Fréttir

9.2.2018

Heimsókn til Credit Info 

Næsti fundur 14.2. 2018 að Höfðabakka 9.

Brynja Baldursdóttir fræddi okkur um starfsemina.

Fundurinn var haldinn í fyrirtækinu Credit Info, Höfðabakka 9.

Stefán Ögmundsson, markaðsstjóri tók á móti okkur og Brynja Baldursdóttir hélt kynningu á fyrirtækinu.Starfsemi Credit info er umfangsmikil og starfsmenn eru 450 talsins í 46 löndum þar af 50 á Íslandi.Fyrirtækið starfrækir gagnabanka með fjármála og fjölmiðlaupplýsingum. Þau vinna ekki bara vanskilaskrá og lánshæfismat heldur vinna þau líka greiningu á því hvaða fyrirtæki teljast framúrskarandi fyrirtæki.Credit info bauð upp á mat og drykk og rótarýfélagar spurðu margs og voru ánægðir með kynninguna.Fundi var slitið 19.30.