Nefndir

Nefndir

Nefndir og verkefni starfsársins 2011 - 2012

Fastanefndir klúbbsins

Alþjóðamálanefnd: Ungmennaþjónusta og Rótarýsjóðurinn
Alþjóðamálanefnd skal annast um að veitt verði fræðsla um alþjóðamál og á hvern hátt
Rótary félagsskapurinn og einstakir félagar geti best stuðlað að og eflt velvild og
gagnhvæman skilning þjóða á milli. Nefndin annast um að veitt sé fræðsla um viðhorf
Rótary til alþjóðamála og vinna með stjórninni við móttöku erlendra gesta og
starfshópa á vegum umdæmisins. Enfremur er hlutverk nefndarinnar að vera stjórn til
aðstoðar við eflingu Rótarysjóðsins, Rotary Foundadtion sem og nemendasamskipta.
Nefndin í samráði við stjórn, skipar undirnefndir til að framfylgja markmiðum sínum.


 

Klúbbþjónustunefnd:Endurskoða sérlög fyrir klúbbþing í janúar 2012
Klúbbþjónustunefnd ber ábyrgð á klúbbþjónustustörfum og skal samræma störf þeirra
nefnda sem skipaðar eru til að fjalla um einstaka þætti klúbbþjónustu. Hlutverk
nefndarinnar er að efla starfsemi klúbbsins inn á við og út á við að vissu marki, virkja
félaga til átaka og hlúa að og leggja lið hressilegum og heilbrigðum félagsanda. Nefndin
í samráði við stjórn, skipar undirnefndir til að framfylgja markmiðum sínum.


 

Starfsþjónustunefnd: Aðstoða við val fyrirtækja sem á að heimsækja
Starfsþjónustunefnd skal annast um að klúbbfélagar veiti við og við fræðslu um
starfsgrein sína til þess að félagar fái skilið vandamál og starfsaðstöðu hvers annars svo
og þjónustuhlutverk það sem hver um sig gegnir í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Nefndin
hefur það hlutverk með höndum að gæta þess að félagar greini frá störfum sínum og
viðfangsefnum og miðli hver öðrum þekkingu um starfssvið sitt, iðju og
þjónustuhlutverk í samfélaginu. Jafnframt að stuðla að heimsóknum í fyrirtæki félaga.
Skipa skal nefndir til að fjalla um einstaka þætti starfsþjónustu eftir því sem stjórnin
telur ástæðu til sem og aðrar undirnefndir til að framfylgja markmiðum sínum.


 

Þjóðmálanefnd: Leiða starf við uppbyggingu gróðurvin klúbbsins í Gufunesi
Þjóðmálanefnd skal sjá um og annast að helstu mál bæjarfélagsins
(hverfissamfélagsins) og þjóðfélagsins verði jafnan kynnt félögum á fundum og
leiðbeina þeim eftir föngum um það á hvern hátt þeir geta best lagt þessum málum lið.
Umhverfismál og umhverfisvernd eru einnig viðfangsefni nefndarinnar. Nefndin í
samráði við stjórn, skipar undirnefndir til að framfylgja markmiðum sínum.


 

Skemmtinefnd: Vestmannaeyjar, jólafundur og uppákomur.
Skemmtinefnd annast undirbúning árshátíðar og annarra hátíðarfunda svo sem
jólafundar, sérstaks fundar fyrir afkomendur félaga og þorrablót. Einnig undirbúning
sérstakra hátíðarfunda svo sem við heimsóknir annarra klúbba.


 

Félagavalsnefnd: Fimm nýjir félagar á starfsárinu, umfram þá sem hætta. 
Félagavalsnefnd skal vinna að fjölgun félaga og gera tillögur til stjórnar að nýjum
félög