Viltu starfa með Rótarý?

Viltu starfa með Rótarý

Rótarýklúbbarnir eru starfsgreinaklúbbar og eru félagar valdir inn í klúbbinn. Í raun getur því enginn sótt um inngöngu en auðvitað getur hver sem er lýst vilja sínum á að starfa í rótarýhreyfingunni. Það fer svo eftir aðstæðum í hverjum klúbbi fyrir sig hvaða afgreiðslu slík viljayfirlýsing fær.

Það er ætlast til margs af rótarýfélögum og menn ganga í rótarýhreyfinguna til að láta gott af sér leiða, ekki til að hafa hag af því að vera í Rótarý.

Hafir þú áhuga á að ganga til liðs við Rótarý og telur þig vera góðan fulltrúa þinnar starfsgreinar og vera í leiðandi stöðu ættir þú að láta vilja þinn í ljós við einhvern rótarýfélaga. Hér getur þú fengið upplýsingar um netföng forseta klúbbanna.

Bæklingurinn "Þú markar spor með Rótarý" útg. febrúar 2015 Þú markar spor með Rótarý?


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning