Stjórnarnskipti í Rótarýklúbbi Seltjarnarness
Garðar Briem tekur við sem forseti af Hrefnu Kristmannsdóttur
Föstudaginn 7. Júlí s.l var stjórnarskiptafundur hjá Rótarýklúbbi Seltjarnarness.
Fráfarandi stjórn skipuðu:
Hrefna Kristmannsdóttir foseti, Gunnar Guðmundsson ritari, Svana Helen Björnsdóttir gjaldkeri, Unnur Sverrisdóttir stallari og Guðbrandur Sigurðsson fráfarandi forseti.
Í nýrri stjórn sitja:
Garðar Briem forseti, Kolbrún Benediktsdóttir ritari, Erlendur Magnússon gjaldkeri, Jón Árni Ágústsson stallari og Hrefna Kristmannsdóttir fráfarandi forseti.
Föstudaginn 7. Júlí s.l var stjórnarskiptafundur hjá Rótarýklúbbi Seltjarnarness.
Fráfarandi stjórn skipuðu:
Hrefna Kristmannsdóttir foseti, Gunnar Guðmundsson ritari, Svana Helen Björnsdóttir gjaldkeri, Unnur Sverrisdóttir stallari og Guðbrandur Sigurðsson fráfarandi forseti.
Í nýrri stjórn sitja:
Garðar Briem forseti, Kolbrún Benediktsdóttir ritari, Erlendur Magnússon gjaldkeri, Jón Árni Ágústsson stallari og Hrefna Kristmannsdóttir fráfarandi forseti.
Hrefna Kristmannssdóttir forseti flutti skýrslu stjórnar og bar saman markmið stjórnar og niðurstöðu starfsins á árinu.
Mjög margt hefur gengið eftir af markmiðum og áherslum klúbbsins fyrir starfsárið 2016-2017. Þó hefur ekki gengið sem skyldi að afla nýrra félaga, en að því hefur verið unnið og gæti vinna félagavalsnefndar skilað árangi á næsta starfsári. Tveir félagar létust á árinu þeir Sigurður Stefánsson og Einar Þórðarson. Tveir félagar voru gerðir að heiðursfélögum, þeir Magnús Hjálmarsson og Örn Smári Arnaldsson. Heimasíðan hefur ekki verið endurbætt eins og áætlað var. Önnur markmið eins og að fara í fyrirtækjaheimsóknir, halda sameiginlega fundi með öðrum klúbbum, utanlandsferð og að sinna unglingastarfi í nærsamfélaginu hafa gengið upp. Hrefna gerði grein fyrir því að á árinu hefðu verið haldnir 46 fundir og þar af hefðu verið tvær heimsóknir til fyrirtækja og jólafundur. Auk þess var einn sameiginlegur fundur með Rótarýklúbbi Mosfellssveitar, en Rótarýklúbbur Seltjarnarness er móðurklúbbur hans. Þrír fundanna voru haldnir úti í Gróttu og var einn þeirra haldinn að kvöldlagi. Á öllum venjulegum fundum voru fyrirlestrar, nema á kjörfundi auk eins fundar þar sem rætt var um klúbbmálefni. Á sameiginlega fundinum var tónlistaratriði. Fyrirlestrar á fundum voru mjög vandaðir, fróðlegir og skemmtilegir og efni breytilegt. Fyrirlestrarefnin voru ferðasögur, skemmisögur, kynning á nýútkomnum bókum, íslenskt mál, líkamsrækt, saltfiskur og markaðir, valdaránstilraun í Sovétríkjunum svo fátt eitt sé nefnt. M.a. fengum við tvo starfandi ráðherra í sitt hvorri ríkisstjórninni til að tala á fundum. Allar nefndir hafa lagt sig fram við það verkefni að útvega góða fyrirlesara. Á Rótarýdaginn, 6. maí, var haldin kynning á starfi Rótarý á Eiðistorgi.
Klúbburinn fór í mjög skemmtilega ferð til Edinborgar og naut þar leiðsagnar Guðbrands Sigurðssonar fráfarandi forseta.
Á árinu var breytt til með fundarstaði og voru þeir flestir haldnir á Rauða ljóninu á Eiðistorgi, en einnig í Safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju og í Félagsheimili Seltjarnarness.
Gjaldkeri kynnti svo reikninga ársins og voru þeir samþykktir. Nokkuð margt hefur breyst frá fjárhagsáætlun, en afkoman er þó þokkaleg.
Stjórnarskiptafundurinn var haldinn á Rauða ljóninu, sem bar fram frábæran mat að vanda; lambalæri bernaise, löngu og franska súkkulaðiköku með þeyttum rjóma í eftirrétt.