Skiptinemar

Öflugt æskulýðsstarf Rótarý

Rot-afkv-03-20Einn áhrifamesti þáttur alþjóðaþjónustu Rótarýhreyfingarinnar eru nemendaskipti sem standa til boða börnum rótarýfélaga jafnt sem öðrum.

Ávinningur nemendaskipta er ótvíræður því nemandinn:

  • lærir tungumál,
  • hann kynnist menningu framandi þjóða,
  • öðlast reynslu daglegs lífs í framandi landi,
  • stofnar til vináttu við fjölskyldur og skólafélaga,
  • kynnist hugsjón Rótarý í verki,
  • er þátttakandi í starfi rótarýklúbbs
  • og er rótarýfélagi framtíðarinnar.

Góður skiptinemi er góð landkynning og framlag til friðar í heiminum.

Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar hefur tekið virkan þátt í starfinu með því að taka á móti skiptinemum og styðja íslensk ungmenni til skiptnemadvalar erlendis og hefur gert það frá 1982. Einnig hafa íslensk ungmenni á vegum klúbbsins sótt sumarbúðir Rótarý heim.

Sjá einnig nánar undir "skiptinemar" á heimasíðu www.rotary.is (sjá hér að ofan)




Hfj_haus_01