Hvers er krafist af félögum?

Hvers er krafist af félögunum

Rótarýfélagi á að vera verður fulltrúi sinnar starfsgreinar og um leið verður fulltrúi hreyfingarinnar.
Fjórpróf rótarýmanna lýsir vel því sem hver rótarýfélagi á að hafa í huga í öllu sínu starfi:

Er það satt og rétt?
Er það drengilegt?
Eykur það velvild og vinarhug?
Er það öllum til góðs?

Það er ætlast til þátttöku af rótarýfélögum og má henni líkja við þátttöku í hljómsveit. Mæti maður ekki á æfingar og tónleika þá er maður einfaldlega ekki með í hljómsveitinni. Þannig er það í Rótarý. Mæti rótarýfélagi ekki a.m.k. á 50% funda eða bæti sér upp með mætingu í öðrum klúbbum eða í viðurkenndu starfi á vegum Rótarý er hann búinn að segja sig úr Rótarý.

Ætlast er til þess að rótarýfélagi taki við þeim verkefnum og ábyrgðarstöðum sem klúbbur hans og Rótarýumdæmið felur honum. Að jafnaði eru ábyrgðarstöður skipaðar í eitt ár í senn og því vel viðráðanlegar fyrir alla rótarýfélaga.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning