Fréttir
Auglýst er eftir Rótarý skiptinema fyrir veturinn 2012 - 2013
Rótarýklúbbur Seltjarnarness hefur ákveðið að styðja ungan Seltirning til árs Rótarý skiptináms veturinn 2012 - 2013.
Rótarýklúbbur Seltjarnarness hefur ákveðið að styðja ungan Seltirning til árs Rótarý skiptináms veturinn 2012 - 2013.
Skiptinámið er fyrir 16 - 18 ára nemendur og er hægt að fara til flestra landa í heiminum.
6 Rótarýskiptinemar eru nú hérlendis og 4 íslenskir námsmenn eru nú erlendis, þar af einn frá Seltjarnarnesi.
Frekari upplýsingar um skiptinámið er á heimasíðu Rótarý á Íslandi http://www.rotary.is/ungmennastarf/skiptinemar/
Einnig veitir Hjörtur Grétarsson, forseti Rótarýklúbbs Seltjarnarness (hjortur.gretarsson@gmail.com 6939338) og Sjöfn Þórðardóttir formaður æskulýðsnefndar larussjofn@simnet.is upplýsingar.
Áhugasamir geta einnig fengið að ræða við skiptinema sem nú eru staddir hérlendis og íslendinga sem hafa farið í skiptinám á vegur Rótarýklúbbs Seltjarnarness.
Athugið, lok umsóknarfrests er 1. desember 2011!