Ágrip af sögu klúbbsins

Ágrip af sögu Rótarýklúbbs Kópavogs

Árið 1960 var Jóhann Jóhannsson, skólastjóri Gagnfræðaskólans á Siglufirði umdæmisstjóri íslenska Rótarýumdæmisins. Það hefur lengi verið metnaðarmál umdæmisstjóra að standa að stofnuna eins rótarýklúbbs í sinni umdæmisstjóratíð.

Það kom því ekki á óvart, að svo áhugasamur rótarýmaður sem Jóhann var, reyndi fyrir sér um þessa hluti. Á þessum tíma var Kópavogur mjög ört vaxandi kaupstaður og því ekki óeðlilgt að til hans væri litið um stofnun nýs rótarýklúbbs. Það mun hafa verið á miðju sumri 1960, sem Jóhann hafði samand við Sigurgeir Jónsson, þáverandi bæjarfógeta í Kópavogi, hvort unnt væri að koma á fót rótarýklúbbi. Eftir að Sigurgeir hafði kannað málið, var niðurstaðan sú að reynt skyldi að hrinda málinu í framkvæmd.

Jóhann Jóhannsson afhendir Guttormi Sigurbjörnssyni fullgildigarskjal frá Rotary International fyrir Rótarýklúbb Kópavogs.

Jóhann Jóhannsson afhendir Guttormi Sigurbjörnssyni fullgildigarskjal frá Royary International fyrir Rótarýklúbb Kópavogs. Eftirtaldir menn höfðu látið í ljós áhuga á að gerast stofnfélagar Rótarýklúbbs Kópavogs:

Árni Sigurjónsson, framkvæmdarstjóri.
Eggert Steinsen. rafmagnsverkfræðingur.
Einar G. E. Sæmundsen. skógfræðingur.
Einar Vídalín Einarsson, stöðvarstjóri.
Frímann Jónasson, skólastjóri.
Gísli Þorkelsson, efnaverkfræðingur.
Guðmundur Matthíasson, organisti.
Guðni Þorgeirsson, kaupmaður.
Gunnar Árnason, efnaverkfræðingur.
Guttormur Sigurbjörnsson, skattstjóri.
Hrólfur Ásvaldsson, sparisjóðsstjóri.
Jóhann Kristjánsson, kaupmaður.
Johan Schröder, garðyrkjumaður.
Jón Sumarliðason, bifreiðareftirlitsmaður.
Jósafat Líndal, framkvæmdastjóri.
Pétur M. Þorsteinsson, bifvélavirkjameistari.
Siggeir ólafsson, húsasmíðameistari.
Sigurgeir Jónsson, bæjarfógeti.
Steinn Steinsen, byggingaverkfræðingur.
Sveinn A. Sæmundsson, blikksmíðameistari.
Tryggvi Jónsson, forstjóri.
Úlfar Helgasson, tannlæknir.
Þorvarður Árnason, forstjóri.

Kosinn var bráðabirgðarstjórn fyrir kúbbinn, og hann hóf að halda fundi, enda þótt hann hefði ekki öðlast full réttindi. Þessa bráðabirgðastjórn skipuðu eftirtaldir menn: Guttormur Sigurbjörnsson, skattstjóri, forseti. Steinn Steinsen, verkfræðingur, varaforseti. Þorvaður Árnason, forstjóri, ritari. Gísli Þorkelsson, verkfræðingur, gjaldkeri. Siggeir Ólafsson, byggingameistari, stallari. Það var svo ekki fyrr en 6. febrúar 1961, að stofnfundur klúbbsins var haldinn í félagsheimili Kópavogs. Sú stjórn, sem farið hafði með bráðabirgða umboð í klúbbnum, var endurkosin sem fyrsta löglega stjórn hans. Séð yfir gamla samkomusalinn á 1. hæð í Félagsheimil Kópavogs.

Móðurklúbburinn var okkar næsti nágranni, Rótarýklúbbur Reykjavíkur. Og þeir, sem aðstoðuðu okkur fyrir hans hönd voru einkum þeir séra Óskar J. Þorláksson og dr. Árni Árnason, sem báðir vörðu miklum tíma til að hjálpa okkur við samningu sérlaga fyrir klúbbinn. Tómas Tómasson og Lúdvig Storr voru okkur einnig mjög til hjálpar.

Það var svo ekki fyrr en 10. október 1961, að Jóhann Jóhannsson, þá orðinn fyrrverandi umdæmisstjóri, afhenti okkur fullgildingarskjal Rotary International á hátíðarfundi klúbbsins á venjulegum fundarstað í Félagsheimili Kópavogs.

Til ýmiskonar mannúðarmála hefur klúbburinn elft svo kallaðan framkvæmdasjóð, sem settur var á stofn á fyrstu starfsárum hans með árlegum framlögum klúbbfélaga. En drýgsta tekjulind sjóðsins hefur á seinni árum verið útgáfa og sala jólamerkja, sem gefin voru út á árunum 1964 til 1987.

Tveir af stofnendum klúbbsins; þeir Guttormur Sigubjörnsson og Þorvarður Árnason.

Merkasta átak klúbbsins á sviði mannúðarmála hér í okkar heimabæ, er án efa þátttaka hans í byggingu sjúkraheimilis fyrir aldraða að Sunnuhlíð í Kópavogi. En formaður byggingarnefndar og nú rekstarstjóri er einn klúbbfélagi, Ásgeir Jóhannesson, forstjóri. Og annar klúbbfélagi, Páll Bjarnason, hefur einnig átt sæti í stjórn heimilsins, einnig allt frá upphafi.

Á alþjóðlegum vettvangi ber svo hæst þáttur klúbbsins í Polio Plus verkefninu, fjárstöfnuninni til útrýmingar mænuveikinni í heiminum, en því verkefni, fyrir íslenska Rótarýumdæmið, stjórnaði einn okkar klúbbfélaga, Werner Rasmusson.

Tvö þúsundasti fundur í Rótarýklúbbi Kópavogs 7. janúar árið 2000.

Flutt af Ásgeiri Jóhannessyni

Forseti! Kæru félagar og gestir. Það er sérstakur heiður að vera kvaddur til að stíga hér í ræðsustól og minnast 2000 funda starfs Rótarýklúbbs Kópavogs í byrjun ársins 2000 en klúbburinn var formlega stofnaður hinn 6. febrúar árið 1961 og er því tæplega 40 ára gamall og er nú annar fjölmennast rótarýklúbbur á Íslandi. Fyrsti forseti var Guttormur Sigurbjörnsson, þáverandi skattstjóri hér í Kópavogi. Tveir stofnendur eru enn starfandi í klúbbnum, þeir Eggert Steinsen og Pétur Maack Þorsteinsson, sem gegnt hefur starfi umdæmisstjóra í umdæmi Íslands fyrir klúbbinn og eru þeir báðir með okkur hér í kvöld.

Það telst líka sjálfsagt til sögulegra fádæma að Rótarýklúbbur Kópavogs hélt sinn l999 fund í lok ársins 1999 og heldur sinn 2000 fund í ársbyrjun 2000. Ekki veit ég hve marga Rótarýfundi Pétur Maack hefur setið en fullvíst er að Eggert Steinsen hefur setið 2000 rótarýfundi að því er hann hefur tjáð mér eða sem svarar einum fundi fyrir hvert ár frá Kristsburði, svo það er nú ekki lengra síðan að okkar tímatal var upptekið en svarar til þess að Eggert Steinsen hafi litið þarna við einu sinni á ári.

Við félagarnir í klúbbnum eyðum sem svarar 40-50 klukkustundum árlega til fundarsetu eða einni vinnuviku á ári. Og hvað höfum við gert fleira? Ég kem að því seinna.

En það er rík mætingaskylda í klúbbnum og það ríkir keppni á landsvísu hvaða klúbbur er með besta mætingu í hverjum mánuði. Stundum höfum við sigrað með glæsibrag eins og í minni forsetatíð 1978-1979, en það var alls ekki mér að þakka eða kenna heldur íþrótta kappanum og félaganum Jóni heitnum Hjartar sem þá var ritari klúbbsins og hélt utanum mætinguna. Hann var Íslandsmeistari í spjótkasti á sínum tíma og nú vildi hann tryggja að Rótarýklúbbur Kópavogs væri líka Íslandsmeistari í mætingu klúbbfélaga á fundum. Ef félagar mættu ekki á klúbbfundum hringdi Jón heim til þeirra allt fram undir miðnætti og benti þeim vinsamlegast á að þeir gætu mætt í öðrum klúbbum og fengið þannig skráða fundarsókn. Til þess að forðast þessar miðnætur hringingar voru flestir farnir að mæta 100 % af ótta við að vera vaktir með símhringingu um miðnættið. Niðurstaða ársins var svo sú að Rótarýklúbbur Kópavogs var með langt yfir 90% mætingu á fundum þetta 2 ár og að sjálfsögðu Islandsmeistarar í mætingum og þá brosti spjótkastarinn breitt,- hann hafði náð sínu markmiði.

En klúbbfélagar voru svolítið af sér gengnir eftir þetta afreksár og þegar nýr forseti Árni Guðjónsson tók við tilkynnti hann um nýtt kjörorð sem hann ætlaði að leyfa sér sem klúbbforseti að taka upp og það á ensku eins og alþjóðaforsetar rótarý gerðu. Kjörorð Árna Guðjónssonar hljóðaði svo: “Take it easy” sem útlagðist á íslensku “slakið á” hvað margir tóku fegins hendi.

En það er ekki aðeins að Rótarýfundirnir séu í flestum tilfellum stór fróðlegir um menn og málefni. Heldur eru þeir og mjög skemmtilegir þar sem menn kynnast, skiptast á skoðunum og rekja saman ættir sínar. Til dæmis man ég ekki eftir neinum í klúbbnum eða sem komið hefur til fyrirlestra halds þar, sem Bjarni Bragi hefur ekki talið ættingja sinn eða skyldan í einhverjum mæli. Býða nú margir klúbbfélagar spentir eftir nýársgjöfinni til þjóðarinnar - það er að segja Íslendingabók þeirra Friðriks Skúlasonar og Kára Stefánssonar, þar sem þeir geta séð svart á hvítu hvernig þeir eru skyldir Bjarna Braga og öðrum klúbbfélögum.

En kynni af mönnum, nýju fólki um stutta stund eða um lengri tíma er ekki lítill hluti af þeirri lífsreynslu sem fólk öðlast í rótarýhreyfingunni. Stundum standa kynnin stutt en eru minnisstæð. Eitt sinn í fagnaði fyrir nokkrum árum hitti ég mann sem reyndist vera frá Færeyjum og vorum við kynntir. Eins og gengur og gerist heyrði ég mjög óglöggt hvað maðurinn hét er hann nefndi nafn sitt. En við áttum saman ánægjulegt spjall, þar sem ég meðal annars gat þess að ég ætti góðan og gamlan kunningja í Færeyjum sem þar hefði mjög komist til mannvirðinga að því er ég hefði frétt. Og hvað heitir hann spurði Færeyingurinn - hann heitir Jakob Lindenskov sagði ég, - ha sagði Færeyingurinn ? já Jakob Lindenskov heitir maðurinn sagði ég enn á ný, - Jakob Lindenskov ? spurði maðurinnenn og hafði þá spurt í þriðja sinn eins og Njáll á Bergþórshvoli forðum. Og enn svaraði ég játandi. Og þá leit færeyingurinn undrandi beint framan í mig og sagði“Men det er mig”.. Þarna reyndist þá kominn maður sem ég hafði kynnst 20 árum áður og hafði setið sem iðnaðarráðherra í Færeysku landssjórninni um árabil. Mér þótti þetta svolítið pínleg uppá koma eins og sagt er en þarna urðu aftur fagnaðarfundir og við rifjuðum upp gömul og góð kynni.

Það hefur margt verið rætt og framkvæmt í Rótarýklúbbnum undir einkunnarorðum rótarý:

Er það satt og rétt.?
Er það drengilegt.?
Eykur það velvild og vinarhug?
Er það öllum til góðs?

Félagar hafa á fundum deilt um leiðir og málefni en allir hafa verið sammála um að láta gott af sér leiða og beita afli klúbbsins og klúbbfélaga í þá átt. Hins vegar hefur fram til þessa yfir leitt verið stefna Rótarýfélagsskaparins að vinna í hljóði að góðum málefnum og auglýsa ekki verk sín og störf á áberandi hátt utan hreyfingarinnar. Um þetta eru nú í vaxandi mæli skiptar skoðanir. Ég vil hér því nota tækifærið og minna á að meðal annars er afurð klúbbsins ? eins og sagt er á nútíma máli ? eftirfarandi:

Það var snemma í klúbbstarfseminni farið að veita verðlaun fyrir háttprýði og ástundun í gagnfræðaskólanum.

Taflfélag Kópavogs hefur notið stuðnings frá klúbbnum einnig Skátafélag Kópavogs.

Klúbburinni útnefndi íþróttamann ársins í Kópðavogi og veitt honum vegleg verðlaun um 15 ára skeið 1974-1989

Sundlaugarsjóður Öryrkjabandalagsins hefur verið styrktur myndarlega með fjárframlagi. Og stutt hefur verið við starfsemi Sjálfsbjargarheimilisins í Hátúni.
Klúbburinn hefur staðið fyrir margskonar nemendaskiptum íslenskra ungmenna við fjarlæg lönd og framandi þjóðir og styrkt ferðir ungmenna til margra þjóðlanda.

Starfað að skógræktarmálum og veitt verðlaun fyrir fegurstu garða í Kópavogi um langt árabil.

Gefið út þjóðsögur úr Kópavogi og staðið fyrir kynningarferðum félaga sinna hér innanlands og til annara landa og móttöku rótarýfélaga frá öðrum þjóðum. Auk þess að standa fyrir glæsilegu og minnisstæðu umdæmisþingi hér í Kópavogi.
Staðið var ásamt öðrum klúbbum og félögum í Kópavogi að stofnun Sunnuhlíðarsamtakanna í Kópavogi og byggingu hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar en það er án efa talið merkasta framlag klúbbsins til mannúðarmála hér í okkar heimabæ. Margir erlendir Rótarýfélagar hafa heimsótt Sunnuhlíð. Þar á meðal Kroji Musaka forseti Rótarý International 1982-1983. Hann gróðursetti sígrænt tré í garði hjúkrunarheimilisins og í ræðu við það tækifæri fór hann mjög lofsamlegum, orðum um þetta framtak félaganna að sameinast um slíkt mikilvægt mannúðarmál og sér væri ekki kunnugt um að annar rótarýklúbbur í heiminum tækist á við slíkt verkefni.

Klúbburinn hefur staðið fyrir fjársöfnun til alþjóðlegra verkefna Rótarýhreyfingarinnar eins og útrýningu mænuveiki úr heiminum og
alþjóða rótarýsjóðsins Rótarý foundation sem styrkir margskonar hjálpar menningar og fræðslustarfsemi.

Þá hefur klúbburinn og hlaupið undir bagga með einstaklingum sem átt hafa í erfiðleikum og átt um sárt að binda.

Á allra síðustu árum hefur verið staðið fyrir menningar hátíðum eins og Sigfúsar kvöldi og veittar viðurkenningar til þeirra einstaklinga ?eldhuga- sem unnið hafa afrek í sínu lífi sem vakið hafa sérstaka athygli á Kópavogi og því lífi sem þar er lifað innan sem utan bæjarfélagsins. Þeir sem fengið hafa “eldhugaviðurkenningu “ klúbbsins til þessa eru. Jónas Ingimundarson, Þórunn Björnsdóttir og Guðmundur H. Jónsson, sem nú er nýlega látin.
Þannig hefur verið leitast við með starfsemi Rótarýklúbbs ´Kópavogs að efla velvilja og skilning milli manna og þjóða og láta gott af sér og störfum sínum leiða.

Nú það hefur áður komið hér fram að Rótarý er alþjóðlegur félagsskapur og því kynnast rótarýfélagar gjarnan ýmsum siðum og háttum annara þjóða. Þetta varð ég áþreifanlega var við er síðasta heimsmeistaramót í knattspyrnu stóð yfir áið 1998 en flestum leikjunum var sjónvarpað hingað í beinni útsendingu. Um þær mundir dvaldi á heimili okkar hjóna hér í Kópavogi skiptinemi frá Brasilíu Jóá að nafni sem þið kannist mörg við. Eitt sinn er ég kom heim og opnaði inn í sjónvarsherbergið brá mér nokkuð við þá sjón er við blasti. Þá stóð yfir leikur á milli landsliðs Brasilíu og annarar þjóðar en framan við sjónvarpið stökk og hrópaði vinur okkar Jóá klæddur í fullkomin landsliðsbúning Brasilíuliðsins, með fótbolta takkaskó á fótum og legglífar - tilbúinn í slaginn. Slíkar hamfarir og útbúnað hafði ég aldrei séð heima í stofu áður við sjónvarpsútsendingu ? en sá þarna bregða fyrir hluta af þjóðlífi Brasilíumanna.
En það hefur hver þjóð sína siði og nú er komið árið 2000 með hugsanlegri þjóðvegahátíð hér á landi í tilefni þúsund ára afmælis Kristnitöku svo vanir menn á þjóðvegahátíðum geta nú senn farið að búa sig undir ferðina til Þingvalla. ? Og lífið heldur áfram og í trausti þess að Rótarýklúbbi Kópavogs auðnist að eignast mörg þúsund funda hátíðaafmæli eins og í dag. Vil ég ljúka máli mínu með tilvitnun í minn gamla fermingarprest og góða rótarýfélaga sr. Friðrik A. Friðriksson á Húsavík, fyrrverandi umdæmisstjóra en hann mælti svo:

Eitt hugarfrækorn í fyrstu var
hvert fagurt afrek um lönd og mar.
Hvert verðugt þjóðmál, sé vel til sáð,
mun vaxa. Þannig skal sigri náð.

Ég óska okkur öllum til hamingju með 2000 funda afmælið og óska klúbbnum og klúbbfélögum bjartrar framtíðar.