Félagsskapurinn

Félagsskapurinn

Rótarýklúbbar eru eins misjafnir og þeir eru margir. Þó eiga þeir ýmislegt sameiginlegt og það sem er mest áberandi er vináttan sem oft á tíðum er til lífstíðar.

Menn og konur kynnast í klúbbstarfinu - stundum vegna þess að þau lenda saman í nefnd eða vinna saman að verkefni. Stundum vill svo til að fólk situr saman á fundi og finnur sameiginlega grunn en oftast er það svo að fólk kynnist smátt og smátt og úr verður góð vinátta.
Þessi vinátta nær yfir höf og lönd. Sá sem er félagi í rótarýklúbbi einhvers staðar í heiminum er velkominn á fund hvar sem er annars staðar. Og eignast vini þar líka.

Annað sem einkennir starf í rótarýklúbbum er hugsjónin. Hugsjónin sem drífur félaga áfram - löngunin til að láta gott af sér leiða. Sú löngun er sterkt band sem bindur saman félaga um allan heim. Gleðin yfir því að vita að smáaurarnir sem safnað var saman í baukinn á fundum, dugðu til að kaupa brunn handa þyrstum börnum í heitu landi, hún er mikil. Ánægjan yfir því að heyra að enn fækkar tilfellum lömunarveiki fyrir tilstilli rótarý, hún er frábær. Svona mætti lengi telja.

Eitt enn sem einkennkir fundastarfið er fræðslan. Á hverjum einasta fundir er fræðsla um merkilega hluti. Hvað aðrir félagar gera sér til lífsviðurværis eða í tómstundum, hvernig leysa má fjármál fyrirtækja, hvaða öflum náttúran býr yfir og svo framvegis. Fyrirlestrarnir eru alltaf fróðlegir, stundum stórskemmtilegir og stöku sinnum svo áhrifamiklir að menn setur hljóða.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning