Hagur af veru í Rótarý

Hagur af veru í Rótarý

Lífsins akademía ...

Í raun gerast menn ekki rótarýfélagar til þess að hafa hag af því, heldur til þess að geta látið gott af sér leiða. Hins vegar hafa menn ýmsan hag af veru í rótarýklúbbi.

Á fundum hittast rótarýfélagar og skiptast á skoðunum um daginn og veginn undir góðri máltíð. Sú venja að sitja ekki alltaf á sama stað og ekki alltaf með sama fólkinu gerir það að verkum að fólk kynnist vel og heyrir sjónarhorn margra.

Að jafnaði er fyrirlesari á hverjum fundi, oftast utanaðkomandi sem fræðir fundargestir um áhugaverð málefni. Þessir fyrirlestrar geta verið mjög fjölbreyttir og sumir hafa kosið að kalla rótarýfundi lífsins akademíu og það er líklega mjög góð lýsing á góðum rótarýfundum.

Í gegnum hin fjölmörgu styrktarverkefni Rótarý, hjálparstarf, skiptinemastarf, mannúðarstarf og menningarstarf kynnast menn þjóðháttum, aðstæðum og menningu annarra þjóða og þjóðfélagshópa.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning