35. umdæmisþing

35. umdæmisþing Rotary International

Umdæmi 136, haldið á Selfossi 14. -15. maí 1983 svo og formót haldið á sama stað 13. maí s.á.

Marteinn Björnsson umdæmisstjóri í umdæmi 136 hafði boðið til formóts og umdæmisþings á Selfossi ofangreinda daga.

Sér til aðstoðar hafði Marteinn undirbúningsnefnd þannig skipaða:
Ólafur Helgi Kjartansson formaður, Jón B. Stefánsson og Einar Sigurjónsson.  Ólafur Helgi og Jón eru viðtakandi forseti og ritari fyrir Selfossklúbbinn árið 1983-84.  Einar er gamalreyndur rótarýfélagi og félagsmálamaður.

Undirbúningsnefnd ásamt umdæmisstjóra, Marteini, hafði veg og vanda af undirbúningi     þingsins með ágætri aðstoð ýmissa rótarýfélaga.
 
Verkefnið var viðamikið, að taka á móti og hýsa allt að 150 manns.

Húsnæði var fengið í Gangfræðaskólanum á Selfossi.  Íþróttasalurinn var skreyttur og nýttist vel bæði sem fundarsalur og hátíðarsalur.  Hótel Selfoss sá um allar veitingar, sem mæltust almennt mjög vel fyrir og skulu matreiðslumanninum Ragnari Wessmann sem jafnframt er Rótarýfélagi færðar hinar bestu þakkir fyrir hans hlut og starfsfólks hans.

Gistirými var í Hótel Þóristúni og Ölfusborgum.

Formótið hófst kl. 14:00 föstudaginn 13. maí en umdæmisstjóri setti það og kynnti dagskrá.  Um kvöldið var síðan opið hús fyrir Rótarýfélaga og gesti þeirra.

Þingið var síðan sett kl. 10:00 laugardaginn 14. maí með stuttu setningarávarpi umdæmisstjóra.  Síðan voru kjörnir fundarstjórar þeir Axel Gíslason Rkl. Görðum og Ólafur Helgi Kjartansson Selfossi og ritarar þeir Óli Þ. Guðbjartsson Rkl. Selfossi og Sigurður Björnsson Rkl. Görðum.

Að loknum fundarstörfum var hátíðarkvöldverður sem rúmlega 130 sóttu þar af allmargir Rótarýfélagar frá Selfossi.  Veislustjóri var Óli Þ. Guðbjartsson.

Sunnudaginn 15. maí var enn á ný gengið til fundarstarfa kl. 10:00 og var þeim lokið um kl. 12:30 er Marteinn Björnsson sleit þinginu.

Kl. 14:00 gengu menn til kirkju og hlýddu messu hjá sr. Sigurði Sigurðarsyni.

Erlendir gestir voru:  Per Mönsted fulltrúi Rotary International og Lennart Arfwidson fulltrúi umdæmanna á Norðurlöndum, sem einnig hafði með sér konu sína Lenu og dóttur.  Daninn Kurt Dirach var einnig mættur og tók þátt í störfum þingsins.

Ólafur Helgi Kjartansson                            Jón Skagfjörð           St. Á. Þórðarson