Skilyrði og umsókn

Góður undirbúningur er nauðsynlegur

Áður en þú undirbýrð umsókn skaltu hafa samband við rótarýklúbb í þínu byggðarlagi eða æskulýðsnefnd umdæmisins. Mikilvægt er að hafa í huga að ætlast er til að þú sért góður fulltrúi Íslands í heimsóknarlandinu, sért tilbúin(n) að segja frá landi og þjóð og hafir vilja til að kynnast nýjum siðum og jafnvel nýju tungumáli. Einnig þarftu að vera reiðubúin(n) til að fara eftir öllum þeim reglum sem settar eru.

Hvað þarf ég til:

  • Vera nemandi á aldrinum 16-18 ára með árangur í skóla yfir meðallagi og með einhverja leiðtogahæfileika.
  • Vera opin(n) fyrir nýjum upplifunum og menningu annarra
  • Fá stuðning/ábyrgð rótarýklúbbs á heimalóðum
  • Útfyllta umsókn og viðtal
Skjöl Lýsing  PDF
Youth Exchange - A guide for Exchange Students Einfaldar upplýsingar fyrir skiptinema sækja
Youth Exchange - A guide for Host Families Upplýsingar fyrir fósturfjölskyldur sækja
Umsóknareyðublöð fyrir skiptinema Hafið samband við æskulýðsnefnd umdæmisins
Youth Exchange Handbook Mjög ítarleg handbók um skiptinemasamstarf sækja
Regluverk v/ áreitismála Nýjar reglur til verndar skiptinemum á Íslandi sækja
Allt fyrir æskuna  Kynningarbæklingur sækja

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning