Fréttir
Hjólreiðar
Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur
Kristín sagði frá áhugamáli sínu sem eru hjólreiðar. Hún notar hjól bæði til þess að komast á milli staða og svo til afþreyingar. Kristín hefur stundað hjólamennsku um árabil og þekkir vel til hjóla.
Kristín fer mikið með fjölskyldunni í hjólreiðaferðir og í stað þess að gefa börnunum leikföng í jólagjöf, gefa hjónin börnunum hjólreiðaferðir. Kristín fer í hjólreiðaferðir bæði innanlands og utan og hefur farið með hópa af unglingum í hjólreiðatúra um hálendið, svokallaðar útskriftarferðir sem leggjast vel í unga fólkið.