Styrktarverkefni

Styrktarverkefni

Fyrir utan stórverkefni rótarýhreyfingarinnar, þau sem styrkt eru að hluta eða öllu af rótarýsjóðnum, vinna umdæmi og klúbbar að verkefnum hver fyrir sig. Mjög er misjafnt hvernig þau verkefni eru og velur hver klúbbur það sem honum hentar. Gjarnan eru það samfélagsverkefni sem koma að gagni í nánasta umhverfi klúbbsins og svo verkefni sem unnin eru í félagi við aðra klúbba, bæði á Íslandi og erlendis.

Dæmi um verkefni sem nýtast beint næsta umhverfi eru t.d.:
Uppsetning leiðamerkja í náttúrunni
Aðstoð og bygging kirkju eða samkomuhúss
Göngubrú
Skógrækt

Verkefni sem unnin eru í samvinnu við klúbba erlendis geta verið:
Uppsetning á vatnsbrunni,
Fé til skólabyggingar eða jafnvel aðstoð við hana,
Kaup og sending á smádóti sem hægt er að nota á hamfara- eða neyðarsvæðum og svo framvegis.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning