Fréttir

18.10.2017

Ferðasaga frá Mexíkó

Á fundi rótarýklúbbs Grafarvogs þann 18.10.17 sagði einn félaga, Jón Þór Sigurðsson, frá skemmtilegri ferð til Mexíkó. 

Fundurinn var í umsjón Þjóðmálanefndar sem ekki hafði látið neitt uppi um efnið fyrirfram en í ljós kom að mexíkófarinn, Jón Þór Sigurðsson var með erindi um ferðir sínar. Hann hafði farið í veiðiferð með þrem félögum sínum og sýndi okkur myndir og myndbönd úr ferðinni. Þeir fóru ansi langan leið, fyrst um USA og síðan til Cancun og Tampa.

Fyrsta stopp var að finna tannlækni því einn félaganna missti fyllingu úr tönn. Síðan var farið til að finna framleiðanda veiðistanganna. Í kjölfarið var veitt af hjartans lyst þar til tími var kominn til að fara heim.