Fréttir

16.3.2018

Innkaup Reykjavíkurborgar

Hvernig er staðið að málum? 

Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri innkaupadeildar Reykjavíkurborgar sagði okkur frá innkaupakerfi Reykjavíkurborgar.

Fundurinn 21.mars var í umsjón Þórunnar Kristjánsdóttir.

Björn Jakob Tryggvason hélt skemmtilegt 3 min erindi, sagðar voru góðar fréttir og að lokum kynnti Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir fyrir okkur innkaupaumhverfi Borgarinnar. 

Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir er deildarstjóri innkaupadeildar Reykjavíkurborgar og sagði hún okkur frá innkaupakerfi Reykjavíkurborgar. Sagði hún deildina vera Útboðs og ráðgjafadeild. Hún kynnti okkur meginþætti Innkaupastefnu, innkaupareglur, innkauparáð, siðareglur og lög um opinber innkaup. Mjög áhugaverður fyrirlestur.