveita, ávaxta, stjórna og ráðstafa öllum sjóðum og eignum stofnunarinnar. Til áherslu þessarar ábyrgðar sjóðsstjórnar er henni falið að hafa með höndum:
I. að selja, leigja, færa til og skipta á hvaða eignarhluta sjóðsins sem er með þeim kjörum og við þær aðstæður sem hún telur bestar,
II. að hafa yfir að segja og ráða öllum umboðsmönnum, lögráögjöf og samþykktum sem hún telur sannar og réttar og í samræmi við lög,
III. að ávaxta og endurávaxta lán, tryggingar og fast- eignir á þann hátt sem hún telur vænstan fyrir heildarávöxtun sjóöa stofnunar,
IV. að ákveða hvort fjármunir eöa eignir, sem sjóðurinn fær, skuli lagöir í heildarsjóð til að standa straum af almennum rekstrarframkvæmdum eða þeir lagðir í sérstakan sjóð til vissra, ákveðinna verkefna, og meta hvort kostnaður eða töp skuli leggjast á heildarsjóð eða fjárveitingar til vissra verkefna,
V. að velja og ráða hæfa umboðsmenn og lögmenn, þ.á.m. ávöxtunarforstjóra, sem sjóðsstjórn veitir hæfileg völd að hennar mati og lög leyfa, og greiða þeim þau laun sem hæfileg teljast,
VI. að semja og samþykkja fjárhagsáætlun og ráðstafa sjóðum til áætlanagerðar, framkvæmda og aðgerða stofnunar,
VII. að greiða öll nauösynleg útgjöld við stjórn stofnunarinnar, þ.á m. kostnað stjórnarmanna, úr sjóðum hennar nema stjórn stofnaðila hafi séð fyrir þeim á annan hátt.
B. Að stjórna öllum gerðum, áætlunum og framkvæmdum stofnunarinnar.
C. Að vega sífellt og meta allar gerðir, áætlanir og framkvæmdir greiddar af stofnuninni og gefa stofnaðila árlega skýrslu um öll verðlaun og styrki á vegum stofnunarinnar.
D. Að kynna stofnunina, dreifa upplýsingum um hana og stuðla að nægilegri þekkingu einstaklinga, klúbba og annarra styrktaraðila á störfum hennar og framtaki.
E. Að eiga frumkvæði að og gera tillögur um nýjar framkvæmdir og aðgerðir á vegum stofnunarinnar.
F. Að athuga og taka ákvörðun um tillögur frá stjórn stofnaðila um breytingar á lögum eða stofnskrá R.I. sem snerta stofnunina. Séu þessar breytingartillögur bornar fram af öðrum aðilum skulu stjórnarmenn stofnunar og stofnaðila fjalla um þær sameiginlega áður en þær koma til kasta allsherjarþings og löggjafarráðs.
G. Að taka til athugunar og endurskoðunar nýjar reglur og fyrirmæli um stjórnun stofnunarinnar sem að þeirra mati eru nauðsynlegar eða æskilegar svo fremi þær brjóti ekki í bága viö stofnskrá og lög stofnaðila eða stofnskrá stofnunarinnar og þessi lög.
2. liður. - Fjöldi stjórnarmanna, skipun og tími.
Stjórnarmenn þessarar stofnunar, Rótarýsjóðs, skulu vera 13. Þeir skulu vera skipaðir af forseta stofnaðila, þ.e. R.I., með samþykki stjórnar stofnaðila. Sex stjórnarmenn skulu vera fyrrverandi forsetar stofnaöila, R.I., og þeir eru skipaðir til 6 ára í senn. Starfstími annarra stjórnarmanna en fyrrverandi forseta skal vera 3 ár. Endurskipa má stjórnarmenn ef þeir uppfylla þá þau skilyrði sem fram eru sett um stjórnarmenn í þessum lið og 3. lið þessarar greinar. Stjórnarmenn eru í starfi til enda skipunartíma nema til komi dauðsfall, afsögn eða önnur forföll.
3. liður. - Verðleikar.
Allir stjórnarmenn skulu vera rótarýfélagar, þó ekki heiðursfélagar. Þrír þeirra skulu hafa haft reynslu af störfum á þeim sviðum sem stofnunin styrkir og helgar sér og tveir þeirra skulu vera reyndir fjármálamenn. A.m.k. einn stjórnarmaður stofnunar skal vera frá hverju því rótarýsvæði sem tilnefnir fulltrúa í aðalstjórn stofnaðila, þ.e. R.I.
Greinar laga Rótarýsjóðs eru alls 9. Í framhaldi 3. gr., sem er alls í 8 liðum, er fjallað um ýmis atriði sem upp kunna að koma í stjórninni, svo sem forföll, formannskjör, o.s.frv. Í 4. gr. eru reglur um fjölda funda, boðun þeirra, fundarstjórn o.fl. Í 5. gr. erfjallað um skiptingu stjórnar, aðframkvæmdastjóri sjóðsins skuli vera sá sami og framkvæmdastjóri R.L Þá eru atriði um skyldur og verðleika formanns og framkvæmdastjóra og varamanna þeirra. í 6. gr. eru reglur um nefndir sem starfa á vegum sjóðsstjórnar og í 7. gr. um samstarfsnefnd stjórnar Rótarýsjóðs og aðalstjórnar R.I. í 8. gr. eru reglur um uppgjör og endurskoðun, ábyrgðartryggingar og fjárhagsáætlun. Í 9. gr. eru ákvæði um tryggingar stjórnar- og starfsmanna og um endurskoðun laga um sjóðinn.
9. kafli
ÍSLENSK RÓTARÝMÁL
Ávarp við inntöku nýrra félaga
Að lokinni fundarsetningu ávarpar forsetinn nýliöann NN: Í dag er þér heilsað sem fullgildum félaga í Rótarý- klúbbi........................ sem er í 1360. umdæmi Rotary International. Rótarýfélagsskapurinn er opinber félagsskapur og starfar í öllum heimsálfum. Félagar eru valdir án tillits til trúmála, stjórnmála eöa þjóðernis. Rótarý er félagsskapur manna sem vilja vinna að hugsjón rótarýs, þjónustuhugsjóninni, en hún er skilyrði allrar góðrar og gagn-legrar starfsemi. Markmið rótarýfélagsskaparins er að vinna að aukinni kynningu, svo aö hún veiti tækifæri til þjónustu, að glæða háleitar siðgæðiskröfur í athöfnum og embættisrekstri, viðurkenningu á gildi allra nytsamra starfa og virðingu hvers rótarýfélga fyrir starfi sínu, að auka þjónustuhugsjóninni fylgi meö drengilegri framkomu hvers rótarýfélaga í einkalífi, atvinnu og þjóðfélagsstörfum, að efla samkomulag, góðvild og frið þjóða á milli með heimsfélagsskap framkvæmda- og embættismanna sem þjónustuhugsjónin tengir saman. Rótarýfélagsskapurinn vill þannig efla drengilega þjónustu og auka kynni milli einstaklinga og þjóða. Það vill hann gera á grundvelli þessara spaklegu orða: Það sem þér viljið að mennirnir gjöri yður það skulið þér og þeim gjöra. Í klúbbi okkar verður þú aðalfulltrúi fyrir starfsgreinina.................................... Þér hefir verið gefinn kostur á að verða félagi í klúbbi okkar sökum þess að af þeim kynnum og spurnum sem viö félagar klúbbsins höfum haft af þér og starfsháttum þínum erum við þess fullvissir að þér muni ljúft að starfa í samræmi við grundvallarlög rótarýfélagsskaparins. Hvar sem þú kemur á fund í rótarýklúbbi, eða hittir rótarýfélaga, ert þú meðal vina sem ljúft er að liðsinna þér eftir föngum. En félagsskap vorum fylgir ábyrgð og skyldur. Þú hefir því skyldur bæði gagnvart rótarý og starfsgrein þinni. Það er skylda hvers rótarýfélaga að sækja klúbbfundi nema gildar ástæöur hamli. Á fundum takast og eflast gagnkvæm kynni og samstarf félaganna. Það er einnig skylda þín að takast á hendur þau störf sem klúbburinn felur þér. Það er m.a. hlutverk þitt hér í klúbbnum að fræða okkur félaga þína um starfsgrein þína, og sama skylda hvílir á okkur gagnvart þér. Síðast en ekki síst er það skylda þín að beita áhrifum þínum meðal starfsfélaga þinna til eflingar þjónustuhugsjóninni og að sýna þá hugsun jafnan í verki. Vertu þess minnugur að klúbbur okkar og rótarý verða metin eftir þér og starfi þínu. í þeirri von og í því trausti að þú styðjir málefni vort lýsi ég því hér með yfir að þú ert fullgildur félagi í Rótarýklúbbi...................................... með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja.
(Handbók ísl. rótarýklúbbanna 1967)
Ávarp við endurtöku fyrrum rótarýfélaga
Að lokinni fundarsetningu ávarpar forseti félagann NN: Í dag er þér heilsað sem félaga í Rótarýklúbbi ..................................... Þar sem þú þegar hefur verið starfandi rótarýfélagi er þér kunnugt um stefnu, hlutverk og starf rótarý í öllum aðalatriðum og um réttindi og skyldur rótarýfélaga og er því eigi þörf á að fara hér um það orðum sérstaklega. Þér hefir veriö gefinn kostur á að gerast félagi í klúbbi okkar sökum þess, að vegna kynna okkar af þér og störfum þínum í rótarý erum við þess fullvissir að þér mun ljúft að starfa áfram að viögangi rótarýs og heill og gengi klúbbs okkar. Þú veröur fulltrúi fyrir starfsgreinina ....................................................... (eða tekinn í klúbbinn sem aldvirkur félagi.) Ég lýsi því hér með yfir að þú ert fullgildur félagi í Rótarýklúbbi....................................... og býð þig velkominn meðal okkar.
(Handbók ísl. rótarýklúbbanna 1967)
Nemendaskipti
Einn áhrifamesti þáttur í alþjóðaþjónustu Rótarýhreyfingarinnar er nemendaskiptin. Íslenska rótarýumdæmið hefur tekið þátt í þessari starfsemi með aðstoð og framlagi einstakra klúbba. Sérstök nefnd hefur séð um þetta starf á vegum umdæmisins, svonefnd æskulýðsnefnd. Þessi starfsemi hefur yfirleitt farið þannig fram að íslenska umdæmið og umdæmi í öðru landi koma sér saman um að skiptast á unglingum til dvalar í löndunum á víxl. Æskulýðsnefnd leitar þá til einstakra klúbba um fyrirgreiðslu og dvalarstaö fyrir ungling. Dvalartími er sem næst ár og gert er ráð fyrir að unglingurinn stundi nám í framhaldsskóla. Hann er yfirleitt á aldrinum 16-18 ára.
Hlutverk einstakra klúbba í þessari starfsemi er að velja unglinga til farar og koma nemendum fyrir á heimilum. Talið er heppilegt að fósturheimili séu tvö eöa þrjú yfir árið. Venjulegast eru þetta heimili rótarýfélaga þótt ekki hafi það verið einhlítt. Mikið starf liggur á bak við hver nemendaskipti en í langflestum tilfellum hafa þau verið til ánægju og þroska fyrir alla aðila og oftast stuðlað að traustum kynnum og vináttu til langframa. Landkynning á báða bóga er mikil og ánægjuleg.
Á síðasta áratug hafa margir erlendir skiptinemar dvalist hér á landi á vegum íslensku klúbbanna, flestir frá Banda-ríkjunum en einnig margir frá Ástralíu og fleiri löndum. Íslenskir nemar hafa svo dvalist í þessum löndum í staðinn.
Þótt allmikið sé fyrir þessum nemendaskiptum haft er það yfirleitt dómur þeirra sem að þeim hafa staðið að þau séu ánægjuleg og þroskavænleg fyrir unglingana. Kynnin verða til gagns og gleði til frambúðar. Vandi íslensku rótarýklúbbanna er að fá fósturheimili fyrir erlendu unglingana. Til þess þarf að vanda og ekki skyldi játa að taka við erlendum skiptinema fyrr en fengið er skýrt loforð frá amk. tveimur heimilum um dvöl fyrir hann.
Einnig hefur tíðkast síðustu ár að skipst er á unglingum um mánaðartíma að sumrinu. Klúbbar hafa forgöngu um það en oft eru þetta bein skipti milli heimila.
Starfshópaskipti
Rótarýsjóðurinn styrkir allviðamikla kynningarstarfsemi innan hreyfingarinnar sem hér á landi hefur verið kölluð námshópaskipti vegna enska heitisins (Group Study Ex-change) en hér verður nefnd starfshópaskipti. Hér er um að ræða skipti á starfandi fólki milli umdæma í tveim löndum. Rótarýsjóðurinn greiöir ferðalög hópa milli landa en hlutaðeigandi umdæmi sjá um dvöl og ferðalög í gistilandinu. Að sjálfsögðu eru klúbbar virkjaðir til að annast þessa framkvæmd.
Starfsemi þessi fer þannig fram að tvö umdæmi, sitt í hvoru landinu, koma sér saman um að skiptast á hópi vinnandi fólks á aldrinum 25-35 ára til kynningar á landi og þjóð og störfum í gistilandinu. Hópurinn er 4-6 manns, konur og karlar, helst sinn úr hverri starfsgrein og þátttakendur mega ekki vera rótarýfélagar. Fararstjóri hópsins er hins vegar reyndur og traustur rótarýfélagi.
Ætlunin er að kynnishópurinn ferðist um umdæmið, segi frá landi sínu og þjóð á rótarýfundum og öðrum samkomum og kynnist starfsbræðrum sínum og systrum í gistilandinu og framkvæmd mála í sinni starfsgrein. Gestir gista yfirleitt á heimilum rótarýfélaga og reynt er að þeir lendi hjá gestgjöfum í sinni stétt.
Íslenska rótarýumdæmið hefur fimm sinnum skipst á hópum við umdæmi í öðrum löndum. Þrír hópar hafa kom-ð frá Bandaríkjunum og tveir frá Ástralíu. Hópar frá Íslandi hafa farið jafnoft til þessara landa. Fyrstu skiptin fóru fram árið 1968 þegar sex karlar fóru til umdæmis nr. 660 (6600) í Ohió í Bandaríkjunum. í staðinn komu jafnmargir þaðan hingað til lands. Fararstjóri hópsins til Ohió var Gissur Ó. Erlingsson fyrrv. umdæmisstjóri.
Tíu árum síðar, árið 1978, fór fimm manna hópur undir fararstjórn Óskars Þórs Sigurbjörnssonar skólastjóra til umdæmis nr. 265 (2650) í Nýja Suöur-Wales í Ástralíu og fimm menn þaðan komu þá hingað.
Árið 1980 fór fimm manna hópur til umdæmis nr. 583 (5830) í Texas í Bandaríkjunum. Fararstjóri var Jón R. Hjálmarsson fyrrv. umdæmisstjóri. Þaðan komu jafnmargir hingað.
Árið 1986 fóru fimm manns til umdæmis nr. 511 (5110) í Oregon í Bandaríkjunum en áður hafði jafnstór hópur komið hingað í heimsókn. Fararstjóri var Gísli Jónsson prófessor.
