Fréttir

30.1.2013

Heilsugæslan í Grafarvogi

Guðbrandur E. Þorkelsson yfirlæknir

Guðbrandur fjallaði stuttlega um þróun lækninga síðan á dögum Hippocratesar. Litlar framfarir voru fyrr en á 19-20 öld.
Heilsugæslan byggist uppúr 1980 og Heilsugæslan í Grafarvogi í Hverafold í kringum 1992. Þá bjuggu ca. 4000 manns í hverfinu og einn læknir og einn hjúkrunarfræðingur voru starfandi. Árið 2002 var starfsemin flutt í Spöngina. Nú starfa þar 34 manns.