Fréttir
Fagott
Snorri Heimisson kynnti fyrir klúbbnum hljóðfærið fagott
Snorri hóf ferilinn sem flautuleikari og lærði síðan á
fagot. Hann sýndi okkur hljóðfærið sem
tekur um fimmtán ár að smíða.
Snorri spilaði fyrir okkur nokkur lög og sýndi okkur kontrafagot sem er mun stærra en fagot. Hann spilaði á kontrafagottinn og leyfði okkur að heyra muninn. Kontrafagottinn er með mun dýpri hljóm en fagot. Snorri sýndi okkur hvernig hann smíðar blöðin sem hann blæs í, á fagottinum.
Einn nemandi Snorra kom og spilaði fyrir okkur á fagot, Berglind Bjarnadóttir sem er dóttir Erlu G. Magnúsdóttur rótarýfélaga. Þau spiluðu fyrir okkur eitt lag á fundinum.