Árið 1992 fór fjögurra manna hópur til umdæmis nr. 9600 í Suður-Queensland í Ástralíu og var nú kona í fyrsta sinn í hópnum. Fararstjóri var Ómar Steindórsson fyrrv. umdæmisstjóri og honum til aðstoðar var kona hans, Guðlaug Jóhannsdóttir. Jafnstór hópur frá þessu umdæmi í Ástralíu kom í kynnisför hingað, þar af tvær konur. Þessi starfshópaskipti hafa öll verið hin ánægjulegustu og haft mikil og góð áhrif. Þau gætu verið tíöari en hins vegar liggur umfangsmikið starf að baki því að koma þeim í kring. Ísland er eitt umdæmi og sjálfsagt þykir að erlendu gestirnir ferðist sem víðast um þaö. Það er hins vegar bæði viðurhlutamikið og allmjög kostnaðarsamt. Æskilegt væri samt að þessi starfshópaskipti gætu farið fram amk. þriðja hvert ár.
Sérstök nefnd, svokölluð námshópanefnd, hefur séð um þessa starfsemi á vegum umdæmisins og í samvinnu við umdæmisstjóra. Margir þátttakendur í þessum kynnisferðum hafa síðar gerst rótarýfélagar.
Inner Wheel
Konur rótarýfélaga hafa víða stofnað til félagasamtaka sem nefnast Inner Wheel. Nafnið skírskotar til merkis rótarýhreyfingarinnar og hefur það ekki verið þýtt fremur en rótarý. Hér á landi eru starfandi átta Inner Wheelklúbbar. Þeir eru í þessum bæjum: Akureyri, Borgarnesi, Hafnarfirði, Keflavík, Kópavogi, Selfossi og tveir í Reykjavík, annar í Breiðholti.
Þessi hreyfing eiginkvenna rótarýfélaga á upptök sín í Bretlandi. Fyrsti klúbburinn var stofnaður í Manchester árið 1924. Samband Inner Wheelklúbba um víða veröld var stofnað árið 1967, Alþjóða Inner Wheel. Félagar munu nú vera um 80 þúsund.
Hingað til lands barst Inner Wheelhreyfingin árið 1973 þegar Ingibjörg Guðmundsdóttir lyfjafræðingur beitti sér fyrir stofnun Inner Wheelklúbbs Reykjavíkur þann 15. mars það ár. Þann 7. nóvember 1987 stofnuðu Inner Wheelklúbbarnir átta sérstakt Inner Wheelumdæmi sem er nr. 136. Fyrsti umdæmisstjóri var Arndís Þorbjarnardóttir á Selfossi. Ársþing Inner Wheel umdæmisins hefur á undanförnum árum verið haldið í tengslum við umdæmisþing rótarýs.
Inner Wheelklúbbar halda yfirleitt fundi sína einu sinni í mánuöi að vetrinum. Viðfangsefni þeirra er að efla kynni og styrkja hollvænlega starfsemi, oft í tengslum við rótarýklúbbinn. Reynslan hefur sýnt að rótarýklúbburinn er styrkari ef traustur Inner Wheelklúbbur styður við bakið á honum. Þessa gætir ekki síst í sérstökum viðfangsefnum klúbba, svo sem skógrækt og öðrum samfélagsverkefnum.
Samskipti við rótarýfélaga á Nordurlöndum
Eins og skýrt hefur verið frá voru íslensku rótarýklúbbarnir í danska rótarýumdæminu áður en íslenska umdæmið var stofnaö árið 1946. Alla tíð síðan hafa allmikil samskipti verið milli íslenska umdæmisins og umdæma annars staðar á Norðurlöndum. Sú venja er komin á að fulltrúi frá einhverju umdæmi í þeim löndum kemur á umdæmisþing hér á landi ásamt fulltrúa frá forseta R.I., og flytur þar ávarp og kveðjur frá rótarýfélögum á Norðurlöndum. Þessi fulltrúi er ýmist frá Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð og er sú hefð komin á að þjóöir skiptast á um að senda fulltrúa. Venjulega er þetta umdæmisstjóri frá einhverju landanna, fyrrverandi umdæmisstjóri eða verðandi. Umdæmin í hlutaðeigandi landi velja fulltrúann. íslenski um-dæmisstjórinn mætir svo venjulega á umdæmisþingi í því umdæmi sem sendi fulltrúann til fslands og er þá fulltrúi allra rótarýfélaga á Noröurlöndum á því þingi. Að sjálfsögðu hafa margs konar kunnleika- og vináttubönd myndast af þessum samskiptum.
Íslenska rótarýumdæmið tekur þátt í útgáfu Rotary Norden. Íslenskir rótarýfélagar hafa átt fulltrúa í ritstjórn blaðsins svo að segja frá stofnun umdæmisins. Áður hafði Árni Friðriksson fiskifræðingur tekið upp tengsl við ritið þótt ekki væru þau fastmótuð. Séra Óskar J. Þorláksson var fyrsti fulltrúi íslenska umdæmisins í ritstjórninni og var hann mjög áhugasamur um vöxt ritsins og viðgang. Um áratugaskeið hefur Jón R. Hjálmarsson átt sæti í ritstjórn Rotary Norden fyrir hönd íslenskra rótarýfélaga og unnið þar mikið starf.
