Guðmundur Snorrason hlýtur Paul Harris orðu Rótarýhreyfingarinnar.
Fundur í Sjóminjasafninu á Grandagarði 29. apríl 2016
Guðmundur Snorrason heiðraður fyrir vel unnin störf í þágu klúbbsins en hann var m.a. forseti hans starfsárið 2014 til 2015 og honum veitt Paul Harris orða í viðurkenningarskyni.
Rótarýklúbbur Seltjarnarness sem venjulega heldur fundi sína í hádeginu á föstudögum í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi lagði land undir fót síðastliðin föstudag og hélt fund sinn í Sjóminjasafninu á Grandanum.
Á fundinum var Guðmundur Snorrason heiðraður fyrir vel unnin störf í þágu klúbbsins en hann var m.a. forseti hans starfsárið 2014 til 2015 og honum veitt Paul Harris orða í viðurkenningarskyni. Þessi orða er nefnd eftir stofnanda Rótarýhreyfingarinnar og er einnig viðurkenning fyrir stuðning hvers klúbbs við Rótarýsjóðinn sem er hvað bestu þekktur hér á landi fyrir stuðning sinn við að útrýma taugaveiki í heiminum.
Á myndinn sést þar sem Guðbrandur Sigurðsson forseti klúbbsins (t.v.) veitir Guðmundi Snorrasyni orðuna 29 apríl 2016