Fréttir

12.9.2012

Miðlægt stýrikerfi umferðarljósa í Reykjavík 

Miðlægt stýrikerfi umferðarljósa og stafrænar hraða- og rauðljósa myndavélar í Reykjavík

Ólafur Ólafsson félagi í rótarýklúbbi Grafarvogs er deildarstjóri framkvæmda við umferðarmannvirki á Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. 

Umferðarljós hafa logað í rúm sextíu ár í Reykjavík. Þann 2. nóvember 1949 voru sett upp fyrstu umferðarljósin í Reykjavík. Í dag eru 116 umferðarljós í borginni og 53 ljós eru í miðlægri stýringu, fimm utan Reykjavíkur. Gangbrautarsljós eru á 32. stöðum í borginni. Forritin vinna misjafnlega eftir umferðarþunga. Sama forrit vinnur ekki virka daga, um helgar né á næturna.