Þetta samstarf um útgáfu Rotary Norden hefur stuðlað aö ýmiss konar tengslum milli rótarýfélaga á öllum Norð-urlöndunum. Fulltrúar frá Rotary Norden hafa mætt á umdæmisþing hér á landi og útgáfustjórn hefur einnig haldið hér fundi. Þetta hefur aö sjálfsögðu aukið skilning milli félaga og klúbba.
C E E M A
Íslenska rótarýumdæmið er aðili að umdæmasambandi, eða öllu heldur rótarýklúbbasambandi, sem nær yfir meginland Evrópu, Austurlönd nær, þ.e. löndin fyrir botni Miðjarðarhafs, og Afríkulönd norðan Sahara. Þetta svæð-issamband, og önnur slík, eru til komin vegna kjörs á fulltrúa í aðalstjórn R.I. og fleiri tilnefninga. Þetta svæðissamband er skammstafað CEEMA (Continental Euro-pean, Eastern Mediterranean and African Region). Árlega eru haldin þing fulltrúa frá þessum löndum þar sem rædd eru sameiginleg áhuga- og hagsmunamál rótarýfélaga á öllu svæðinu eða norðan Alpafjalla.
Íslenskir umdæmisstjórar hafa sótt þessi þing á undanförnum árum. Eru þau á margan hátt smækkuð mynd af allsherjarþingi R.I. Makar eru þar boðnir til leiks og ýmis skemmti- og listaatriði eru á dagskrá auk fundarstarfa. Þátttaka í þessu svæðissamstarfi getur stuðlað að auknum áhrifum á heildarsamtökin. Hins vegar hefur það alltaf hamlað þátttöku íslenskra rótarýfélaga í rótarýsamkomum erlendis hvað langt og dýrt er að fara. Öll ferðalög umdæmisstjóra, verðandi og fyrrverandi, verður að takmarka við þröngan fjárhag. Sama gildir um hinn almenna rótarýfélaga.
REGLUGERÐ
fyrir umdæmisráð íslenska rótarýumdæmisins
1.
Íslenska rótarýumdæmið er nr. 1360 í Rotary Inter-national.
2.
Íslenska rótarýumdæmið nær yfir ísland og eru allir íslensku rótarýklúbbarnir aðilar að því. Nýir klúbbar verða sjálfkrafa aðilar aö umdæminu með réttindum þeim og skyldum sem grundvallarlög Rotary International kveöa á um, svo og öðrum samþykktum ísl. rótarýumdæmisins fari þær ekki í bága við grundvallarlög Rotary International, fyrirmæli eða samþykkt. (T.d. ef taka þarf tillit til sérstakra ísl. aðstæðna og landfræðilegra staðreynda).
3.
Starfandi umdæmisstjóri er sjálfkjörinn í umdæmisráð og er hann jafnframt forseti umdæmisráðsins. Umdæmisráð skal skipað 5 til 7 mönnum og ræður umdæmisstjóri hverju sinni fjölda þeirra. Þessir skulu eiga sæti í umdæmisráði auk umdæmis-stjóra: Fráfarandi umdæmisstjóri, viðtakandi umdæmisstjóri, tilnefndur umdæmisstjóri og 1 til 3 fyrrv. umdæmisstjórar sem umdæmisstjóri tilnefnir eða skipar.
4.
Umdæmisráð er umdæmisstjóra til aðstoðar og ráðgjáfar. Það tekur fyrir og ræðir málefni þau sem umdæmisstjóri leggur fyrir hverju sinni og snerta rótarýmálefni al-mennt eða þau málefni sem ísl. rótarýumdæmið vill beita sér fyrir eða styðja. Að öðru leyti starfar umdæmisráð að eflingu rótarýs á Íslandi. Hver einstakur umdæmisráðsmaður getur æskt fundar í umdæmisráði og/eöa borið upp mál sem að hans dómi varða eða geta varðað rótarý, viðfangsefni ísl. rótarýklúbbanna á hverjum tíma eða tilmæli Rotary International um að sinna sérstökum verkefnum. Ef til atkvæðagreiðslu kemur um eitthvert málefni vegna þess að þaö verður ekki afgreitt með einróma samþykki skal meirihluti atkvæða ráða úrslitum. Verði atkvæði jöfn ræður atkvæði umdæmisstjóra úrslitum. Umdæmisráð getur vísað tilteknum málefnum til umfjöllunar og ákvörðunar umdæmisþings.
5.
Umdæmisstjóri er starfsmaður Rotary International og fer um starf hans og stöðu gagnvart umdæmisráði svo sem ákveðið er og mælt er fyrir um af Rotary International. Umdæmisstjóri er jafnframt tengiliður milli Rotary International og íslenska rótarýumdæmisins og nýtur aðstöðu til starfsemi sinnar í húsakynnum fslenska rótarýumdæmisins en skrifstofa umdæmisins sér um skrifstofuhald og fjárreiður þess.
6.
