Hátíðarfundur 17. janúar.
Mótórhjólaferð í Ástralíu og jól á Bali
Fjórir nýjir félagar. Hátíðarfundur í umsjón Björns Viggóssonar.
Forseti setti fundinn og bauð gesti velkomna, þeir eru: Umdæmisstjóri: Knútur Óskarsson Rkl. Mossfellssveitar, Eiríkur Hans Sigurdsson Rkl. Mossfellssveitar, Gunnar Sigurjónsson Rkl. Borgir i Kópavogur, Þóra Þórarinsdóttir Rkl. Borgir i Kópavogur, Kristján Guðjónsson Rkl. Borgir i Kópavogur, Pálmar Örn Þórisson Rkl. Straumur Hf., Guðbjartur Einarsson Rkl. Hafnarfjarðar og Erla Björk Steinarsdóttir.
Teknir voru inn fjórir nýir félagar, þeir eru: Bjarni Sigurðsson lyfjafræðingur fyrir lyfjaverslanir, Einar Hjálmarsson byggingatæknifræðingur fyrir starfsgreinina þróun byggingaverkefna, Jóhanna María Einarsdóttir viðskiptafræðingur fyrir blandaða heildverslun og Þorgerður Rangnarsdóttir hjúkrunarfræðingur fyrir starfsgreinina sjúkrahús.
Umdæmisstjóri, Knútur Óskarsson, flutti stutt erindi og veitti klúbbnum viðurkenningu Rótarýsamtakanna fyrir næst hæsta framlagið af íslensku klúbbunum á liðnu ári í Rótarýsjóðinn. Til hamingju Rótarýklúbbur Keflavíkur með að vera efstir í ár eins og oft áður.
Björn Vernharðsson flutti skemmtilegt 3ja mínútna erindi um sjálfsmynd ungmenna.
Björn Viggósson sagði frá Rótarý IFMR mótorhjólaferð um Ástralíu í máli og myndum. Sjá nánar: http://www.rotary.is/frettir/nr/6256
Rúsínan í pylsuendanum er að einn nýi félaginn, Bjarni Sigurðsson, er mótorhjólamaður og hefur sótt um inngöngu í IFMR.
Ásta Þorleifsdóttir sagði frá jólahaldi og furðudýrum á hafsbotni á Balí.
Fundi var slitið kl. 19.34