Fréttir

21.8.2015

Haustferð í Lakagíga

Klúbburinn fer árlega í haustferð og að þessu sinni verður farið í Lakagíga undir traustri stjórn forseta sem er margfróð um jarðsögu og ýmislegt fleira.

Skaftáreldar árið 1783 breyttu heimssögunni með móðuharðindum um stóran hluta Evrópu og alvarlegum afleiðingum á Íslandi- enda eitt stærsta eldgos sem sögur fara af - og mesta hraunrennsli í skráðri mannkyssögu.
Gígaröðin sem myndaðist er eitt af undrum veraldar. Á 25 km langa sprungu raða sér meira en 100 risastórir gígar hver með sínu sérkennum. Við ætlum að skoða nokkra valda gíga, þ.m.t. Tjarnargíginn sem eitt af mínum uppáhöldum. Kíja svo á Fjaðurárgljúfur og fleiri ...fallega staði.

Ferðatilhögun:

Laugardagur 26. september
07.00 ekið austur á Kirkjubæjarklaustur þaðan sem stefnan er tekin inn í Lakagíga. þar munum við eyða deginum. Ekið hringinn um vestari gígaröðina og tekin nokkur vel valin stopp með stuttum gönguferðum.
20:00 Hótel Laki - þar verður gist í góðum smáhýsum með morgunmat - kvöldverðarhlaðborð og og eitthvað skemmtilegt.

Sunnudagur 27. september
Eftir góðan morgunverð - skoðum við Fjaðurárgljúfur, Systrastapa og fleira skemmtilegt á leiðinni heim ´- heimkoma áætluð síðla dags.