Fréttir

25.1.2018

Listiðnaður í brennidepi

Notar eingöngu endurunnin efni 

Borghildur Ingvarsdóttir sagði frá listsköpun sinni.

Ólafur Ólafsson flutti sitt 3 mínútna erindi og fjallaði um Vestmannaeyjagosið. Hann sagði frá ungri stúlku sem skráði minningar sínar frá gosinu. Frásögnin var skemmtileg og lýsti vel gosnóttinni.

Theodór tók til máls og sagðist muna vel eftir þessari nótt – varðskip sem lá við bryggju á Seyðisfirði flautaði allt kvöldið. Allir héldu að það væri partý.

Þá tók Borghildur Ingvarsdóttir til máls og kynnti sig og sitt starf. Hún sagðist frá sköpunarþörf sinni og dyslexiu. Hún er einnig með Parkinssons sem er með einkenni skjálfti í hvíld. Hún sagði frá vinnu sinni sem lífeindafræðingur hjá Nimblegen. Saga Borghildar, sem framleiðir úr notuðum flíkum og dóti, allskonar gersemar og selur m.a. í Kirsuberjatrénu. Fyrst byrjaði hún á bútasaumi, leðri og roði og silki en ákvað svo að nota eingöngu notuð föt frá Rauða Krossinum. Hún sagið frá ævintýrinu frá upphafi og til dagsins í dag.

Fundurinn var framlengdur vegna áhugaverðs fyrirlestrar.

Á fundinn mættu þrír makar og fjórir rótarýfélagar frá Borgum í Kópavogi.