Fréttir
Klúbbfundur
Rætt var um málefni klúbbsins
Nýr félagi tekinn inn í klúbbinn í Grafarvogi
David Allin Reese, skiptinemi frá Flórída kom með Birni Tryggvasyni. Hann hafði sýnt sérstakan áhuga á að koma til Íslands en er skiptinemi í Svíþjóð. David hélt stutta tölu um sjálfan sig, áhugamál sín og upplifun af Íslandi og Svíþjóð.
Ólafur Ólafsson hélt einstaklega skemmtilegt 3 mín. erindi um hreyfingu sem er hans nýjasta og fyrirferðarmesta áhugmál. Hann klífur fjöll í góðum félagsskap og tekur myndir sem margar hverjar eru “breathtaking”. Hann sýndi félögum myndir frá göngu á Snæfellsjökul.
Ný félagi var tekinn inn í klúbbinn, Þórarinn Thorarensen. Hann var boðinn velkominn. Þórarinn hefur komið um tíma sem gestur og er mjög velkomin viðbót við klúbbinn.