Nefndir klúbbsins
ÞJÓNUSTUNEFNDIR:
Klúbbþjónustunefnd
Klúbbþjónustunefnd leitast við að efla starfsemi klúbbsins inn á við og út á við, virkja félaga til þátttöku í samfélagslegum verkefnum, og hlúa að og stuðla að heilbrigðum og jákvæðum félagsanda. Nefndin vinnur einnig með stjórn að samskiptum við aðra klúbba og Inner Wheel-klúbb Hafnarfjarðar.
Starfsþjónustunefnd
Starfsþjónustunefnd sér um að klúbbfélagar veiti fræðslu um starfsgrein sína til þess að aðrir félagar fái skilið viðfangsefni og starfsaðstöðu hvers annars, svo og þjónustuhlutverk það sem hver um sig gegnir í þjóðfélaginu á hverjum tíma.
Þjóðmálanefnd
Þjóðmálanefnd sér um að helstu mál bæjarfélagsins og þjóðfélagsins séu reglulega kynnt félögum og leiðbeinir eftir föngum um það á hvern hátt félagar geta best lagt þessum málum lið.
Alþjóðamálanefnd
Alþjóðamálanefnd sér um fræðslu um alþjóðleg málefni og á hvern hátt klúbburinn og félagar geta best stuðlað að og eflt velvild og gagnkvæman skilning á milli þjóða.
Nefndin veitir erlendum Rótarýfélögum fyrirgreiðslu og formaður hennar, ásamt stjórnarmanni, taka á móti erlendum gestum.
Æskulýðsnefnd
Æskulýðsnefnd er stjórninni til ráðgjafar um málefni ungmenna í Hafnarfirði og annast skipulag á skiptinemastarfi og öðrum heimsóknum ungmenna til klúbbsins. Nefndin annast sömuleiðis kynningu á starfi Rótarýhreyfingarinnar fyrir ungmennum.
STARFSNEFNDIR:
Félaganefnd
Félaganefnd (áður félaga- og starfsgreinanefnd) heldur utan um skrá um starfsgreinar í bæjarfélaginu sem talið er að geti átt fulltrúa í klúbbnum svo og hverjar þeirra eigi þar þegar fulltrúa. Við árlega endurskoðun skal í meginatriðum farið eftir reglum og leiðbeiningum skv. Starfsgreinaskrá sem Rótarýumdæmið gefur út í samræmi við reglur RI. Nefndin kemur með ábendingar til stjórnar ef skráðar starfsgreinar eiga ekki fulltrúa í klúbbnum. Nefndin tekur við tillögum frá stjórn klúbbsins um nýja félaga í klúbbinn og kynnir sér gaumgæfilega hvort þeir njóti álits og trausts í störfum sinum og enn fremur hvort þeir séu félagslyndir. Nefndin lætur stjórn klúbbsins í té álit sitt á tilnefndum aðilum.
Ferðanefnd
Ferðanefnd gerir tillögur um og undirbýr styttri og lengri ferðir klúbbsins, þar á meðal gönguferðir í bænum og í nágrenni hans.
Landgræðslunefnd
Landgræðslunefnd vinnur að því að efla framlag klúbbsins og einstakra félaga til skógræktar og landgræðslu.
Rótarýfræðslunefnd
Rótarýfræðslunefnd starfar með stjórn klúbbsins að fræðslu um málefni Rótarýumdæmisins og kynningu á skipulagi, starfsemi og stefnumiðum Rótarý.
Skemmtinefnd
Skemmtinefnd annast undirbúning árshátíðar, jólafundar og þorrablóts. Einnig annast nefndin undirbúning annarra viðburða og sérstakra hátíðafunda svo sem við heimsóknir annarra klúbba.
Vefnefnd
Vefnefnd sér um endurnýjun og viðhald vefsíðu klúbbsins þannig að hún sé ætíð sem aðgengilegust. Nefndin sér einnig um að allar upplýsingar sem tengjast klúbbnum og starfsemi hans fari inn á vefsíðuna.
Verðlaunanefnd
Verðlaunanefnd undirbýr og annast afhendingu viðurkenninga til skólafólks úr menntastofnunum bæjarins fyrir framúrskarandi námsárangur og kynnir Rótarýhreyfinguna við þau tækifæri.
Öldrunarnefnd
Öldrunarnefnd hefur umsjón með stuðningi klúbbsins við málefni aldraðra í bænum. Nefndin annast heimsóknir klúbbfélaga á dvalar- og/eða hjúkrunarheimili aldraðra.
Framkvæmdasjóður
Sjóðurinn heitir Framkvæmdasjóður Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar og er eign Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að veita fjármunum til góðgerða- og samfélagsmála.
Sjóðurinn hefur eigin skipulagsskrá, sem er að finna á vefsíðu klúbbsins undir lög og skýrslur.
Stjórn sjóðsins aflar tekna fyrir sjóðinn með útgáfu og sölu jólamerkja, sölu á jólatrjám úr skógræktarreit klúbbsins og annarri fjáröflun, sem stjórn sjóðsins gerir tillögur um og staðfest er af stjórn klúbbsins.
Stjórn sjóðsins er heimil úthlutun fjár úr sjóðnum til sérstakra viðfangsefna annarra en venjulegra félagsstarfa.
AÐRAR NEFNDIR:
Hefðanefnd
Hefðanefnd skráir niður hefðir sem klúbbstarfið hefur áunnið sér í gegnum árin.
Golfnefnd
Golfnefnd hefur umsjón með golfmótum á vegum rótarýkklúbba.