Fréttir

2.9.2012

Búðarhálsvirkjun

Jón Þór hafði veg og vanda að heimsókn klúbbsins í Búðarhálsvirkjun.

Dagsferð var farin í Búðarhálsvirkjun.

Lagt var af stað snemma á laugardagsmorgni austur í Búðarhálsvirkjun. Mæting var góð og mökum hafði verið boðið með í ferðina. Tekið var á móti hópnum á vegum Landvirkjunar og boðið upp á hádegisverð og að því loknu fyrirlestur um framkvæmdina. Þá var haldið í skoðunarferð um virkjunarsvæðið. Ferðin var vel skipulögð og fróðleg. Á heimleiðinni var stoppað í Aldinreit við Heklurætur og síðan á Heklusetri og Heklusýningin skoðuð. Um kvöldið, þegar í bæinn, var komið bauð Jón Þór öllum ferðafélögunum í grillveislu í Grafarvogi.