Nefndir

Nefndir

Starfsárið 2015 - 2016

Mönnun í nefndir og fundardagar sem viðkomandi nefnd hefur umsjón með.

 
Alþjóðanefnd Umsjón með fundarefni
Þorgeir Pálsson, formaður  17.júl, 6.nóv, 6.maí

Bjarni Torfi Álfþórsson
Lýður Þór Þorgeirsson
Ólafur Egilsson
Steingrímur Erlingsson
Alþjóðanefnd annast um að veitt verði fræðsla um viðhorf Rótarý til alþjóðamála og á hvern hátt Rótarý og einstakir félagar geti best stuðlað að velvild og gagnkvæmum skilningi milli þjóða. Nefndarmenn annast móttöku erlendra gesta er sækja fundi eftir því sem þörf er á og sinnir þeim eftir föngum. Nefndin er ábyrg fyrir móttöku erlendra gesta og hópa á borð við GSE.
Ferðanefnd Umsjón með fundarefni
Axel Björnsson, formaður 02/11,01/02,12/04
Siv Friðleifsdóttir
Þórleifur Jónsson
Örn Erlingsson
Ferðanefnd gerir tillögur um, undirbýr og stýrir öllum ferðalögum klúbbsins innanlands sem utan.
Félagavals- og starfsgreinanefnd Umsjón með fundarefni
Sverrir Bergmann, formaður
21.ágú, 27.nóv, 19.feb, 27.maí
Garðar Ólafsson
Haraldur Ólafsson
Heiður Agnes Björnsdóttir
Ingibjörg Hjartardóttir
Nefndin hefur frumkvæði að öflun nýrra félaga og gerir tillögur til stjórnar. Hún kynnir sér gaumgæfilega hvort viðkomandi njóti álits og trausts í störfum sínum og ennfremur, hvort þeir séu félagslyndir.
Nefndin lætur gera skrá yfir þær starfsgreinar á klúbbsvæðinu, sem talið er rétt að geti átt fulltrúa í klúbbnum, svo og hverjar þeirra eigi þar fulltrúa. Við gerð starfsgreinaskrárinnar og endurskoðun hennar skal farið eftir reglum og leiðbeiningum frá Alþjóðasambandi rótarýmanna. Ef mikilsverðar starfsgreinar eiga ekki fulltrúa í klúbbnum, skal nefndin benda stjórninni á mikilvægi þess, að fulltrúi fáist fyrir þær
Nefndin skal sjá til þess að klúbbfélagar veiti við og við fræðslu um starfsgrein sína m.a. með starfsgreinaerindum.
Gróttunefnd Umsjón með fundarefni
Garðar Briem, formaður 11.sep, 22.jan, 8.apr
Agnar Erlingsson
Guðmundur Ásgeirsson
Gunnar Guðmundsson
Kristinn Ólafsson
Gróttunefnd sér um málefni Gróttu, hefur forgöngu um varðveislu og framkvæmdir við hús klúbbsins og skipuleggur fundi í Gróttu.
Klúbbnefnd Umsjón með fundarefni
Guðmundur Einarsson, formaður 28.ágú, 4.des, 26.feb, 3.jún
Haukur Arnar Viktorsson
Kolbrún Benediktsdóttir
Ragnheiður Sigurðardóttir
Sigurður Stefánsson
Sjöfn Þórðardóttir
Klúbbnefnd fylgist með innra starfi klúbbsins, hugar að hefðum og venjum, nýjungum í starfi klúbbsins og hugi að velferð félaga. Nefndin fylgist með mætingum, er í sambandi við félaga sem hafa verið fjarverandi og heimsækjir reglulega sjúka félaga. Klúbbnefndin kemur ábendingum til stjórnar og er virk í umræðu á fundum þar sem starf klúbbsins er rætt.
Rit- og kynningarnefnd Umsjón með fundarefni
Daníel Teague, formaður 4.sep, 11.des, 4.mar, 29.apr
Egill Sigurðsson
Finnbogi Gíslason
Ólafur Jónsson
Ólafur Ingi Ólafsson
Nefndin skal á hverju ári gera áætlun um kynningu meðal almennings um Rótarý og á þjónustuverkefnum klúbbsins og starfi og fylgja henni eftir. Nefndin er ábyrg fyrir vef klúbbsins, tekur saman og skrifar fréttir á hann, tekur myndir við hátíðlegar athafnir svo sem inntöku nýrra félaga, á skemmtunum, við verðlaunaveitingar, birtir þær á vef og tryggir langtímavarðveislu.  Nefndin starfar með skjalaverði að varðveislu skjala og undirbúningi fyrir ritun sögu klúbbsins.
Rótarýfræðslunefnd Umsjón með fundarefni
Hilmar Thors, formaður 23.okt, 8.jan, 11.mar
Ásgerður Halldórsdóttir
Ásthildur Sturludóttir
Gunnar V. Guðmundsson
Helgi Ormsson
Þessi nefnd skal sjá um að klúbbfélagar fái af og til upplýsingar um réttindi og skyldur sem fylgja aðild að rótarýklúbbi, þar á meðal um sögu rótarýhreyfingarinnar, markmið og starfsemi rótarýklúbba og Alþjóðasambands rótarýmanna. Nefndin skal fræða nýja félaga um tilgang, skipulag og starfshætti Rótarý.
Rótarýsjóðsnefnd Umsjón með fundarefni
Gunnlaugur A. Jónsson, formaður 18.sep, 4.des, 26.feb, 3.jún
Kristrún Heimisdóttir
Guðmundur Einarsson
Sigurður Kr. Árnason
Sigurður Gizurarson
Walter Lentz
Nefndin skal vinna að stuðningi við Rótarýsjóðinn bæði með beinum framlögum félaga og annari fjáröflunarstarfsemi. Nefndin aflar sér einnig þekkingar á alþjóðlegum verkefnum og tækifærum klúbbsins og Íslendinga til þátttöku í verkefnum og nýtingu Rótarýsjóðsins til góðra verkefna. (Matching grant o.s.frv.)  Nefndin kynnir sjóðinn og tækifæri við nýtingu hans í klúbbnum og gerir tillögu að þátttöku í verkefnum.
Skemmtinefnd Umsjón með fundarefni
Þór Þorláksson, formaður 14.ágú, 5.feb, 13.maí
Börkur Thoroddsen
Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir
Unnur Sverrisdóttir
Þórdís Sigurðardóttir
Skemmtinefnd sér um skemmtanir á vegum klúbbsins, undirbúning og framkvæmd. Skemmtinefnd gerir áætlun með stjórn í upphafi starfsársins um allar megin skemmtanir.
Þjóðmálanefnd Umsjón með fundarefni
Jón Skaptason, formaður 25.sep, 29.jan, 15.apr
Arnar Bjarnason
Einar Þórðarson
Jón B. Stefánsson
Þjóðmálanefnd skal sjá um, að helstu mál bæjarfélagsins og þjóðfélagsins verði jafnan kynnt félögum á fundum og leiðbeina þeim eftir föngum um það, á hvern hátt þeir geti best lagt þessum málum lið. Hún skal sérstaklega fjalla um málefni er varða börn og unglinga, aldraða og fatlaða svo og öryggi í umferð og slysavarnir. Einnig fjallar þessi nefnd um umhverfismál og önnur samfélagsmál. Hugmyndir sínar eða tillögur sendir hún til stjórnar klúbbsins.
Æskulýðsnefnd Umsjón með fundarefni
Hjörtur Grétarsson, formaður 9.okt, 22.apr, 24.jún
Árni Ármann Árnason
Einar Norðfjörð
Svana Helen Björnsdóttir
Stefán Yngvi Finnbogason
Æskulýðsnefnd fylgist með málefnum unglinga og bryddar upp á nýjum verkefnum á því sviði. Aðstoðar við veitingu námsverðlauna og sundmót að vori. Hún annast nemendaskipti Rótarý Foundation.
 
Sögu- og skjalanefnd Umsjón með fundarefni
Kjartan Norðfjörð, formaður, 16.okt, 1.apr, 10.jún
Kristinn Halldórsson
Magnús Hjálmarsson
Reynir Erlingsson
Örn Smári Haraldsson
Sögu- og skjalanefnd vinnur að ritun sögu klúbbsins og varðveitir skjöl klúbbsins.
 

Stjórn klúbbsins mun annast fundina 10.07.2015 (klúbbmál), 30.10.2015 (fundur með umdæmisstjóra), 20. 11.2015 (kjörfundur), 18.12.2015 (jólafundur fyrir fjölskyldu og vini), 1.07.2016 (stjórnarskiptarfundur).

Fundafrí verða 24.07.2015 (sumarfrí), 31.07.2015 (sumarfrí), 7.08.2015 (sumarfrí), 25.12.2015 (jóladagur), 1.01.2016 (nýársdagur), 25.03.2016 (föstudagurinn langi), 17.06.2016 (þjóðhátíðardagurinn). 
Aðrir viðburðir: a) Árlegur rótarýdagur verður haldinn 28. febrúar 2016 . b) Árlegur Gróttudagur - venjulega í kringum     sumardaginn fyrsta - 21. apríl 2016.