Umdæmisráð ásamt umdæmisstjóra semur fjárhagsáætlun fyrir ísl. rótarýumdæmið. Áætlun skal lögð fyrir um-dæmisþing til staðfestingar. Umdæmisstjóri sér um að umdæmið standi við skuldbindingar þær sem það hefur sam-þykkt, svo sem greiðslu til Rotary Foundation og Rotary Norden. Ennfremur annast umdæmisstjóri framkvæmd sam-þykkta umdæmisráðs og umdæmisþings. Endurskoðaðir reikningar skulu lagðir fyrir umdæmisþing.
7.
Umdæmisráð heldur fundi þegar umdæmisstjóri ákveður, sbr. þó 4. grein. Öll fundarstörf skulu færð til bókar.
8.
Umdæmisráð ræður starfsfólk á skrifstofu ísl. rótarýumdæmisins í samráði við umdæmisstjóra eða eftir tillögu hans.
Umdæmisstjórar íslenska rótarýumdæmisins
Umdæmisþingstaður
1946-47 Helgi Tómasson, Reykjavík Reykjavík
1947-48 - - Akureyri
1948-49 Óskar J. Þorláksson, Siglufirði Reykjavík
1949-50 - - Akureyri
1950-51 Friðrik J. Rafnar, Akureyri ÞIngvellir
1951-52 Kjartan Jóhannsson, Ísafirði Þingvellir
1952-53 Friðrik A. Friðriksson, Húsavík Mývatnssveit
1953-54 Alfreð Gíslason, Keflavík Reykjavík
1954-55 Þorvaldur Árnason, Hafnarfirði Reykjavík
1955-56 Helgi Elíasson, Reykjavík Reykavík
1956-57 Árni Árnason, Akranesi Bifröst
1957-58 Sigurður Pálsson, Selfossi Þingvellir
1958-59 Helgi Konráðsson, Sauðárkróki Sauðárkrókur
1959-60 Halldór Sigurðsson, Borgarnesi Bifröst
1960-61 Jóhann Jóhannsson, Siglufirði Siglufjörður
1961-62 Sverrir Ragnars, Akureyri Akureyri
1962-63 Einar Bjarnason, Reykjavík Bifröst
1963-64 Steingrímur Jónsson, Reykjavík Bifröst
1964-65 Haraldur Guðnason, Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar
1965-66 Sverrir Magnússon, Hafnarfirði Laugarvatn
1966-67 Sigurgeir Jónsson, Kópavogi Laugarvatn
1967-68 Lárus Jónsson, Ólafsfirði Akureyri
1968-69 Guðmundur Sveinsson, Borgarnesi Bifröst
1969-70 Ólafur G. Einarsson, Garðabæ Garðabær
1970-71 Ásgeir Þ. Magnússon, Rvík-Austurbæ Laugarvatn
1971-72 Vilhjálmur Þ. Gíslason, Reykjavík Laugarvatn
1972-73 Ólafur Guðmundsson, Stykkishólmi Laugarvatn
1973-74 Hjörtur Eiríksson, Akureyri Akureyri
1974-75 Valgarð Thoroddsen, Hafnarfirði Laugarvatn
1975-76 Gissur Ó. Erlingsson, Fljótsdalshéraði Hallormsstaður
1976-77 Jóhann Pétursson, Keflavík Laugarvatn
1977-78 Jón R. Hjálmarsson, Rangárþingi Þingvellir
1978-79 Kristinn G. Jóhannsson, Ólafsfirði Akureyri
1979-80 Baldur Eiríksson, Akranesi Laugarvatn
1980-81 Jón Gunnlaugsson, Seltjarnarnesi Laugarvatn
1981-82 Pétur M. Þorsteinsson, Kópavogi Kópavogur
1982-83 Marteinn Björnsson, Selfossi Selfoss
1983-84 Ólafur E. Stefánsson, Garðabæ Garðabær-Rvík
1984-85 Sigurður Ólafsson, Reykjavík Reykjavík
1985-86 Húnbogi Þorsteinsson, Borgarnesi Borgarnes
1986-87 Ambjörn Kristinsson, Rvík-Austurbæ Hótel Örk
1987-88 Stefán Júlíusson, Hafnarfirði Hótel Örk
1988-89 Jón Arnþórsson, Akureyri Akureyri
1989-90 Ómar Steindórsson, Keflavík Keflavík
1990-91 Eiríkur Hans Sigurðsson, Mosfellssveit Hótel Örk
1991-92 Loftur J. Guðbjartsson, Rvík-Breiðholti Hótel Örk
1992-93 Gestur Þorsteinsson, Sauöákrkróki Sauðárkrókur
1993-94 Jón Hákon Magnússon, Seltjarnarnesi
1994-95 Ólafur Helgi Kjartansson, Ísafirði
Skrá um þá sem notið hafa Rotary Foundation styrks á vegum íslenska rótarýumdæmisins
1. Jón H. Bergs R.R.
fyrrv. forstjóri Sláturfélags Suðurlands.
Aðalræðismaður Kanada. Columbia University, N.Y.
2. María Sigurdardóttir Rist R.R.
menntaskólakennari í Breiðholti.
Fyrsta kona brautskráð sem viðskiptafræðingur á Islandi
1955-56 Heidelberger Universitát, Þýskalandi
3. Jón G. Tómasson hrl. R.R.
Borgarritari í Reykjavík
1957-58 Columbia University, N.Y. Samanburðarlögfræði
4. Jónas Hallgrímsson R.R.
prófessor í meinafræði, H.í.
1959-60 University of Minnesota, Minneapolis
5. Hafsteinn Kristinsson R. Selfoss
mjólkurtæknifræðingur, forstjóri Kjöríss í Hveragerði
1961-62 Landbúnaðarháskólinn Vollebekk, Noregi
6. Jón Birgir Jónsson R.R.
verkfræðingur, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vega- gerðar ríkisins
1963-64 University of California, Berkeley
7. Jónatan Þórmundsson R.R.
prófessor í lögum, H.Í.
1965-66 University of California, Berkeley.
Sérnám í refsirétti og skyldum greinum.
8. Sveinn Sigurðsson R. Keflavflkur
tæknifræðingur, framkv.stj. Félags ísl. prentiðnaðarins
1968-69 New Hampshire Vocational Institute, Manchster, N.H. (USA)
9. Laufey Steingrímsdóttir R.R. Austurb.
næringarfræðingur, kennari við H.Í.
1970-71, Columbia University
10. Sigurdur Helgason R.R. Austurb.
forstjóri Flugleiða hf.
1971-72 University of N. Carolina, Chapel Hill. Hagfræði
11. Sigfús Gauti Þórðarson R.R. Austurb.
lögfræðingur, Seðlabanka íslands
1972-73 University of Minnesota, Minneapolis. Rekstrarhagfræði
12. Hrefna Sigurjónsdóttir R.R.
líffræðingur, dósent við Kennaraháskóla Íslands
1974-75 University College of N. Wales, Bangor. Líffr. -umh verfisfræði
13. Óskar Jónsson R.R.
rafmagnsverkfræðingur, markaðsstjóri J. Rönning
1975-76 Georgia Institute of Technology, (USA). Rafmagnsverkfræði
14. María H. Þorsteinsdóttir R. Gördum
lektor H.Í.
1976-77 University of Manitoba, Winnepeg. Sjúkraþjálfun
15. Jóhanna G. Kristjánsdóttir R.R.
skólastjóri Öskjuhlíðarskólans
1976-77 Redland College, Bristol (Engl.). Talkennsla f. þroskahefta
16. Unnur María Ingólfsdóttir R.R.
fiðluleikari
1977-78 Royal Academy of Music, London. Fiðluleikur og tónlistarnám
17. Stefán H. Ólafsson R. Keflavíkur
dósent í félagsfræði, H.Í.
1978-79 University of N. Carolina, Chapel Hill. Vinnumarkaðsrannsóknir
18. Halldór Halldórsson R.R.
fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu
1978-79 University of N. Carolina, Chapel Hill. Blaðamennska
19. Bernhard Örn Pálsson R. Görðum
búsettur í Bandaríkjunum
1979-80 University of Wiscon., Madison. Lífefnaverkfræði. Hefur lokið doktorsprófi
20. Einar Stefánsson R. Görðum
prófessor í augnlækningum, H.Í.
1980-81 Duke University, Durham, N. Carolina. Lífeðlisfr. (Ph. D. 1981)
21. Bryndís Víglundsdóttir R. Seltj.ness
skólastjóri Þroskaþjálfaskólans
1980-81 University of S. Florida, Tampa. Sérkennsla f. fjölfatlaða
22. Gunnar I. Birgisson R. Ólafsfj.
Ph.D. verkfræðingur, forstj. verktakafyrirtækisins Gunnar og Guðmundur sf.
1980-81 University of Missouri, Rolla (USA), Vegagerð, stíflugerð. Hefur lokið doktorsprófi
23. Gunnar H. Hálfdanarson R.R.
framkvæmdastj. Fjárfestingarfélags Ísl.
1981-82 McMaster University, Hamilton, Ontario, Canada. Fjármál
24. Pálína Agnes Snorradóttir R. Selfoss
yfirkennari við Grunnsk. Hveragerðis
1981-82 Statens Spesial Lærerhøjskole, Oslo. Sérkennsla fyrir þroskahefta
25. Jónas Guðmundsson R. Siglufjarðar
1982-83 University of Illinois, Urbana, III.
Hagfræði (áður í Hannover, Massachusetts)
26. Hanna Ásgeirsdóttir R. Seltj.ness
sjúkraþjálfi hjá Sjúkraþjálfun sf.
1982-83 University of Washington, Seattle, Washington. Hreyfifræði
27. Sigríður Þorgeirsdóttir R.R.
er við nám í Berlín
1873-84 University of Saskatchewan, Saskatoon (Can.). Heimspeki. Áður Boston, Massachusetts.
28. Hreinn Loftsson R. Vestmannaeyja
lögfræðingur og blaðamaður
1984-85 University of Toronto. Heimspeki og lögvísi
29. Þóra Jónsdóttir Eðlisfræðingur
1985-86 Háskólinn Lundi, Svíþjóð. Geislaeðlisfræði
30. Soffía Arnþórsdóttir R.R.
líffræðingur
1985-85 University College of N. Wales. Bangor, Plöntuvistfræði
31. Eyjólfur Árni Rafnsson R. Gördum
byggingatæknifræðingur
1986-87 University of Missouri, Rolla (USA). Jarðtæknileg verkfræði
32. Rannveig Traustadóttir R. Hafnarfj.
þroskaþjálfi
1987-88 University of Syracuse, New York. Sérkennsla fyrir þroskahefta
33. Logi Gunnarsson R. Seltjarnarness
1989-90 Nám í heimspeki við Johann Wolfgang Göthe- háskólann í Frankfurt.
34. Guðrún Guðmundsdóttir R. ísafjarðar
textílhönnuður, er að ljúka mastersprófi í USA (1993)
1990-91 Curtin University of Technology, Perth, Ástralíu. Textílhönnun
35. Bjarni Vestmann Bjarnason R.
sendiráðsritari í utanríkisráðuneyti
1990-91 College of Europe, Brugge, Belgíu. Evrópumál (mastersgráða)
36. Hreggviður Jónsson R.R.-Austurbær
viðskiptafræðingur
1992-93 Framhaldsnám í viðskiptafræði við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum
37. Arnar Guðmundsson R. Seltjarnarness
fjölmiðlafræðingur
1993-94 Háskólinn í Gautaborg
10. kafli ATRIÐASKRÁ (lykilorð)
Efni: Bls.
Aðalstjórn R.I., skipulag og vald............................................................ 15, 37, 57
Aðalskrifstofa R.1.................................................................................................. 15
Afskipti af opinberum málum ............................................................................. 83
Afsökun frá fundarsókn ................................................................................. 76, 77
Aldvirkur félagi ........................................................................................................ 47
Allsherjarþing R.I...................................................................................... 14, 39, 54
Alþjóöafræðslumót (verðandi umdæmisstjóra) ............................................. 70
Alþjóðaþjónusta .................................................................................................... 32
Ágreiningsmál innan klúbbs................................................................................ 82
Brottvísun úr klúbbi ......................................................................................... 81, 82
CEEMA................................................................................................................... 100
Einkunnarorð rótarýs............................................................................................. 11
Félagar - fleiri en einn fyrir starfsgrein .............................................................. 49
Fjórprófið.................................................................................................................. 17
Formót ..................................................................................................................... 62
Forseti, kjör, skyldur............................................................................................... 79
Framkvæmdastjóri R.1............................................................................ 38, 51, 52
Fulltrúar á umdæmisþingi.................................................................................... 64
Fundarsókn - fjarvistir ..................................................................................... 76, 77
Fundir, ákvæði um niðurfellingu o.fl................................................................... 75
Fyrrvirkur félagi........................................................................................................ 48
Gerðardómur (vegna deilna innan klúbbs) ...................................................... 84
Gjöld klúbba til R.1................................................................................................. 68
Gjöld til klúbbsins.................................................................................................. 80
Heiðursfélagi........................................................................................................... 49
Hlutgengi kjörinna opinberra starfsmanna í rótarý ......................................... 49
Inner Wheel ............................................................................................................ 98
Íslenska rótarýumdæmið .................................................................................... 20
Kjör í aöalstjórn R.I., reglur o.fl............................................................................ 57
Klúbbþjónusta........................................................................................................ 29
Lög einstakra klúbba............................................................................................ 85
Löggjafarráð, samsetning og hlutverk ................................................ 15, 40, 55
Markmið rótarýs........................................................................................... 9, 35, 37
Mánaðarbréf umdæmisstjóra ............................................................................ 67
Meðvirkur félagi..................................................................................................... 46
Merki rótarýs.......................................................................................................... 12
Mörk klúbbsvæðis .......................................................................................... 43, 44
Nemendaskipti ...................................................................................................... 95
Niðurfelling funda ................................................................................................. 75
Paul Harris, stofnandi rótarýs............................................................ 9, 10, 13, 23
Paul Harrisfélagi................................................................................................... 13
Rotary Norden ...................................................................................................... 16
Rótarysjóðurinn........................................................................... 12, 13, 41, 72, 87
Samskipti við Norðurlönd..................................................................................... 99
Skýrslur til R.1......................................................................................................... 68
Slit á aðild klúbbs að R.1................................................................................ 38, 50
Starfshópaskipti ......................................................................................................33
Starfsmenn R.1................................................................................................ 38, 50
Starfsþjónusta ....................................................................................................... 30
Stofnun klúbba og klúbbsvæði............................................................................ 43
Styrkir Rótarýsjóðs........................................................................................ 13, 103
Svæðismót ..................................................................................................... 14, 100
Tillögur um lagabreytingar................................................................................... 53
Tímarit rótarýs ........................................................................................... 15, 71, 84
Umdæmi ........................................................................................................... 20, 62
Umdæmisráð.................................................................................................. 21, 101
Umdæmisstjóri.................................................................................... 20, 64, 65, 66
Umdæmisþing......................................................................................................... 62
Undantekning frá fundarsókn .......................................................................... 76-78
Verðleikar rótarýfélaga............................................................................................. 36
Þjóðmálaþjónusta ................................................................................................... 31
Þjónustuleiðir rótarýs............................................................................................... 29
Æskulýðsklúbbar...................................................................................................... 16