Fréttir

30.4.2016

Gróttudagur 2016

30 apríl 2016

Eitt af verkefnum Rótarýklúbbs Seltjarnarness er viðhald og endurbygging á Albertsbúð í Gróttu og þeim minjum sem því tengjast. Í dag hélt Seltjarnarnes hátíðlegan Gróttudag úti í Gróttu.
Eitt af verkefnum Rótarýklúbbs Seltjarnarness er viðhald og endurbygging á Albertsbúð í Gróttu og þeim minjum sem því tengjast. 

í dag hélt Seltjarnarnes hátíðlegan Gróttudag úti í Gróttu og var opið í vitann, fræðahúsið (gamla vitavarðarhúsið) og Albertsbúð þar sem var kaffi- og vöfflusala. 

Það voru Gunnar Guðmundsson og Kristinn Ólafsson sem eru í Gróttunefnd klúbbsins sem stóðu vaktina úti í eyju.

Soroptimistaklúbbur Seltjarnarness sá um að veita svöngum gestum dýrindis veitingar.

 Sr Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur á Seltjarnarnesi og klúbbfélagi okkar var með helgistund í Albertsbúð. 

Eyjan var vel sótt og veðrið lék við okkur eftir kalda norðanáttina undanfarna daga.