Fréttir
Göngugarpar 2013
Útivera í kulda og trekki
Sannir Íslendingar í röðum rótarýklúbbs Grafarvogs þar sem tekist var á við náttúruöflin í gönguferð í nágrenni Hafnarfjarðar.
Rösklega var gengið sér til hita og stórkostlegar formmyndanir landslagsins skoðaðar, leitað var skjóls í hellum og skútum. Matur var eldsteiktur og borðaður eins og sönnum útilegumönnum sæmir.