Myndir af rótarýfélögunum
Af hverju er ekki mynd af mér?
Í félagakerfinu er gert ráð fyrir að settar séu inn myndir af öllum rótarýfélögunum. Sumir klúbbar hafa farið þá leið að semja við ljósmyndara um að taka myndir af öllum rótarýfélögunum og fá þannig vandaðar myndir sem félagarnar geta svo nýtt að vild. Hér sjáið þið hvernig myndirnar eiga að vera.
Hlutfall í stærð myndar skal vera 7/9
Stærðin skal vera mest 700x900 pix (ca. 24,7 x 31,8 cm í 72 dpi)
Myndir skulu skornar til svipað og meðfylgjandi myndir. Hafið þið ekki tök á að klippa myndina til, sendið hana þá eins og hún er en merkið rétt.
Merking
Myndir skulu merktar kennitölu og nafni: 0000001234_Nafn_fodurnafn.jpg (eða bara með kennitölu)
(engin bil, engir sérísl. stafir!)
Sending
Myndir má senda á gudni@rotary.is og skal fylgja nafn þess sem er á myndinni og klúbbur.
Notkun
Myndirnar birtast sjálfkrafa í félagakerfinu en ritstjórar geta nálgast þær eftir kennitölu til nota á heimasíðum klúbbanna og geta þá valið um nokkrar stærðir.
Það er í raun ekkert því til fyrirstöðu að félagar geti nálgast eigin myndir á vefnum. Þú setur bendilinn yfir þína myndi í félagalistanum, hægri smellir og afritar slóðina sem birtist. Límdu þessa slóð í vefskoðarann (í reitinn fyrir slóð heimasíðu) og ætti hún að líta svona út: http://www.rotary.is/media/rotaryfelagar/small/0808472629.jpg
Taktu orðið small og annað skástrikið út og smelltu á enter. Þá birtist myndin þín í stærstu upplausn á skjánum. Þá getur þú hægrismellt á hana og vistað hana á þína tölvu. Ekki það allra einfaldasta - en alveg mögulegt.
Rótarýklúbbar eru hvattir til að semja við ljósmyndara um að taka myndir af félögunum og fái hann leiðbeiningar um skurð og stærð getur hann sent þær beint.