Skiptinemar

Skiptinemi til eins árs

Ungmenni á vegum Rótarý á ferð í HafnarfirðiEinn áhrifamesti þáttur alþjóðaþjónustu Rótarýhreyfingarinnar eru nemendaskipti sem standa til boða börnum rótarýfélaga jafnt sem öðrum. Skiptinemar þurfa að vera orðnir 16 ára en ekki eldri en 18 1/2 árs þann 1. september árið sem dvölin erlendis hefst. Skiptinemarnir dveljast eitt skólaár í gestgjafalandinu á heimilum rótarýmannna eða á öðrum heimilum sem rótarýmenn velja. Á heimsvísu fara árlega yfir 8.000 ungmenni sem skiptinemar á vegum Rótarýhreyfingarinnar og dvelja í yfir 100 löndum. Ungmennin fá dvalarleyfi í heimsóknarlandinu til að stunda nám en fá ekki rétt til að stunda atvinnu.

Ætlast er til að skiptin séu gagnkvæm þannig að þeir klúbbar sem senda nemendur utan taki á móti jafnmörgum í staðinn.

  • Aldur 16 til 19 ára
  • Dvölin er 10-12 mánuðir (eitt skólaár) á 1 til 4 heimilum
  • Gagnkvæm skipti milli Rótarýklúbba
  • Umsóknarfrestur er til 1. desember ár hvert

Ávinningur nemendaskipta er ótvíræður því nemandinn:

  • Skiptinemar á umdæmisþingi í Vestmannaeyjum 2003lærir tungumál,
  • hann kynnist menningu framandi þjóða,
  • öðlast reynslu daglegs lífs í framandi landi,
  • stofnar til ævilangrar vináttu við fjölskyldur og skólafélaga,
  • kynnist hugsjón Rótarý í verki,
  • er þátttakandi í starfi rótarýklúbbs
  • og er rótarýfélagi framtíðarinnar.

Góður skiptinemi er góð landkynning og framlag til friðar í heiminum.




Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning