Veffundir

Veffundir

Rotary eClub OneMargir hafa lent í því að þurfa að bæta sér upp mætingu með því að fara í aðra klúbba eða gera eitthvað annað sem tengist starfi Rótarý. Nú hefur um nokkurt skeið verið hægt að bæta sér upp mætingu með því að fara á heimasíðu Rotary eClub One og ávinna sér mætingu með því að lesa sér til um Rótarýhreyfinguna.

Sett eru nokkur skilyrði fyrir því að menn fái mætingu, meðal annars að menn sitji við og kynni sér greinar á netinu í amk. 30 mínútur, auk þess að þurfa að gefa álit sitt á því efni sem þeir hafa lesið. Þetta vefsetur er uppfullt af fróðleik um Rótarý, svo það ætti ekki að vera erfitt að finna eitthvað við hæfi hvers og eins, né heldur að uppfylla tímamörkin, enda eru jú fundir oftast mun lengri en þetta.

Heimild Rótarýklúbbur Keflavíkur
Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning