Fréttir

16.1.2013

Fukushima slysið

Fukushima slysið, viðbrögð og afleiðingar

Dr. Sigurður Emil Pálsson viðbúnaðarstjóri Geislavarna ríkisins fjallaði um hvað gerðist þennan afdrifaríka dag 11. mars 2011 þegar stærsti jarðskálfti sögunnar var í Japan. Hvernig brugðist var við í Japan og af heimsbyggðinni (þar á meðal á Íslandi) og hverjar afleiðingar hafa verið. 


Hamfarirnar ollu meðal annars skemmdum á Fukushima 1 kjarnorkuverinu. Stjórnendur versins hafa verið gagnrýndir og einnig kom fram gagnrýni á stjórnvöld í Japan.

Sigurður Emil fjallaði á fróðlegan hátt um hamfarirnar og heilsufarslegar afleiðingar slyssins.